Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 47

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 47
„Menn fá umbun fyrir að tryggja íslandi þátttökurétt á Ólympíuleik- unum sem er 7. sætið. Leikmenn fá mjög lágar greiðslur fyrir allan undir- búninginn en 1. sætið á mótinu færir þeim flugmiðafyrirtvo með Flugleið- um og 3. sætið flugmiða fyrir einn." — Munt þú gefa kost á þér sem formaður HSÍ eftir HM? „Ég mun skoða málið í Ijósi fjár- hagsstöðu HSÍ eftir mótið en verði um mikinn taprekstur að ræða finnst mér það skylda mín að halda áfram. Eftir minn dag mun ég beita mér fyrir því að formaður verði kosinn til lengri tíma en eins árs. Starfið felur í sér svo viðamikið alþjóðasamstarf og byggist á svo miklum kunningsskap að maður þarf að sitja í það minnsta tvö alþjóða ársþing, sem eru haldin reglulega annað hvert ár, til að átta sig á öllum málum og koma sér upp persónulegum tengslum. Að mínu mati er handknattknattleiksforystan í heiminum alþjóðahreyfing á brauð- fótum oger stjórnunin mjög gagnýni- verð. Menn eiga það til að blása af landsleiki með nokkurra vikna fyrir- vara en yfirvaldið ætti að koma í veg fyrir slíkt." — Stendur Þorbergi Aðalsteins- syni til boða að halda áfram með liðið ef góður árangur næst? Já." — Hefur hann hug á því? Já." — Hvað telst góður árangur? „Að tryggja íslandi þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Atlanta." — Ef árangurinn verður slakur og ráða þarf eftirmann Þorbergs gætuð þið lent í þeirri aðstöðu að allir „bestu" þjálfararnir verði búnir að ráða sig hjá félagsliðunum. Þið hljót- ið að vera búnir að velta fyrir ykkur arftaka Þorbergs, ekki satt? „Ég er búinn að hugsa þann leik." — Og viðkomandi þjálfari hefur tekið vel í það? Já." — Finnst þér margir þjálfarar vera hæfir sem landsliðsþjálfarar? „Nei. Mér finnst þrír eða fjórir koma til greina. Landsliðþjálfari þarf að vera fleiri hæfileikum gæddur en þeim að geta stjórnað liði á taktískan hátt og umgengist leikmennina með eðlilegum hætti. Hann þarf að geta komið skammlaust fram fyrir alþjóð sem andlit handknattleiksforystunn- ar. Suma skortir það. Ég getekki verið formaður fyrir mann sem ég þarf að tala fyrir eða ritskoða fyrir allt sem hann segir. Þaðeru sumiróhæfirsem landsliðsþjálfarar vegna þessa. Þor- bergur og Einar hafa unnið mjög gott starf og í raun gert mun meira en til af þeim varætlast. Þeir hafa leyst fjölda mála sem hafa komið upp." — Finnst þér eðlilegt að 3-4 reynslumiklir landsliðsmenn eigi að vera með í ráðum þegar landsliðs- þjálfari er valinn? „Nei. HSÍ ársþing á að hafa vit á því að velja til forystu hæft fólk sem er í stakk búið til að taka ákvarðanir eins og þá að ráða landsliðþjálfara. Landsliðsmennirnir sjálfireiga ekkert að hafa með þetta að gera. Það er ófært að þjálfari sé upp á náð og miskunn landsliðsmanna sinna kom- inn. Til þessa verkefnis skipar HSÍ landsliðsnefnd sem er ráðgefandi stjórn HSÍ í þessum málum sem og öðrum." — Mun landsliðið leika í þessum svarbláu búningum á HM? „Nei, við erum búnir að fá nýja búninga sem eru í íslensku fánalitun- um. Á treyjunni verður pláss fyrir átta auglýsingar og er þegar búið að selja í sjö þeirra en við höldum einu plássi eftir þótt við hefðum getað selt það fyrir löngu. Og verðið hækkar stöð- ugt-" — Sýnir það stöðu lslands sem handknattleiksþjóðar að HM skuli haldið hér á landi eða sýnir það stöðu handknattleiksíþróttarinnar í heiminum? „Það hefðu fleiri þjóðir viljað halda þessa keppni og Japanir verba næstu gestgjafar. Það að ísland sé vettvangur fyrir HM að þessu sinni sýnir hversu mikil grasrótarvinna hef- ur verið innt af hendi hér á landi. Sömuleiðis sýnir þetta þá virðingu sem ísland nýtursem handknattleiks- þjóð. Austantjaldslöndin eru fátæku löndin í Evrópu og þau eiga erfitt, m.a. sökum tungumálaerfiðleika, að hafa áhrif á stefnu vestrænna þjóða í handboltanum sem markast af mark- aðssetningu og oft skrumi. Afríku- og Asíuþjóðirnar standa flestum Evrópuþjóðum getulega og stjórnun- arlega langt að baki og við erum málsvari þessara þjóða. Það er tekið mark á okkur því við stöndum uppi í hárinu á hinum vestrænum þjóðun- um á öllum sviðum þótt við séum fámenn. Þær hugmyndir, sem við munum leggja fram á ársþingi ÍHF árið 1996, munu án efa fá góðan hljómgrunn hjá þessum þjóðum. Þar munum við tala sem vestræn þjóð, sem fjársterk þjóð að mati annarra og mjög reynslumikil eftir HM í sumar. Það yrði of langt mál að telja það upp sem betur mætti fara í alþjóðahand- boltanum en við viljum koma í veg fyrir ákveðna miðstýringu sem er ríkj- andi í dag." — Er farið að huga að næsta keppnistímabili? „Vissulega en ef við náum að tryggja okkur þátttökurétt á Ólymp- íuleikunum förum við á boðsmót í Bandaríkjunum í sumar. Árangur okkar á HM getur því hafteitthvað að segja með tilhögun næsta keppnis- tímabilsen þaðhefstaðöllum líkind- um í byrjun október." — Yrði það hneyksli ef ísland félli úr keppni í 16 liða úrslitum? „Það yrði reiðarslag. Við gætum orðið óheppnir og lent t.d. á móti Rússum eða öðrum sterkum þjóðum í 16 liða úrslitum og dottið út. Það yrði mjög slæmtfyrir íslenskan hand- knattleik því þá komumst við ekki á Ólympíuleikana og ekki í úrslita- keppni HM '97. Næsta stórmót sem ísland tæki þátt í yrði þá HM '99." „MÉR FINNST ÞRÍR EÐA FJÓRIR KOMA TIL GREINA SEM LANDSLIÐSÞJÁLFARAR" 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.