Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 48

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 48
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf. NISSAN og HM '95 - rætt við GUÐMUND INGVARSSON, Texti: Þorgrímur Þráinsson framkvæmdastjóra Ingvars Helgasonar hfv sem er einn helsti stuðningsaðili HM '95 NISSAN hefur verið töluvert •áberandi í íþróttaheiminum síðast- liðin tvö ár og á 1. deild karla í hand- knattleik, sem kallast NISSAN DEILDIN, án efa hvað stærstan þátt í því. Ingvar Helgason hf. er umboðs- aðili Nissan á Islandi en fyrirtækið heldur áfram stuðningi við hand- knattleik á íslandi því það er einn helsti styrktaraðili HM '95. GUÐMUNDUR INGVARSSON, sem á sæti í landsliðsnefnd HSÍ, er framkvæmdastjóri Ingvars Helgason- ar hf., og innti ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hann eftir því hver ávinningurinn hefði verið af því að styðja við bakið á handknattleiknum — t.d. með því að kalla 1. deildina NISSAN DEILD- INA. „Mér finnst nafnið hafa verið vel sjáanlegt og tengt NISSAN meira við íþróttir en ella. Ávinningurinn hefur verið töluverður sem sýnir sig hvað best í jtví að annað bílaumboð hefur ákveðið að styðja við bakið á KSI á næstu árum. Forráðamenn þess fyrir- tækis sjá greinilega hvað NISSAN hefur verið áberandi í tengslum við handboltann. Stuðningur með þess- um hætti er töluvert kostnaðarsamur en við teljum hann þess virði, sér- staklega þegar til lengri tíma.er litið. Markaðshlutdeild NISSAN á íslandi hefur aukist töluvert og ég er sann- færður um að stuðningur okkar við handknattleik á sinn þátt í því. Við gerðum rammasamning til þriggja ára og því mun deildin væntanlega bera nafn NISSAN." — Hefurðu verið sáttur við það hvernig fjölmiðlar hafa haldið NISS- AN nafninu á lofti þegar 1. deildin hefur verið til umfjöllunar? „Ekki allskostaren margir hafa tek- iðsigverulegaá íþeimefnum. Þaðer alveg Ijóst að fyrirtæki styðja síður við bakið á íþróttahreyfingunni með þessum hætti ef fjölmiðlar ætla að hundsa að kalla deildina réttu nafni. Mér finnst ólíklegt að íþróttafrétta- menn vilji eiga einhverja sök á því að öflug íyrirtæki hætti stuðningi við íþróttahreyfinguna með einum eða öðrum hætti. Með góðri samvinnu er hægtaðefla íþróttastarfið í landinu til muna." — í hverju felst samstarf ykkar við HSÍ hvað varðar HM '95? „Við munum, í samstarfi við bíla- leiguna ALP, útvega HM nefndinni að minnsta kosti 15 bíla fyrir dómara, lækna og ýmsa erlenda gesti meðan á heimsmeistarakeppninni stendur." — Verjið þið miklum fjármunum til stuðnings íþróttahreyfingunni ef handknattleikurinn er undanskilinn? „Já, við gerum það. Sumir myndu segja að það hálfa væri nóg en við höfum óneitanlega þurft að draga úr stuðningi við aðra." — Hverjir verða heimsmeistarar? „Það er erfitt að segja. Svíar eru sterkir en vitanlega vona ég að ls- lendingar nái góðum árangri. Við höfum alla burði til þess."

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.