Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 59

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 59
Geir Sveinsson, fyrirliði íslandsmeistara Vals og landsliðsins, verður væntanlega mikið í sviðsljósinu þegar bestu handknattleiksmenn heims leika listir sínar á íslandi í maí. Hver eru sterkustu karaktereinkenni þín? Að geta ekki gert minna en þrennt í einu. Eftirlætis tómstundaiðja? Fara á skíði. Hver er þín hugmynd um fullkomna hamingju? Þegar „upphitunarpillan" verður t'undin upp. Hver er hetjan þín í lifanda lífi? Strákurinn minn! í hverju felast þínar mestu öfgar/óhófsemi? Ég get verið alveg óþolandi smámunasamur. Eftirlætis nöfnin þín? Bacalao og „músin mín". Hvað orð eða setningu notarðu oftast? Er ekki allt í lagi? Ef þú gætir valið þér einn kost sem þig skortir, hver væri hann? Vera skrefstærri?! Að hvaða tilefni myndirðu Ijúga? Ljúga...hvað er það?! Eftirminnilegasta ferðalag? Fyrsta landsliðsferðin....þegar ég ferðaðist alla leið að landamærum Síberíu og fékk engan landsleik. Og ekki einu sinni að sitja á bekknum! Uppáhalds sögupersóna? Jafar og Abú. Hvað hræðistu helst? Guðmund Ftrafnkels. í hraðaupphlaupi. Hvað fellur þér verst í geð? Morgunflug með Flugleiðum. Hvað er það markverðasta sem þú hefur afrekað? Að detta á skíðum á jafnsléttu! Hvaða hlutur er þér kærastur? Linsurnar mínar. Eftir hverju sérðu mest? Skyttuhlutverkinu í 3. flokki. Mottó? Að hafa mottó! Hver er mesta fórnin sem þú hefur fært í íþróttum? Að hætta í skyttuhlutverkinu. Ég hefði orðið alveg rosaleg skytta! Hvað litla atvik hefur breytt miklu í lífi þínu? Eitt símtal frá Spáni. Hvaða hrós fékkstu síðast? Nei, sko... þetta gat „gamli" maðurinn! Sterkur leikur

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.