Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 72

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 72
GIGGS FÆR UNDIRFATNAÐ RYAN GIGGS er án efa lang vinsælasti leikmaður Bretlandseyja í dag. Hann er aðeins 21 árs gamall og er því rétt að hefja knattspyrnuferilinn. Giggs fær um 2000 bréf í viku hverri frá kvenþjóðinni og í mörgum þeirra er að finna brjóstahaldara og undir- fatnað. Á Valentínusardaginn fékk kappinn hvorki fleiri né færri en 6000 bréf og komu nokkur frá Japan. Stórstjörnunni ofbýður og sagði í blaðaviðtali að athyglin kæmi niður á leik hans. Hann getur þó huggað sig við það að þegar knattspyrnuferlinum lýkur getur hann alltaf snúið sér að sölu á undirfatnaði! HÖLLIN HANS HARDAWAY Körfuboltamaðurinn ANFERNEE HARDA- WAY ólst upp í miklu fátækrahverfi í Mem- phis en hann flutti ungur til ömmu sinnar þar sem hann svaf í herbergi með tveimur frændum sínum. Hardaway fannst sjálfum hús ömmu sinnar stórt á þeim tíma en í dag skilur hann af hverju fólk kallar húsið henn- ar „ræsi“. Anfernee er nú einn launahæsti leikmaðurinn í NBA og leigir nokkurs konar höll í Orlando þar sem hann getur valið á milli fimm svefnherbergja. Þótt honum líki húsið ágætlega finnst honum það full stórt. Hardaway sagðist bara búa öðrum megin í húsinu og að hann kæmi sjaldan eða aldrei inn í sum herbergin. IÞROTTALINAN „Strákar, fljótir! — Hann týndi höfð- inu!" HVERNIG VINNUR GIGGS FYRIR SÉR? RYAN GIGGS hefur verið í vandræðum með að halda samböndum sínum við kven- þjóðina gangandi. Þegar hann varð skyndi- lega frægur hætti hann með unglingaástinni sinni en eftir það fór hann nokkrum sinnum út með sjónvarpskonunni Dani Behr og síð- ar með þekktri fyrirsætu. Á næturklúbbi ein- um hitti hann Robertu Simpson og voru þau saman í dágóðan tíma. Roberta þekkti Giggs úr blöðunum og vissi að hann lék með Unit- ed en eftir að þau voru búin að vera saman í mánuð fór henni ekki að standa á sama um elskhuga sinn. Hún gat með engu móti skilið hvernig hann gat leyft sér að eyða svo mikl- um peningum og leika sér síðan í fótbolta allan daginn. Þegar hún sagði honum upp bætti hún því við að hún þyrfti karlmann sem nennti að vinna fýrir sér! ROBSON LAUNAHÆSTUR! Það er ljóst að Middlesborough ætlar að gera allt sem liðið getur til að halda í BRYAN ROBSON sem framkvæmdastjóra. Liðið rifti nýlega fimm ára samningi sem það gerði við kappann og bauð honum nýjan samning sem gerir hann að launahæsta fram- kvæmdastjóra Bretlandseyja. Hann yrði þar með mun Iaunahærri en Alex Ferguson sem þjálfaði hann hjá United. RODMAN OG MADONNA! Sá orðrómur hefur heyrst að MADONNA leiti nú að hinum fullkomna manni til að eignast barn með og segja gárungarnir að hún hafi lýst því yfir að körfuboltakappinn DENNIS RODMAN sé vel til þess fallinn. Mönnum ber ekki saman um það hversu fullkominn Rodman sé en eitt er víst að ef þau eignuðust barn saman yrði það að öll- um líkindum hinn mesti skæruliði!

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.