Íþróttablaðið - 01.04.1995, Síða 75
AHEIMAVELLI
Hristo Stoichkov.
ÁSGEIR VALDIHRISTO!
Landsliðsþjálfarar alls staðar að úr heim-
inum taka þátt í vali á besta knattspyrnu-
manns heims en valið er framkvæmt af Al-
þjóða knattspyrnusambandinu. Brasilíski
knattspyrnumaðurinn Romario varð fyrir
valinu nú og var val hans glæsilegt en hann
fékk 346 stig. Annar í valinu varð Hristo
Stoichkov með 100 stig og þriðji varð Rober-
to Baggio með 80 stig. Alls settu 64 af þeim
84 þjálfurum, sem tóku þátt í valinu, Romar-
io í fyrsta sætið en hver og einn valdi þrjá.
Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari fslands,
var einn af þeim sem völdu en hann var ekki
sammála þessum 64 sem töldu Romario
bestan því Ásgeir setti hann í annað sætið og
Paolo Maldini setti hann í þriðja sætið. Best-
ur, að hans mati, var hins vegar Hristo
Stoichkov.
Ýmsar umræður hafa verið um það
meðal handboltamanna og forystunni
hvort rétt sé að breyta fyrirkomulaginu í
handboltanum. Menn eru sáttir við úr-
slitakeppnina en deitdarkeppnina þurfi
eitthvað að endurskoða, jafnvel að
fækka liðum aftur í tíu. Ein hugmyndin,
sem er þó þessu nokkuð óviðkomandi,
er að efsta íiðið í 2. deild taki þátt sem lið
numer átta í úrslitakeppni 1. deíldar en :
sá hængur er á að það væri hart ef iið ur
2. deild yrði síðan fslandsmeistari.
Hver er maðurinn? (Sjá bls. 79)
TVÍFARAR?
*... að 14 ÁRA GAMALL SON-
UR Þorbjörns Jenssonar, þjálfara
Vals, hafi verið einn helsti að-
stoðarmaður föður síns í úrslita-
viðureignunum gegn KA um ís-
landsmeistaratitilinn í hand-
knattleik. Stráknum leiddist víst í
kennaraverkfallinu og ákvað því
að fara yfir þá leiki með KA, sem
hann komst yfir, og teikna skot-
leiðir leikmanna. Sömuleiðis tók
hann saman upplýsingar um
skotnýtingu Valsmanna. Þetta
lagði hann sfðan fyrir föður sinn
sem nýttist vel þegar mest á
reyndi í baráttunni.
*...að RÚMLEGA SJÖTUGUR
MAÐUR hafi látist úr hjartaslagi
fyrir norðan þegar hann var að
horfa á þriðju viðureign Vals og
KA um íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik.
GYLFIGÓÐUR!
Gylfi Þór Orrason dæmdi leik Hollands og
Möltu í Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu í lok mars síðastliðins. Leikurinn fór
fram á heimavelli Feyenoord í Rotterdam að
viðstöddum 32 þúsund áhorfendum. Leikn-
um lyktaði með 4-0 sigri Hollendinganna og
stóð Gylfi sig vel. Hann fékk 8 í einkunn
eftirlitsmanns, sem þýðir samkvæmt stöðl-
um „mjög gott“.
Bjarni Fel. þurfti nýlega að „lúta í
gras" fyrir Orðabók Morgunblaðsins.
Bjarni þó!
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMENN hafa
verið duglegir við að tileinka sér ein-
hverja frasa sem hafa orðið ansi líf-
sseigir. Nægir þar að nefna; „það er
næsta víst", „hann er sannarlega betri
en enginn", „sjáiði hvað hann gerir
þetta vel", „hann fór mikinn í liðinu"
og sá næstnýjasti, sem Bjarni Fel-
ixson á víst heiðurinn af, er „að lúta í
gras" í merkingunni að tapa eða láta í
minni pokann. Sá síðastnefndi fras-
inn mun líklega ekki heyrast oftar því
ORÐABÓK Morgunblaðsins leiðrétti
þennan einkennilega frasa á dögun-
um ogsagði að íþróttafréttamaðurinn
hlyti að hafa ruglað saman tveimur
orðtökum. Hið rétta er að „hníga í
gras", ekki lúta í gras enda er það í
upphafi komið úr bardagamáli og
merkir beinlínis að deyja í orustu.
Aftur á móti lúta menn í lægra haldi
og hver veit nema það verði næsti
tískufrasinn. Reyndar er orðabók
Morgunblaðsins ekki óskeikul því
orðaþók Árna Bö er á því að menn
megi enn lúta í gras.
75