Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 79

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 79
TEITUR - Framhald af bls. 21 til að mynda lengi að venjast því að drekka einn lítra af vatni á hverri æf- ingu. Og ég fylgist með því að þeir geri það. Menn eiga að mæta á æf- ingar til að æfa en ekki vera æfðir." — Hvað heldur þú að sé hægt að ganga langt með þær þjálfunarað- ferðir sem þú hefur verið að tala um, á íslandi þar sem aðstæður eru öðru- vísi en í Noregi og leikmenn ýmist í fullri vinnu eða námi? „Ansi langt. Þegar ég fór til Brann tók ég við hópi sem var í afskaplega lélegu formi og menn sögðust ekki geta æft meira af því að þeir væru í vinnu. Aðspurðir rökstuddu menn það og fóru að útlista fyrir mér dag- inn. í kjölfar þess bað ég menn vin- samlegast um að fara fyrr að sofa og hóf morgunæfingar, klukkan sex, tvisvar í viku. Fyrst héldu menn að ég væri að grínast en síðan féll þetta í kramið. Vilji menn verða betri leik- menn verða þeir að leggja mikið af mörkum. Núna æfum við í 22 klukkutíma á viku sem er helmingi meira en flest önnur lið í Noregi gera og menn segja að ég sé klikkaður. En við spyrjum að leikslokum." — Ertu með nógu hæfileikaríka knattspyrnumenn í liðinu til að ná toppárangri burtséð frá því hversu oft þeir æfa? „Það á eftir að koma í Ijós." Sökum þessa átaksOlympiaTopp- en má búast við að Lilleström verði undir smásjá fjölmiðla á næstu árum og allir fari að heimta árangur sem fyrst. Á æfingamótinu á Kýpur voru til að mynda tvær norskar sjónvarps- stöðvar og fjöldi blaðamanna og var fylgst grannt með öllu. — Reiknar þú ekki með að vera þjálfari Lilleström næstu árin? „Samningurinn rennur út í haust en félagið hefur þegar boðið mér nýj- an samning. Ég veit ekki hvað ég geri og flýti mér hægt í þessum efnum. Mér stóð til boða að gerast þjálfari í Japan eftir síðasta keppnistímabil og það heillaði rosalega. Sömuleiðis fékk égtilboð frá Öster og nokkrum öðrum liðum. Olympia Toppen hefur skipað Lilleström að gera nýjan samning við mig en ég ætla að sjá til." — Myndi boð um að þjálfa ís- lenska landsliðið freista þín? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Líklega myndi ég hugsa það vand- lega stæði mér það til boða." Þorbergur Aðalsteinsson? Nei, JOHN TRAVOLTA! 79

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.