Fréttablaðið - 01.07.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 01.07.2020, Síða 8
Maður veit ekkert hvað hún gæti borið með sér, eða hvaða áhrif hún hefur. Guðni Guðbergsson Við erum á leið í óvissuferð fyrir verulega háar upphæðir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálf- stæðisflokksins Félögin voru dæmd til að greiða um 6 milljónir auk 1,6 í málskostnað. AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti í síðustu viku að tvær álmur Lundarskóla yrðu endurnýjaðar. Í skýrslu umhverfis- og mannvirkja- sviðs voru þrír möguleikar teknir til greina. Var fyrsti kosturinn val- inn vegna þess að hann myndi taka skemmstan tíma, væri hagkvæm- astur, en myndi jafnframt uppfylla þarfir nútíma skólastarfs. Elsti hluti skólans er nærri hálfr- ar aldar gamall og við loftgæða- mælingar fannst mygla í honum. Starfsfólk skólans hefur lengi kvartað undan heilsufarslegum óþægindum, lasleika og ólykt. Sam- kvæmt skýrslu Mannvits var talið nauðsynlegt að grípa til ráðstafana í tveimur álmum, en að hægt væri að koma burðarvirkinu í gott lag og lengja líftíma byggingarinnar. Fu llt r úar Sjálfst æðismanna greiddu gegn tillögunni og vildu frekar rífa bygginguna og reisa nýjan skóla með áföstum leikskóla. Um gríðarlega stórt og mikið verk- efni er að ræða, sem hleypur á millj- örðum hvaða leið sem valin er. Telja þeir ekki hyggilegt að velja leið þar sem kostnaður sé, að þeirra sögn, 80 prósent af byggingu nýs skóla. Einnig að skólinn sé að hluta til í kjallara, sem stríðir gegn núverandi reglugerðum. „Við erum á leið í óvissuferð fyrir verulega háar upphæðir,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálf- stæðismanna. „Mér finnst vera skammsýni í þessum aðgerðum því að steypan er orðin mjög gömul í húsinu og ný bygging myndi duga mun lengur.“ Í skýrslu umhverfis- og mann- virkjasviðs eru endurbæturnar metnar á allt að 3 milljarða, nýbygging að hluta myndi kosta allt að 4 milljarða og nýtt húsnæði frá grunni 4,5. Þá á eftir að reikna inn kostnað við bráðabirgðaað- gerðir, til að halda skólastarf i gangandi á framkvæmdatíma, sem hleypur á hundruðum milljóna króna. Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs, segir valið byggt á faglegum forsendum, eftir að hafa farið í gegnum frí- stunda-, skóla- og fræðsluyfir- völd. „Þetta var talið best, meðal annars með sem minnstu raski á skólastarfi í huga, því þarna eru 500 nemendur,“ segir hann. Hefur hann ekki áhyggjur af því að lag- færingarnar dugi aðeins til skamms tíma, eða að verðið standist ekki. „Við erum að gera svipaðar fram- kvæmdir í Glerárskóla, og reiknum með því að þetta verði eins og nýtt.“ Gunnar segist gera alvarlegar athugasemdir við hvernig kost- unum sé stillt upp og að nýbygg- ingarkostirnir séu ekki greindir til fullnustu og efast um þá verðmiða sem settir eru á þá. „Ég fæ ekki betur séð en að hægt sé að finna hagkvæmni og samlegð í að byggja eina byggingu fyrir grunn- og leik- skóla,“ segir hann. Þá hefur hann einnig áhyggjur af því að kostnað- urinn við þá leið sem að óbreyttu verður farin, fari úr böndunum. „Við þekkjum af reynslunni, til dæmis í Listasafninu, að áætlanir um endurbyggingu gamalla húsa standast ekki.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Ekki allir sammála um endurbyggingu Eftir að mygla kom upp í Lundarskóla, stendur til að fara í um þriggja millj- arða króna endurbætur. Formaður bæjarráðs segir ákvörðunina faglega og skólinn verði eins og nýr. Minnihlutinn vill rífa skólann og byggja nýjan. Mygla fannst í Lundarskóla eftir að starfsfólk hafði kvartað yfir óþægind- um. Elsti hluti skólans eru um hálfrar aldrar gamall. MYND/LUNDARSKÓLI Sumar útsala Frábær útsala í fjórum búðum verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þér vörurnar frítt Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Frábær útsala í fjórum búðum verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r vörurnar frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM ÚTSÖLUBÆKLINGIN N OKKAR Dýna og hjól 2-3 | Mjúkva ra og dúnn 4–11 | RÚM 12–2 1 | Svefnsófar 22–23 | Sófa r 24–34 | Stólar 35–39 | Bo rð og smávara 40–55 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N SENDUM FRÍTT Sumar útsala ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Þú kaupir Oakley eða Everly heilsudýnu eða heilsurúm sem afhent er í boxi á hjólum og færð innifalið glæsilegt Aspen fjallahjól* RENNDU ÞÉR INN Í SUM ARIÐ! * á meðan birgðir endast Sjá nánar bls. 2–3 DÝ N A Góður svefn Hjólreiðatúr Þú finnur nýjan útsölu- bækling á dorma.is www.dorma.is V E F V E R S LU N SENDUM FRÍTT ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR DÓMSMÁL Félögin ACE FBO og Global Fuel voru fyrir skemmstu dæmd til þess að greiða þrotabúi ACE Handling, fyrrverandi systur- félagi, samanlagt rúmlega 6 millj- ónir króna, í tveimur samhangandi riftunarmálum. Eru félögin tvö, sem eru í eigu Hilmars Ágústs Hilmars- sonar, auk þess dæmd til að greiða málskostnað, samanlagt 1,6 milljón króna. Félögin komust fyrst í deiglu fjölmiðla sumarið 2018, þegar DV greindi frá því að Sigurður Ingi Þórðarson, títtnefndur Siggi hakk- ari, færi fyrir ACE Handling. Hefði hann þar með aðgang að hafta- svæðum f lugvalla, þrátt fyrir að hafa dóma fyrir kynferðisbrot og fjársvik á bakinu. Á þessum tíma hafði ACE Handling þegar óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Málið gegn ACE FBO snerist um afsal á stigalyftu fyrir f lugvélar, sem seld hafði verið eftir frestsdag án greiðslu. En fyrir dómi vitnaði Alma Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, um að hafa séð ACE FBO reyna að selja lyftuna og 16 önnur tæki, til hins nýstofnaða flugfélags Play. Taldi Arnar Þór Jónsson dómari félagið ekki hafa sýnt fram á að verðmæti lyftunnar væri minna en um 5 milljóna króna krafan sagði til um og ekki var fallist á að félagið fengi að skila henni. Málið gegn Global Fuel snerist um greiðslur til tryggingamiðl- unar í Svíþjóð sem ekki voru gjald- fallnar við greiðslu og taldi dómari fjárhæðina umfram hlutdeild ACE Handling í heildartryggingapakka systurfélaganna, eða um eina millj- ón. „Verður því ekki litið svo á að greiðslan geti talist venjuleg eftir atvikum,“ segir í dómnum. – khg Félögin dæmd til sex milljóna greiðslu Skiptastjóri þrotabús ACE Handling. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NÁT TÚR A Guðni Guð bergs son, sér fræðingur hjá Haf rann sókna- stofnun, segir að gullfiskar geti vel þrifist í Elliðaánum. Það væri hins vegar ó æski legt ef slíkir fiskar gerðu sig heim akomna þar, enda ekki falast eftir frekari fjöl breytni í ám landsins. Veiði maður kom auga á japansk- an Koi-gull fisk í ánni á mánudaginn og sagði ber sýni legt að laxarnir í ánni lúffuðu, þegar þessi gullni bróðir þeirra kom að vífandi að legu stað þeirra. Guðni segir ekki víst hvaða áhrif gullfiskurinn hefur á lífríkið. „Það yrðu breytingar á líf fræði legri fjöl- breytni á Ís landi ef framandi tegund eins og þessi færi að fjölga sér og maður veit ekkert hvað hún gæti borið með sér, eða hvaða á hrif hún hefur,“ segir Guðni. – kdí Gullfiskar óæskilegir 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.