Fréttablaðið - 01.07.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 01.07.2020, Síða 16
Það var fyrst og fremst yndislegt að komast í keppnisham og hitta alla andstæðinga mína loksins á móti. Heilsan verður ávallt sett í fyrsta sæti við ákvarðanir okkar um mótahald. K R A F T LY F T I N G A R Jú l ía n J . K . Jóhannsson bætti um síðustu helgi  eigið heims met í réttstöðu­ lyftu þegar hann varð Íslands­ meistari í +120 kg flokki í greininni. Júlí an lyfti 409 kíló um og bætti því metið um þrjú og hálft kíló. Þar sem lyftan var ekki fram­ kvæmd á alþjóðlegu móti verður heimsmetið ekki gert opinbert en Júlían á hins vegar opinbera metið í réttstöðulyftu. Það met setti Júlí­ an á heims meist ara mót inu í kraft­ lyft ing um sem fram fór í Dúbaí í nóv em ber 2019 með því að lyfta 405,5 kíló um. „Það var fyrst og framst alveg yndislegt að komast í keppnisham og hitta alla andstæðinga mína loksins á móti. Á keppnisstaðn­ um  myndaðist frábær stemming þegar mótið fór fram og það var ljóst að það var mikil spenna hjá kraftlyftingafólki að keppa á nýjan leik eftir erfiða mánuði. Mér þótti svo vænt um að setja þetta met með konuna mína, barnið og nána vini í salnum. Það má segja að það hafi verið lán í óláni að mótahald hafi fallið niður á þeim tíma þegar ég var nýbakaður faðir. Það gerði það að verkum að ég gat varið meiri tíma með nýfæddum syni mínum en ella hefði verið mögulegt vegna ferðalaga vegna mótanna,“ segir Júlían. „Ég kem bara vel út úr pásunni sem gerð var vegna kórónaveirunn­ ar. Það er hins vegar mjög skrýtið fyrir mig að æfa án þess að hafa neinn fastan punkt fyrir framan mig. Í venjulegu árferði er æfinga­ álagið þrepaskipt þar sem mark­ miðið er að toppa í þyngdum á ein­ hverjum tímapunkti,“ segir hann um síðustu mánuði hjá sér. „Þar sem engin mót hafa farið fram á árinu hef ég  aftur  á móti breytt upplegginu á æfingum hjá mér. Ég stytti æfingarnar og fjölgaði þeim þess í stað. Það gerði ég aðal­ lega þar sem það var erfitt að gíra sig upp í langar æfingar einn í æfinga­ salnum,“ segir íþróttamaður ársins.  „Þegar mót eru fram undan er æf ingaplanið vanalega þannig að fyrst um sinn lyfti ég létt með mörgum endurtekningum og færi mig svo yfir í meiri þyngd í færri skipti þegar nær dregur móti. Það má í raun segja að ég hafi verið staddur í löngum millikafla síðustu vikurnar,“ segir Júlían. „Næsta verkefni hjá mér er Íslandsmeistaramótshelgi sem fram fer í september næstkomandi og þar á eftir er svo heimsmeistaramótið á dagskrá í nóvember. Það er góð tilfinning að vera kominn með fast land undir fætur og geta skipulagt æfingar miðað við það að hámarka árangurinn í haust,“ segir þessi metnaðarfulli kraftlyftingamaður. „Ég mun breyta uppkeyrslunni á næstu vikum yfir í hefðbundið æfingaform fyrir mót. Það var gott að sjá hvar ég stend um síðustu helgi og gaman að sjá í hversu góðu formi ég er líkamlega eftir erfiða mánuði andlega. Með betri uppkeyrslu í æfingum hjá mér tel ég góðar líkur á að ég gæti bætt mig enn frekar næsta haust. Mér finnst ég eiga nóg inni og stefni á að bæta heimsmetið aftur í komandi mótum,“ segir þessi öf l­ ugi íþróttamaður um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Rúm fyrir bætingu á metinu Það var langþráð stund hjá kraftlyftingamanninum Júlían J.K. Jóhannssyni þegar hann keppti á fyrsta móti ársins um síðustu helgi. Pásan hefur ekki haft slæm áhrif á Júlían sem bætti heimsmet á mótinu. Júlían J.K. Jóhannsson minnti rækilega á sig á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu en hann lyfti þar 409 kílóum og bætti heimsmetið í greininni. MYND/AÐSEND E N S K I B O LTI N N For ráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knatt­ spyrnu karla hafa boðið enska knattspyrnusambandinu  styrk, sem jafngildir um 170 milljónum íslenskra króna, sem á að renna í rekstur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna. Peningana á að nota til þess að skima leikmenn deildarinnar fyrir COVID­19, áður en næsta keppnis­ tímabil hefst, en síðustu leiktíð var hætt í kvennadeildinni vegna kór­ ónaveirufaraldursins. Voru María Þórisdóttir og samherjar hennar hjá Chelsea krýndar enskir meistarar. Það er enska knattspyrnusam­ bandið sem rekur kvennadeildina eins og sakir standa, en forsvars­ menn karladeildarinnar hafa áhuga á að taka yfir þann rekstur í fram­ tíðinni. – hó Styrkja skimun á leikmönnum í kvenndeildinni FÓTBOLTI Afríkukeppninni í knatt­ spyrnu karla,  sem átti að halda  í Kamerún í janúar á næsta ári, hefur verið frestað til ársins 2022 vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kom fram fram í tilkynn­ ingu sem  knattspyrnusamband Afríku sendi frá sér í gær. Þar kom enn fremur fram að Afríkukeppni kvenna hafi verið aflýst. „Heilsan verður ávallt sett í fyrsta sæti við ákvarðanir okkar um móta­ hald,“ segir Ahmad Ahmad, forseti knattspyrnusambands Afríku, um ákvörðunina. Keppnin karlamegin mun fara fram í janúar árið 2022, en í nóvem­ ber og desember seinna á því ári, verður heimsmeistaramót haldið í Katar. Lið í Evrópu munu því halda afr­ ísku leikmönnunum í sínum her­ búðum í janúar á næsta ári, en  Mohamed Salah, Sadio Mané, Joël Matip og Naby Keita, geta til að mynda leikið með Liverpool í janúar á næsta ári. – hó  Ákveðið að fresta mótinu til ársins 2022 María Þórisdóttir varð síðastliðið vor enskur meistari með Chelsea. Sadio Mané og Mohamed Salah geta spilað með Liverpool í janúar. SUND Sundkonan Eygló Ósk Gúst­ afsdóttir tilkynnti í tilfinninga­ þrunginni færslu á facebook­síðu sinni í dag, að hún væri hætt keppni. Eygló Ósk var valin íþróttamaður ársins árið 2015 en hún keppti á tvennum Ólympíuleikum á glæst­ um ferli sínum. Eygló Ósk, sem er aðeins 25 ára gömul, hefur glímt við meiðsli í baki undanfarin ár. Árið 2015 varð hún fyrsta íslenska sundkonan til þess að vinna til verðlauna á stórmóti þegar hún hreppti tvenn brons­ verðlaun á Evrópumótinu í 25 metra laug. Þá keppti hún sama ár til úrslita á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Eygló Ósk keppti svo á Ólymp­ íuleikum í Ríó árið 2016 og í London árið 2012. Á Ólympíuleikunum í Ríó synti hún til úrslita í 200 metra bak­ sundi. Hún á fjölda Íslandsmeta og nokkur Norðurlandamet. „Tilfinningarnar hellast yfir mig, þegar ég hugsa til þess að ég muni ekki fara aftur á HM eða Ólympíu­ leika. Ég er á sama tíma mjög ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ segir Eygló Ósk meðal annars í facebook­ færslunni þar sem hún fer yfir þessa stóru ákvörðun sína. – hó Eygló Ósk setur sundhettuna á hilluna 25 ára gömul Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur ákveðið að láta gott heita. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.