Fréttablaðið - 01.07.2020, Side 24
Allar líkur eru á því að kísilmálmverk-smiðjan á Bak ka mu n i s t a r f a t i l langrar framtíðar, enda eru langtíma-
horfur eftirspurnar málmsins
óbreyttar, þrátt fyrir yfirstandandi
erfiðleika. Ábyrgðir eru fyrir hendi
vegna orkukaupasamnings PCC og
Landsvirkjunar, sem tryggja hluta
af tekjuf læði Landsvirkjunar þrátt
fyrir rekstrarerfiðleika PCC, segir
Hörður Arnarson forstjóri Lands-
virkjunar.
Tilkynnt var í síðustu viku að
PCC myndi drepa á kísilmálm-
verksmiðju sinni á Bakka. Stórum
hluta starfsmanna var í kjölfarið
sagt upp. Ekki er ljóst hvort eða
hvenær verksmiðjan verður aftur
gangsett, en forsvarsmenn fyrir-
tækisins hafa sagt að markaðsað-
stæður muni ráða því.
„Það er mikill munur á þessari
verksmiðju og þeirri í Helguvík.
Hún er tæknilega fullkomnari og
mikill vilji meðal heimamanna til
að halda henni í rekstri. Þessi verk-
smiðja verður enn á sínum stað og
mun að mínu mati starfa áfram í
framtíðinni,“ segir Hörður.
Talsverður samdráttur
eftirspurnar
Ásamt rekstrarerfiðleikum PCC er
fjöldi annarra þátta sem verka með
neikvæðum hætti á rekstur Lands-
virkjunar um þessar mundir. Hrun
orkuverðs á Nord Pool-raforku-
markaðnum í Evrópu, minni eftir-
spurn innan íslenska kerfisins og
tímabundnir afslættir á orkuverði
Landsvirkjunar, munu allir verka
til töluverðrar tekjulækkunar
fyrirtækisins á þessu ári.
„Þegar eftirspurn dregst saman
nýtum við tímann til að ráðast í
viðhald. Við drögum þá úr af köst-
um kostnaðarsömustu eininganna,
sem eru jarðvarmavirkjanir. Svo fer
orka til spillis ef miðlunarlón verða
yfirfull og við þurfum að láta renna
framhjá virkjunum,“ segir Hörður.
Í uppgjöri Landsvirkjunar fyrir
fyrsta fjórðung ársins kom fram að
12 milljörðum króna yrði varið á
næstu þremur árum til ýmis konar
viðhaldsverkefna.
Að sögn Harðar áætlar Lands-
virkjun að samdráttur eftirspurnar
raforku muni nema að minnsta
kosti einni teravattstund á þessu
ári, eða á bilinu 6-8% frá síðasta ári.
„Tekjusamdráttur Landsvirkj-
unar á fyrsta fjórðungi nam um
10% milli ára, en við sögðum þá að
annar fjórðungur yrði verri,“ segir
hann.
Í uppgjöri fyrsta fjórðungs þessa
árs kom fram að raforkusala Lands-
virkjunar hefði dregist saman um
3.4 prósent samanborðið við sama
tímabil í fyrra. Í skýringum með
ársreikningi stendur að óvissa sé
uppi um áhrif COVID-19 á rekstur
fyrirtækisins en þó sé rekstur fyrir-
tækisins talinn traustur.
Þrátt fyrir að tekjusamdráttur
Landsvirkjunar geti orðið tölu-
verður á þessu ári er einnig vert
að hafa í huga að árið 2019 var hið
besta í sögu fyrirtækisins.
Hefur áhrif á arðgreiðslu
„Mörg orkufyrirtæki í Evrópu eru
að horfa upp á fjórðungstekjusam-
drátt eða meira á öðrum fjórðungi,
en þetta mun allt koma í ljós í upp-
gjöri annars fjórðungs.
Almennt standa þau fyrirtæki
sterkt sem missa fjórðung tekna
sinna en skila samt hagnaði. Ég
reikna ekki með öðru en að Lands-
virkjun skili hagnaði á þessu ári
þrátt fyrir allt saman, enda hafa
skuldir verið lækkaðar um 150
milljarða króna á síðustu 10 árum,“
Tekjufall gæti orðið töluvert á árinu
Samdráttur í eftirspurn raforku á árinu og lægra raforkuverð á meginlandinu mun hafa töluverð áhrif á afkomu Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson forstjóri segir að brugðist verði við með því að draga úr raforkuframleiðslu. Engar áhættuvarnir eru fyrir hendi á
bókum Landsvirkjunar vegna verðbreytinga á Nord Pool. Horfur fyrir kísilmálm slæmar að sögn matsfyrirtækis.
Landsvirkjun mun finna fyrir verri afkomu viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dregið verður úr rafmagnsframleiðslu til að bregðast við minnkandi eftirspurn stórnotenda. Orka fer forgörðum ef opnað er á yfirföll. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Verðhrun á Nord Pool-markaðnum
Milt veður og mikil vætutíð í
vetur í Skandinavíu hafði þau
áhrif að miðlunarlón, einkum
í Noregi, voru barmafull í vor.
Afleiðingin var sú að verð á
Nord Pool-raforkumarkaðnum
hrundi, eftir því sem vormán-
uðir nálguðust. Meðalverð
ársins 2018 var um 44 evrur á
megavattstund og meðalverð
2019 var 39 evrur á megavatt-
stund. Í desember síðastliðnum
mældist meðalverð 37 evrur.
Í janúar stóð meðalverðið í 24
evrum og hefur svo lækkað
statt og stöðugt síðan þá, fyrir
utan skammvinnan bata í maí.
Til að bæta gráu ofan á svart
verða kjarnorkuver í Svíþjóð
endurræst í júlí, sem mun bæta
allnokkru magni af uppsettu afli
á norræna raforkumarkaðinn.
Fitch Ratings: Horfur slæmar fyrir kísilmálm
Tveimur dögum áður en PCC
tilkynnti um að slökkt yrði á
verksmiðjunni að Bakka, sendi
matsfyrirtækið Fitch Ratings frá
sér uppfært lánshæfismat fyrir
Ferroglobe PLC.
Ferro globe er stærsti framleið-
andi kísilmálms á Vesturlöndum.
Í umfjöllun Fitch kemur fram að
verð á kísilmálmblöndum hafi
lækkað um 15-20% á árinu 2019.
Verð er einnig talið munu lækka
á þessu ári og að viðsnúningur
verði í fyrsta lagi á næsta ári og
að batinn verði „hægur og við-
kvæmur.“
Fitch reiknar með að eftir-
spurn muni dragast saman á
þessu ári, bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu, einkum vegna þess
að eftirspurn bílaframleiðenda
verði lengi að taka við sér.
segir hann og bætir við: „Þetta
hefur áhrif á arðgreiðslu til ríkis-
sjóðs á þessu ári.“
Forsendubrestur
Mikil lækkun á Nord Pool-raf-
orkumarkaðnum í Evrópu kemur
illa við Landsvirkjun, en nýjasti
raforkusamningur fyrirtækisins
við Norðurál sem tók gildi í nóv-
ember síðastliðnum, tekur mið að
því verði. Meðalverð í nóvember
síðastliðnum var um 42 evrur, en
meðaltal í júní á þessu ári var ríf-
lega 3 evrur. Landsvirkjun hefur
ekki keypt neinar áhættuvarnir
gegn sveiflum á Nord Pool-verðinu,
sem hefur lækkað um meira en 90%
síðastliðið hálft ár.
„Norðurál kaupir um það bil 1,6
teravattstund af okkur á hverju
ári og eru því kaupandi um 11
prósenta af okkar framleiðslu, þó
þeir hafi aldrei náð sama hlutfalli í
okkar tekjum. En það hefur komið
mjög á óvart hvernig Nord Pool
hefur þróast.
Þarna er ákveðinn forsendu-
brestur sem hefur átt sér stað, sem
tengist inngripum stjórnvalda
með að loka mörkuðunum,“ segir
Hörður.
Auk fullra miðlunarlóna, eink-
um í Svíþjóð og Noregi, hefur
mikill samdráttur eftirspurnar
rafmagns í Evrópu þrýst rafmagns-
verði niður á við.
Samningaviðræðum hætt
Norðurál og Landsvirkjun áttu í
samræðum um að breyta raforku-
samningnum sem tók gildi síðasta
haust, að frumkvæði Norðuráls. En
eftir því sem leið á haustið og Nord
Pool-verðið seig niður á við, þvarr
áhugi Norðuráls á því að breyta
samningnum, að sögn Harðar.
„Ástæða þess að við vörðum ekki
samningana fyrir yfirstandandi ár,
er að það lá í loftinu að við mynd-
um endursemja við Norðurál, en
sú varð svo ekki raunin,“ segir for-
stjóri Landsvirkjunar.
Núgildandi samningur Lands-
virkjunar og Norðuráls gildir til
loka ársins 2023, en framlengingin
sem tók gildi í nóvember var und-
irrituð á árinu 2016. Landsvirkjun
uppfyllir um það bil þriðjung af
raforkuþörf álversins á Grundar-
tanga.
Fyrri samningur Landsvirkj-
unar og Norðuráls var tengdur við
álverð, en það hefur verið stefna
Landsvirkjunar á undanförnum
árum að aftengja raforkusamninga
álverði og miða frekar við raforku-
verð í Evrópu.
thg@frettabladid.is
Tekjusamdráttur
Landsvirkjunar á
fyrsta fjórðungi nam um
10% milli ára, en við sögðum
þá að annar fjórðungur yrði
verri.
Hörður Arnarson, forstjóri
1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN