Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 01.07.2020, Qupperneq 42
Við viljum opna augu fólks fyrir því fjölbreytta lífi sem leynist í nærumhverfi okkar. Þetta byggir svolítið á þeirri hugmyndafræði að allir geti verið vísindamenn,“ segir Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðs-ins, sem stendur ásamt Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og Reykja- víkurborg að viðburðinum Lífveruleit í Laugardalnum í júlímánuði. Hjörtur segir leitina miða við þá fjöl- breyttu íbúa Laugardalsins sem séu ekki með lögheimili í Húsdýragarðinum, en þar má einnig finna þrestina í trjánum, ánamaðkana í moldinni, hunangsflug- urnar sem suða í blómabeðunum og fíf lana sem vaxa upp úr stéttinni, og svo framvegis. „Það er meira verið að skoða mosann, illgresið, fuglana og skordýrin og í raun og veru alla þá náttúru sem er að finna í borgarumhverfinu,“ segir hann. „Við viljum opna augu fólks fyrir því fjöl- breytta lífi sem leynist í nærumhverfi okkar.“ Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annaðhvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins eða í anddyri garðskálans í Grasa- garðinum. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkr- um áhugaverðum spurningum. Verk- efnin henta fólki á öllum aldri. arnartomas@frettabladid.is Lífið iðar í Laugardalnum Í júlímánuði býðst gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins þar sem heill heimur opnast ef grannt er skoðað. Merkisatburðir 1346 Karl 4. af Lúxemborg verður keisari Heilaga róm- verska keisaraveldisins. 1490 Píningsdómur er samþykktur á Alþingi. 1881 Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í Alþingishúsinu við Austurvöll. 1886 Landsbanki Íslands, fyrsti banki á Íslandi, hefur starfsemi við Bakarastíg í Reykjavík og er í byrjun opinn tvo daga í viku. Fljótlega fékk gatan nafnið Bankastræti. 1919 Stofnendur Morgunblaðsins selja það nýstofn- uðum félagsskap sem kallast Fjelag í Reykjavík. 1922 Fyrsta útvarpsauglýsingin er send út í Bandaríkj- unum. 1928 Líflátshegning er afnumin á Íslandi og hafði ekki verið beitt í næstum öld. 1931 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kemur til Reykja- víkur með póst og tekur hér fyrsta flugpóst til útlanda. 2000 Kristnihátíðin er sett á Þingvöllum. 2000 Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar er opnuð. Hvert skyldi þessi vera að fara? Það búa ekki öll dýr Laugardalsins í Húsdýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Er ekki orðið langt síðan þú heimsóttir járnsmiðina? Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Jón Karl Úlfarsson útvegsbóndi, frá Eyri í Fáskrúðsfirði, sem lést miðvikudaginn 24. júní á Dvalarheimilinu Fossahlíð Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Kolfreyjustaðarkirkjugarði. Fjölskyldan Elsku faðir minn, sonur, bróðir og frændi, Jón Skúli Traustason lést miðvikudaginn 24. júní síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingvar Breki Skúlason Ragnheiður Helga Jónsdóttir Helga, Ingi Hrafn, Ragna Bergmann, Lóa og Rögnvaldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Gunnar Magnússon fyrrverandi varðstjóri slökkviliðs Hafnarfjarðar, andaðist á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 13. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey þann 26. júní. Oddný Jóna Bárðardóttir Málfríður Gísladóttir Gunnlaugur Hjartarson Bárður Ágúst Gíslason Guðlaug Gísladóttir Árni Sch. Thorsteinsson Jónína Gísladóttir Þórarinn Jóhann Kristjánsson Þórey Erla Gísladóttir Þórður Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma mín, tengdamamma, amma, langamma og sálufélagi, Lára Ragnhildur Bjarnadóttir (Lóló) Fellsási 1, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13. Streymi (bein útsending) verður á slóðinni www.sonik.is/lolo og FM-útsending við kirkjuna á tíðni 106,1. Sigurður Jón Grímsson Rósa Sveinsdóttir Sólveig Lára Sigurðardóttir Friðrik Arnar Helgason Grímur Snæland Sigurðsson Elínborg Rós Sigurðardóttir Benjamín Thor og Karlotta Rós Friðriksbörn Sigurður Hreiðar Hreiðarsson 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.