Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 ú t s a l a 27.07 – 16.08 sjáðu öll tilboðin á elko.is VIÐSKIPTI „Það er alveg skýr afstaða af okkar hálfu að greiðslur fyrir þjónustu sem hefur verið veitt skulu vera inntar af hendi af hálfu þessara fyrirtækja – algjörlega skilyrðis- laust,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Borgun tilkynnti á föstudag þeim fyrirtækjum sem skipta við korta- fyrirtækið um skilmálabreytingar sem falla í afar grýtta jörð. Í bréfi til viðskiptavina segir Borgun að tekin verði upp svokölluð veltutrygging frá 1. október. „Með veltutryggingu er átt við að Borgun heldur eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Veltutryggingu er hald- ið eftir í sex mánuði,“ segir í bréfi Borgunar. Þá fá allir gert upp aðeins mánaðarlega en ekki örar. „Ofan- greindar breytingar eru gerðar til varnar aukinni endurkröfuáhættu." Jóhannes segir útspil Borgunar nú í rauninni það nýjasta í langri röð vandamála sem tengist skil- málum kortafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu og við höfum komið því á mjög skilmerkilegan máta til þessara þriggja stóru korta- þjónusta,“ segir Jóhannes og á þar við Valitor og Korta auk Borgunar. Jóhannes segir kortafyrirtækin eðlilega vera að reyna að tryggja sig gagnvart því sem þau upplifa sem aukna áhættu í þessum viðskiptum. Það komi hins vegar ekki til greina að kortafyrirtæki haldi eftir tíu pró- sentum af greiðslum jafnvel þótt þjónustan hafi verið veitt. „Kortafyrirtækin eiga að skila á réttum tíma öllum greiðslum fyrir þjónustu sem hefur verið veitt. Við teljum að þau hafi ekki í neinum tilfellum rétt til þess að halda slíku eftir,“ segir Jóhannes, sem kveðst hafa skilning á því að kortaþjón- ustufyrirtækin meti áhættu. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt.“  – gar Borgun heldur eftir greiðslum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að Borgun hafi engan rétt til að halda eftir hluta af greiðslum jafnvel eftir að þjónusta hafi verið veitt líkt og kortafyrirtækið boðar að taki gildi 1. október. Það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar DÓMSMÁL Alvar Óskarsson, sem sakfelldur var ásamt tveimur öðrum fyrir stórfellt fíkniefnabrot í Landsrétti, óskar eftir að Hæsti- réttur veiti honum áfrýjunarleyfi. Með beiðninni ætlar Alvar Hæstarétti að kveða upp fordæm- isgefandi dóm vegna ákvörðunar refsinga fyrir fíkniefnaframleiðslu og hvað sé framleiðsla. Alvar hlaut sex ára fangelsi í Landsrétti. Í dómi Landsréttar segir að ein tegund brots gegn ákvæðinu sé alvarlegri en önnur. Í hegningar- lagaákvæðinu sjálfu er ekki gerð- ur greinarmunur á framleiðslu fíkniefna eða sölu og dreifingu og hvort einn þáttur eigi að vega þar þyngra en annar. – aá / sjá síðu 6  Telur þörf á nýju fordæmi Í hegningarlagaákvæð- inu er ekki gerður greinar- munur á framleiðslu fíkni- efna og sölu og dreifingu. Það var fátt sem raskaði ró þessara golfara sem stunduðu íþrótt sína á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær, á frídegi verslunarmanna, enda tilvalið að nýta daginn til að vinna í forgjöfinni. Sveif lan virðist ósvikin og boltinn hefur sjálfsagt svifið langt í áttina að holunni. Hvaleyrarvöllur golf klúbbsins Keilis er af mörgum talinn meðal bestu golfvalla landsins með holunum sínum átján. Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir vætu, einkum á landinu sunnan- og vestanverðu síðdegis. Spáin gerir ráð fyrir að hitinn verði á bilinu átta til þrettán stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.