Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 04.08.2020, Qupperneq 2
Veður Hæg breytileg átt og skýjað. Aust- lægari áttir seint og fer að rigna um landið vestanvert um kvöldið. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig. SJÁ SÍÐU 16 Rennt í bæinn Genesis® II E-415 GBS Verð: 208.500 kr. SAMFÉLAG „Þetta er efni sem ég kynnti mér þegar ég var ungur maður. Eftir að hafa leitað til allra helstu útgefenda á Íslandi 1980 og fengið höfnun ákvað ég bara að láta þetta bíða,“ segir Erlingur Hansson um 40 ára gamla þýðingu sína á bókinni Byltingin svikin eftir Leon Trotsky sem kom loksins út á vor- dögum. Erlingur segir að hann hafi öðru hverju reynt að fá bókina útgefna á þessum 40 árum. „Það sögðu alltaf allir útgefendurnir að þetta væri vel gert hjá mér en þeir vildu samt ekki gefa bókina út. Það voru náttúru- lega Stalínistar sem stjórnuðu Máli og menningu 1980.“ Þýðingin fór í gegnum ákveðna endurskoðun og las vinur Erlings, sagnfræðingurinn Guðmundur Jón Guðmundsson, meðal annars yfir handritið. „Svo fékk ég bara loksins mann til að gefa þetta út. Steingrímur Steinþórsson sem á Skruddu féllst á að gefa bókina út. Það er ekkert f lóknara en það,“ segir Erlingur aðspurður hvers vegna bókin hafi loksins komið út nú. Hann viðurkennir að það hafi verið afar góð tilfinning að fá bók- ina loksins í hendurnar eftir öll þessi ár. Erlingur segir að Byltingin svikin sé án efa eitt af merkustu ritum Trotsky. „Stalín rak Trotsky úr landi 1929 og hann var raunar alltaf á f lótta eftir það. Trotsky kom til Noregs í árslok 1935 og fékk þar næði í nokkra mánuði eða þangað til norsk stjórnvöld þorðu ekki að hafa hann lengur. Þá voru kratarnir í stjórn en þeir voru mjög róttækir.“ Trotsky settist niður í Noregi sumarið 1936 til að skrifa formála að endurútgáfu á bók sem hann samdi um byltingarnar 1917 sem hafði selst mjög vel. „Það endaði hins vegar á því að verða þessi bók sem er nú loksins komin út á íslensku. Þetta er mjög málefnaleg greining á ástandinu eins og það var í Sovétríkjunum á þessum tíma en við vitum auð- vitað núna að Stalín átti eftir að drepa margar milljónir í viðbót eftir þetta.“ Erlingur segir að Trotsky fari í bókinni yfir mögulega framtíðar- þróun Sovétríkjanna. „Helst vildi hann að gerð yrði pólitísk bylting og aftur komið á lýðræði. Ef það yrði ekki gert myndi það enda á því að gerð yrði félags- leg gagnbylting og komið á kapít- alisma. Það rættist en ekki fyrr en 1990.“ Erlingur sem er nýlega kominn á eftirlaun kenndi lengi félagsfræði og sögu við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. En á þessi bók erindi í dag, 80 árum eftir að útsendari Stalíns myrti Trotsky í Mexíkóborg? „Mér finnst þessi bók tvímæla- laust eiga erindi í dag og það var þarft verk að koma henni út og það tókst loksins í vor.“ sighvatur@frettabladid.is Þurfti að bíða í fjóra áratugi eftir útgáfunni Erlingur Hansson þýddi bókina Byltingin svikin eftir Leon Trotsky árið 1980. Hann fékk bókina loks útgefna á vordögum og viðurkennir að það hafi verið góð tilfinning að fá hana loksins í hendurnar og segir hana enn eiga erindi. Erlingur Hansson með bókina sem hann þýddi fyrir 40 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svo fékk ég bara loksins mann til að gefa þetta út. Það er ekkert flóknara en það. Erlingur Hansson VESTMANNAEYJAR „Þetta var bara mjög sérstakt allt saman. Það voru bara rólegheit og náttúrlega ekki gerður nokkur skapaður hlutur,“ segir Hörður Orri Grettisson, for- maður þjóðhátíðarnefndar í Vest- mannaeyjum um nýliðna versl- unarmannahelgi. „Menn gerðu gott úr þessu og voru  með vinum og fjölskyldu í heimahúsum. Og svo var horft á Ingó í sjónvarpi Símans. Það var smá sárabót að fá okkar mann á skjáinn,“ segir Hörður Orri. Ekki sé annað í stöðunni en að hefja undirbúning fyrir þjóðhátíðina að ári. „Vonandi fáum við að halda hana þá.“ – gar Horfðu á Ingó í sjónvarpinu Hörður Orri Grettisson, formaður þjóð- hátíðarnefndar í Eyjum. Óvenju lítil umferð var um landið um verslunarmannahelgina enda óvenjulegir tímar. Síðdegis í gær var straumurinn um Suðurlandsveg í átt til Reykjavíkur tekinn að þyngjast er fólk sneri við úr ferðalögum sínum. Klukkan átta í gærkvöldi höfðu tæplega 11.300 bílar átt leið um vegar- kaf lann milli Litlu-Kaffistofunnar og Þrengsla-af leggjara frá því á miðnætti í fyrrinótt samkvæmt mælum Vegagerðinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMFERÐ „Það verður að segjast eins og er að ég er furðu lostin,“ segir Ásta María Sigurðardóttir í bréfi til byggðaráðs Rangárþings eystra þar sem hún gagnrýnir lausagöngu búfénaðar. Ásta býr rúma 500 metra frá þjóð- vegi 1. Hún kveðst í bréfinu undrast hversu mikið af sauðfé gangi laust við þjóðveginn. „Í sumum tilfellum er hægt að tala við bændur, og kindurnar eru sóttar, en þær koma alltaf aftur. Ár eftir ár, sömu skepnurnar. Við erum farin að þekkja þær. Aðra bændur er ekki hægt að tala við, og þeir vísa alltaf ábyrgðinni á eitthvað annað en sjálfa sig,“ skrifar Ásta. Að sögn Ástu eru kindurnar spak- ar og vanar flauti og hamagangi og gangi yfir veginn þegar þeim sýnist og lömbin á eftir þeim. „Ég er bara hreinskilnislega mjög stressuð yfir því að það verði þarna stórslys einhvern daginn,“ skrifar Ásta og spyr hvers vegna lausaganga búfjár sé ekki bönnuð í Rangárþingi eystra. Ásta segir að ástandið sé líka mjög slæmt undir Eyjafjöllum. „Það er ekki hægt að verða þekkt sveitar- félag fyrir það að það sé sérstaklega hættulegt að aka hér um því maður geti ekið á kindur, hesta, kálfa eða hvað sem er, vegna þess að það má bara vera út um allan veg.“ Byggðaráð Hvolsvallar þakk- aði Ástu fyrir erindið og tók undir mikilvægi þess að tryggja öryggi á vegum  og vísaði málinu til umfjöll- unar í landbúnaðarnefnd og sam- göngu- og umferðarnefnd. – bb Spakar kindur skapa hættu Fé á vegum úti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.