Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 4
BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.458.000 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 HÆLISLEITENDUR Úkraínski blaða- maðurinn Ihor Stakh, sem sækist eftir dvalarleyfi á Íslandi vegna ofsókna sem hann sætir í heima- landi sínu, hefur verið boðaður í viðtal hjá kærunefnd útlendinga- mála um miðjan ágúst. Ihor var synjað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun í mars síðast- liðnum en hann kærði ákvörðunina til kærunefndarinnar. „Ég tel ákvörðun Útlendinga- stofnunar einfaldlega vera ranga og ég vona að kærunefndin leiðrétti þetta,“ segir Arndís A. K. Gunnars- dóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Arndís tók nýverið við máli Ihor en fyrrum talsmaður hans hjá Rauða krossinum sendi kærunefnd- inni greinargerð vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar í lok mars. Síðan hafa viðbótargögn verið send nefndinni en Ihor segist enn verða fyrir hótunum á samfélagsmiðlum. „Þegar mál eru í efnismeðferð snýst þetta svo mikið um trú- verðugleika. Hvernig manneskjan kemur fyrir og hvort þú trúir henni og hennar sögu. Það er okkar reynsla að fólk sé boðað í viðtal hjá kærunefndinni þegar ákvörðun Útlendingastofnunar veltur á trú- verðugleika,“ segir Arndís. Fréttablaðið fjallaði um mál Ihor í mars síðastliðnum en hann kom til landsins í september á síðasta ári. Hann hefur í starfi sínu sem blaðamaður fjallað um spillingu meðal úkraínskra stjórnmála- og viðskiptamanna. Í greinargerðinni til kærunefnd- arinnar er gerð alvarleg athugasemd við að Útlendingastofnun hafi ekki fjallað í úrskurði sínum um slæmar aðstæður blaðamanna í Úkraínu og sértækar aðstæður Ihor. „Úkraína er almennt talin nægi- lega örugg til að fólk geti notið verndar stjórnvalda sinna. Hins vegar höfum við opinberar heim- ildir fyrir slæmri stöðu blaðamanna þar og ofsóknum gegn þeim. Oft höfum við engar sannanir en í þessu máli höfum við mikið af sönn- unum,“ segir Arndís. Kröfur Ihor og talsmanns hans eru þær að ákvörðun Útlendinga- stofnunar verði felld úr gildi og að honum verði veitt staða f lótta- manns. Til vara er þess krafist að honum verði veitt viðbótarvernd og til þrautavara að honum verði veitt dvalarleyfi af mannúðarsjónar- miðum. Nýlega fannst úkraínskur þing- maður látinn á skrifstofu sinni. Ihor sem starfaði með þingmanninum er sannfærður um að um morð hafi verið að ræða þótt lögreglan rann- saki málið sem sjálfsmorð. „Mér var hótað vegna starfa minna fyrir hann. Stjórnmálamenn og blaðamenn eru myrtir í Úkraínu og málin eru ekki einu sinni rann- sökuð. Hvað ætti að stoppa þá í að drepa mig ef ég þyrfti að fara aftur til Úkraínu?“ spyr Ihor. Ihor lætur vel af dvöl sinni á Íslandi en hann hefur stundað íslenskunám undanfarna mánuði. Frítíma sínum ver hann að miklu leyti til útivistar og ýmiss konar líkamsræktar. Hefur hann meðal annars stundað sjósund og dreymir um að synda Viðeyjarsund. „Ég reyni bara að hafa nóg fyrir stafni svo ég geti dreift huganum frá því að hugsa um framtíð mína,“ segir Ihor. sighvatur@frettabladid.is Vonar að kærunefndin snúi ákvörðuninni um synjun við Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segist vona að kærunefnd útlendinga- mála felli úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja úkraínska blaðamanninum Ihor Stakh um dvalarleyfi á Íslandi. Ekki hafi verið tekið tillit til aðstæðna blaðamanna í Úkraínu við ákvörðunina. Ihor Stakh hefur verið á Íslandi frá því í september í fyrra og stundar nám í íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Stjórnmálamenn og blaðamenn eru myrtir í Úkraínu og málin eru ekki einu sinni rann- sökuð. Hvað ætti að stoppa þá í að drepa mig ef ég þyrfti að fara aftur til Úkraínu? Ihor Stakh blaðamaður COVID-19 „Þetta lítur ekkert vel út og kannski verr en ég átti von á,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líf- tölfræði við Háskóla Íslands í sam- tali við Fréttablaðið en hann var hluti af hópi vísindamanna sem útbjó spálíkan fyrir heilbrigðisyfir- völd í vor. Hann segir þróunina undan- farna daga minna á upphaf far- aldurs. Hann áréttar að enn sé of snemmt að segja til um hvort að önnur bylgja faraldursins sé hafin hér á landi. Til þess þurfi frekari gögn og ætti myndin að skýrast á næstu sjö til fjórtán dögum. Nú sé þó mjög mikilvægt að vakta stöð- una vel. „Maður er farinn að hafa áhyggj- ur af því hvort þetta sé að fara að breiðast út,“ segir hann. Að sögn Thors er það líkt núna og með þróuninni í mars að einnig sé verið að glíma við hópsmit. „Núna er kannski ólíkt, eins og Kári [Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar] hefur verið að hamra svolítið á, að það er fullt af smitum sem eru ótengd.“ Slíkt veki upp spurningar um hvort veiran sé útbreiddari en við gerum okkur grein fyrir. „Þá hljóta að vera einhverjar manneskjur þarna á milli sem eru veikar og við vitum ekki um þær.“  – eþá Segir þróun smits undanfarna daga minna á upphaf faraldurs Thor Aspelund prófessor. SPÁNN Juan Carlos, hinn 82 ára fyrr- verandi konungur Spánar, hyggst f lytja frá Spáni. Hann gerir það til að auðvelda Felipe konungi, syni sínum, að rækja skyldur sínar sem konungur. The Guardian segir frá. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað varðandi fjármál konungsins fyrrverandi og hefur hæstiréttur Spánar nýlega fyrirskipað rann- sókn á tengslum Juans við samning spænsks fyrirtækjahóps um smíði lestarbrautar í Sádi-Arabíu. Síðdegis í gær birti spænska kon- ungshöllin bréf frá Juan til konungs þar sem hann tilkynnti um flutning sinn frá landinu. Ekki kom fram hvert Juan hygðist f lytja né hvenær. Fram kom í bréfinu að hann tæki þessa ákvörðun nærri sér eftir nærri fjörutíu ára setu á konungsstóli, en Felipe tók við af föður sínum fyrir sex árum. Var það í kjölfar ferðar sem Juan hélt í til Botswana til að veiða fíla, þegar hans hefði verið þörf í heimalandinu sem var illa leikið eftir fjármálakreppuna. Þá hafa saksóknarar í Sviss rann- sakað svissneska bankareikninga Juans. Því er haldið fram að kon- ungurinn hafi þegið 100 milljóna dollara framlag frá konungi Saudi- Arabíu sem runnið hafi inn á afla- ndseyjareikning hans árið 2008. – jþ Juan Carlos flýr Spán í kjölfar hneykslismála Juan Carlos var konungur Spánar um nærri fjögurra áratuga skeið, en lét af völdum fyrir fjórum árum. Ekki kom fram hvert Juan hygðist flytja né hvenær. 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.