Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 04.08.2020, Síða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við gleym- um svo oft sjálfsfórn brautryðj- andans sem fyrstur vekur máls á málefnum sem vekja reiði og viðbjóð. Kóvítið kemur í veg fyrir að við göngum öll saman ár. Við munum samt ganga áfram. Skref fyrir skref. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Planið var að verja fyrri hluta dags í að finna réttu fylgihlutina fyrir opnunarhátíð Hinsegin daga sem átti að fara fram í kvöld. Fara í hefð- bundið fyrirpartý með góðum vinum og njóta þess sérstaklega að opnunarhátíðina átti í ár að bera upp á afmælisdaginn minn. Fylkja svo liði niður á Lista- safn Reykjavíkur þar sem opnunin var fyrirhuguð með pompi og prakt. Verja kvöldinu með vinum og kunningjum úr hinsegin-samfélaginu og hlakka til vikunnar fram undan, stútfullrar dagskrár af fræðslu og skemmtun. Það eina sem stendur eftir er afmælisdagurinn. Hann tekur kóvítið ekki af mér. En að öllu gamni og svekkelsi slepptu, þá tekur kóvítið heldur ekki hinsegin-hátíðina af okkur. Hún verður vissulega öðruvísi að þessu sinni, látlausari og varkárari, en skilaboð Hinsegin daga eiga við sem aldrei fyrr. Gleðigangan hefur verið hápunktur Hinsegin daga á ári hverju. Ganga fjölbreytileika, sýnileika og baráttu þar sem við fögnum hverju skrefi sem gengið hefur verið í átt að bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi og minnum á þau skref sem enn á eftir að stíga. Hvert einasta skref geymir sögu fólks sem hefur verið óþreytandi við að berjast fyrir tilverurétti sínum og um leið tilverurétti annarra. Sem hefur barist fyrir frelsinu, hvað sem það hefur kostað. Hin- segin dagar í ár eru tileinkaðir þessu fólki. Gleðigangan hefur fyrir löngu fest sig í sessi í íslensku þjóðlífi. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem staðfestir betur stöðu okkar sem opið, frjálslynt og umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja Hinsegin dögum. Kóvítið kemur í veg fyrir að við göngum öll saman í ár. Við munum samt ganga áfram. Skref fyrir skref. Í sömu átt, hvert á sínum tíma og hvert á sínum hraða. Það skiptir máli að vera ekki ein. Það eru skilaboð Hinsegin daga. Í ár líkt og önnur ár fögnum við fjöl- breytileikanum og frelsinu. Stolt í hverju skrefi. Af hverju ættum við að vera eitthvað annað? Skref fyrir skref Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Við- reisnar Klóróformið Á Árbæjarsafni hefur verið komið upp sýningu í tilefni aldarafmælis Nóa Síríus. Þar er bláum Ópal gert hátt undir höfði, en hann hefur ekki verið framleiddur um langt árabil. Ástæða þess er að eitt innihalds efnanna kvað vera klóróform og var fram- leiðslunni sjálf hætt þegar bannað var með lögum að nota það í matvæli. Sagt var frá því í RÚV að nú stæði yfir söfnun undirskrifta almennings þar sem þrýst verði á stjórnvöld að heimila framleiðslu á einum skammti af bláum Ópal með klóróformi í tilefni afmælis framleiðandans. Líklega eru til þarfari málefni til að safna undirskriftum vegna. Fornmunir Það er hins vegar góð dægra- dvöl að ganga um Árbæjasafn. Þar er menningarsögu okkar haldið til haga og allir ættu að hafa gagn af því að skoða ótrúlega fjölbreytta muni sem þar eru til sýnis úr daglegu lífi liðinna daga. Við því er að búast að komandi kynslóðir geti áfram haldið að sækja safnið og fræðast um hvernig lífið gekk fyrir sig forðum. Búast má við að sprittbrúsar og andlitsgrímur verði áberandi í sýningum framtíðarinnar og settið úr upplýsingafundum Almannavarna eins og það leggur sig. Það er því miður landlægur íslenskur plagsið-ur að úthýsa afburðafólki. Það er þægilegra að hafa slíkt fólk utan sviðsins því þá eru þeir sem minna geta ekki sífellt minntir á, hvað þeir eiga langt í land. Á meðan valsa aðrir um listasviðið með óverðskuldaðar nafnbætur,“ sagði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir réttilega í minn- ingarorðum um vin sinn, Gísla Rúnar Jónsson listamann sem lést í síðustu viku. Við kunnum þeim svo oft litlar þakkir sem vinna landi sínu og þjóð mest gagn. Fyrir bráðum hálfri öld kom Hörður Torfason opin- berlega út úr skápnum í viðtali við tímaritið Samúel. Við tók þriggja ára undirbúningur að stofnun Samtakanna ´78, sem eiga án vafa heiðurinn af því að réttindi hinsegin fólks á Íslandi eru höfð að fyrirmynd um allan heim. En Hörður hafði ekki lokið starfi sínu. Þrjátíu árum eftir stofnun samtakanna leiddi hann stærstu fjölda- hreyfingu í sögu landsins, sem gekk skipulega til verks og steypti tugum manna í opinberum valdastöðum af stóli í kjölfar efnahagshrunsins. Það má segja að Hörður hafi helgað líf sitt starfi í þágu þjóðarinnar, þótt hann hafi aldrei haft slík störf að atvinnu. Hann fær engin listamannalaun heldur og hefur aldrei verið sæmdur fálkaorðu. Það eru þakkirnar fyrir ævistarf Harðar. Kannski er eðlilegt að þjóðir hati gersemar sínar meðan þær enn lifa og hætta er á nýjum uppátækjum hvern dag sem þær draga andann. Við hötum upp- ljóstrara, mótmælendur, listamenn og aðra boðbera óþægilegra sanninda. Allavega meðan þeir lifa og boð- skapur þeirra hefur ekki síast inn í meginstrauminn. Við hötuðum Hörð Torfason þegar það var ógeðslegt að vera hommi og vorum fljót að gleyma öllu sem hann fórnaði til að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir komu til að flytja boðskap sem þegar var orðinn samfélagslega samþykktur og Hörður fallinn á sverðið. Við gleymum svo oft sjálfsfórn brautryðjandans sem fyrstur vekur máls á málefnum sem vekja reiði og við- bjóð. Það er mun minni fyrirhöfn að vinna að málefnum eftir að brautin hefur verið rudd og samfélagið náð úr sér hrollinum. Heimsfaraldurinn hefur þó vonandi kennt okkur flestum að taka Kára Stefánsson í sátt, eða í versta falli viðurkenna örlæti hans og umbera hve óumræðilega óþægur, erfiður og uppátækjasamur hann er. Enginn getur lengur afneitað framlagi Kára til íslensku þjóðar- innar með góðri samvisku. Við erum auðvitað ekki ein um þetta hatur á hæfi- leikafólki. Yfirburðafólk um allan heim fær iðulega að kenna á afbrýðisemi og smásálarhætti samborgara sinna. Styttan af fjöllistamanninum og snillingnum Zlatan Ibrahimovich fær aldrei að standa óáreitt í Malmö og þótt Maradona-mark Lionels Messi sé kannski fegursta mark sögunnar er óumdeilanlegt að enginn í sögu knattspyrnunnar á fleiri glæsimörk en Ibra. Hann verður fertugur á næsta ári en leikur enn listir sínar á vellinum við andköf gæsahúðaðra áhorf- enda. Enginn raðar honum þó í efstu sæti bestu knatt- spyrnumanna sögunnar. Hann er of erfiður, of óþolandi og of góður. Íslenskir Íbrar 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.