Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 26
FYRIR
ÆVINTÝRIN
ARCTIC TRUCKS BREYTINGALAUSNIR
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík
540 4900 info@arctictrucks.is verslun.arctictrucks.is
Stutt er síðan Land Rover
Defender var kynntur og þótt
ekki sé búið að kynna styttri
gerðina ennþá er þegar verið að
hanna nýjar útgáfur Defender.
Það er ekkert leyndarmál að von
er á nýjustu kynslóð Defender
með V8-vél á næstunni. Það sást til
bílsins við prófanir á norðurslaufu
Nurburgring á dögunum og var
hann þar án dulargervis. Það fer
ekki á milli mála á myndunum að
um V8-bíl sé að ræða enda sést vel
í fjórfalt pústkerfið og skráningar-
gögn númeraplötu segja að um
4.999 rsm-vél sé að ræða í bílnum.
Það þýðir að verið er að prófa
bílinn með sömu fimm lítra vél
og er í Range Rover Sport SVR, en
hætt verður að framleiða þá vél
fyrir lok þessa árs. Mun Jagúar
Land Rover nota V8-vél frá BMW
sem arftaka hennar, en sú vél er 4,4
lítra og með tveimur forþjöppum.
Hvort JLR ætli sér að nota fimm
lítra vélina í einhverju magni til
að byrja með er óráðið, en ef svo
er mun hún eflaust vera undir 500
hestöflum, en hún er 567 hestöfl í
SVR-bílnum. Helsti keppinautur
þessa bíls er Mercedes-Benz AMG
G63, en hann er með fjögurra lítra
V8-vél með tveimur forþjöppum,
og skilar sá bíll 577 hestöflum, í
talsvert þyngri bíl en nýr Defender.
Búast má við að hið sterka bygg-
ingarlag nýs Defender henti öflugri
V8-vélinni, en líklegast sjáum við
hann ekki í því formi fyrr en seint
á næsta ári.
Land Rover prófar Defender V8 á Nurburgring
Honda framleiddi á árum áður
lítið mótorhjól sem mátti pakka
saman og setja aftur í Honda City
bílinn, og kallaðist það Honda
Motocompo. Núna hefur Honda
sótt um einkaleyfi fyrir rafhjóli
sem kallast Motocompacto og
minnir nafnið mjög svo á hjólið
gamla. Hvort um nýja útgáfu af
samanbrjótanlegu rafhjóli sé að
ræða á þó eftir að koma í ljós, sem
og hvort það verði í boði með ein-
hverjum bílum Honda. Honda e
væri líklegur kostur þar sem hann
er einnig rafdrifinn og útlitið af
gamla skólanum.
Honda Motocompacto
Honda e væri
líklegur kostur þar
sem hann er einnig
rafdrifinn og útlitið af
gamla skólanum.
Prófanir á bílnum án dulargervis benda til þess að stutt sé í frumsýningu hans þótt engin formleg tilkynning þess efnis hafi borist ennþá.
Gamla Motocompo-hjólinu mátti pakka saman og setja aftur í Honda-bílinn.
Honda Motocompo ásamt City smábílnum sem gat borið það í skottinu.
4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR