Fréttablaðið - 04.08.2020, Page 33

Fréttablaðið - 04.08.2020, Page 33
RAUÐI ÞRÁÐURINN Í FYRRI HLUTA BÓKAR- INNAR SEM HEITIR TAUGABOÐ Á HÁSPENNULÍNU ER TJÁNING OG AÐ KOMA MERKINGU TIL SKILA Á MILLI FÓLKS.Arndís Lóa Magnús-dóttir hlaut nýlega Nýræktarstyrk Mið-stöðvar íslensk ra bók mennt a f y r ir ljóðabókina Tauga- boð á háspennulínu, sem kemur út hjá Unu útgáfuhúsi í október. „Nýræktarstyrkurinn er mikil viðurkenning fyrir ungan, óþekkt- an og óútgefinn höfund og hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir Arndís. Spurð hvenær hún hafi fyrst byrj- að að skrifa skáldskap segir hún: „Ég hef alltaf lesið mjög mikið. Það kom fyrst. Bókum var haldið að mér. Ég er alin upp á heimili þar sem alltaf var verið að bæta við bókahillum. Það voru bækur í öllum herbergjum. Ég hef skrifað eitthvað frá því ég var barn en ekki sýnt það neinum fyrr en ég ákvað að senda ljóða- handrit í Nýræktarsjóðinn í vor. Ég tók BA-próf í frönsku og bók- menntafræði og var í skiptinámi í París og þá kviknaði áhugi á alls kyns jaðarskáldskap. Ég hef verið að vinna að þessari ljóðabók í vetur með námi í þýðingafræði og lauk við hana í fyrstu bylgju COVID.“ Hún segir eiga eitthvað af óbirtu efni, aðallega ljóð og smásögur. „Þannig að ég er upptekin af hinu smáa formi. Sem fæstum orðum.“ Að geta ekki gert sig skiljanlegan Spurð um ljóðabókina segir Arn- dís: „Rauði þráðurinn í fyrri hluta bókarinnar sem heitir Taugaboð á háspennulínu er tjáning og að koma merkingu til skila á milli Er upptekin af hinu smáa formi Arndís Lóa Magnúsdóttir hlaut Nýrækt- arstyrk fyrir ljóðabókina Taugaboð á háspennulínu. Fjallar þar um tjáningu. Vegahandbókin er búin að vera í fyrsta sæti á Metsölu-lista Eymundsson frá því í byrjun júní og situr þar enn sem fastast. Á hæla hennar er Sumar í París eftir Sarah Morgan og í þriðja sæti er hin ágæta glæpasaga Þerap- istinn eftir Helene Flood.  Í fjórða sæti er Þorpið eftir hina vinsælu Camillu Sten og Mitt ófull- komna líf, fjörug skáldsaga eftir Sophie Kinsella er í fimmta sæti. Í sjötta sæti er Sjáðu mig falla eftir Mons Kallentoft og Handbók fyrir ofurhetjur – Horfin er í sjöunda sæti. Ármann Jakobsson má vel við una því nýjasta glæpasaga hans, Tíbrá, er í áttunda sæti en hún hefur hlotið góða dóma og vegnað vel á listanum allt frá útkomu. Vegahandbókin á toppnum Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is „Bókum var haldið að mér,“ segir Arndís. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR fólks. Eða réttara sagt að geta ekki gert sig skiljanlegan og sem speglast í samskiptum tveggja manneskja á ólíkum aldri. Þær standa fyrir utan tungumálið af mismunandi ástæðum og passa ekki inn í það norm sem tjáning felur í sér. Ég get sjálf speglað mig í því. Seinni hlutinn sem ég kalla Lif- andi vísindi segir, held ég, ástar- sögu tveggja undarlegra líkama. Titillinn og hugmyndin á rætur að rekja til þess að ég var áskrifandi að tímaritinu Lifandi vísindum þegar ég var barn, en þar er meðal annars fjallað um aðrar plánetur og ýmsar furðuverur. Ég fann einmitt bunka af tímaritinu í kassa þegar ég var í tiltekt í vetur.“ Móðir Arndísar, Auður Ava Ólafs- dóttir, er þekktur og virtur rithöf- undur. Arndís segist ekki leita til hennar í sambandi við yfirlestur. „Hún er svo upptekin. Það er hún sem leitar til mín! Til að spyrja mig hvað ég sé að lesa. Síðan vill hún vita hvort bókin sé vel skrifuð!“ Tvö láglaunastörf Spurð hvort f leiri bækur eftir hana séu væntanlegar segir Arndís: „Ég vona það. Ég er allavega komin með hugmyndir. Næst á dagskrá er samt að ljúka MA náminu í vetur.“ Þar sem hún stundar meistara- nám í þýðingafræði liggur beinast við að spyrja hvort hún ætli að leggja þýðingar fyrir sig. „Já, það verða þá tvö láglaunastörf, þýðingar og ritstörf. Þýðingafræðin er rosa- lega skemmtilegt fag. Krefjandi skemmtilegt. Hún sameinar svo margt sem ég hef áhuga á: bók- menntir, tungumál og skriftir. Að þýða er að endurskrifa bók á sínu eigin tungumáli og það getur verið mjög skapandi ferli. Ég hef verið að þýða bók úr frönsku í sumar sem stendur til að komi út á næsta ári og mér finnst ég eiga örlitla hlutdeild í verkinu sjálfu. Meistaraverkefnið mitt verður líka þýðing á skáldsögu úr frönsku.“ Vegahandbókin slær í gegn. VERTU Í RÉTTA PAKKANUM Í SUMAR! – MEÐ ÞÉR Í SUMAR Þú getur lesið blað dagsins á frettabladid.is og í Fréttablaðsappinu, hvar sem þú ert í sumar FRÉTTABLAÐIÐ MEÐ Í FERÐALAGIÐ! M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.