Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 2
Veður Austan og norðaustan 10-23, hvassast í og vestan Öræfa. Talsverð rigning SA-til, en annars úrkomuminna. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. SJÁ SÍÐU 18 Prjónles í Austurstræti SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SAMFÉLAG Samkvæmt nýjum tölum frá Tölfræðistofnun Evrópusam- bandsins er hlutfall barnsfæðinga utan hjónabands komið yfir 70 prósent á Íslandi. Er þetta hið lang- hæsta í álfunni en meðaltalið er um 38 prósent. Í öðru sæti eru Frakkar með um 60 prósent en hlutfallið á hinum Norðurlöndunum er í kringum 50. Það er nýtt að hlutfall barna utan hjónabands sé hæst á Íslandi. Í upphafi mælinga, árið 1960, var hlutfallið tvöfalt hærra hér en í næsta landi. En þá var hlutfallið þó aðeins 25 prósent á Íslandi og hefur því hækkað um 45 prósentustig á 60 árum. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófess- or í guðlegri siðfræði við Háskóla Íslands, segir að þó að hlutfall fæð- inga utan hjónbands sé svona hátt á Íslandi þýði það ekki að Íslend- ingum þyki hjónabandið minna virði en öðrum þjóðum. Ástæðan eigi sér líklega rætur aftur í aldir og að Íslendingar nálgist hjónabandið hugsanlega á annan hátt en aðrir. „Rannsóknir benda til þess að allt aftur á þjóðveldisöld hafi fólk átt börn utan hjónabands og ekki mikið gert úr því,“ segir Sólveig. Kirkjan hafi ekki farið að skipta sér af hjónabandinu fyrr en á 13. öld en barneignir utan hjónabands hafi ekki verið taldar vandamál. „Af einhverjum ástæðum höfum við Íslendingar verið sérlega óheft með þetta.“ Í dag eru fjölskyldur af ýmsum toga, einhleypir, giftir, í óvígðri sambúð eða óskráðri. Sólveig bend- ir á að á 20. öldinni hafi hin svo- kallaða trúlofunarfjölskylda orðið algengt fjölskylduform hér og full- komlega viðurkennd. „Fólk fór af stað, trúlofaði sig og eignaðist börn, en giftingin kom seinna,“ segir hún. „Um miðja öldina var mjög algengt að gifting og skírn fyrsta barns var gerð í sömu athöfninni.“ Viðhorfið til hjónabandsins mót- ast af siðferðilegum, félagslegum og stundum trúarlegum þáttum. Sól- veig segir viðhorfið vissulega hafa breyst á undanförnum áratugum og öldum, frá þeim tíma þegar algert karlaveldi ríkti. En þegar Íslend- ingar urðu tíunda land heimsins til að heimila hjónabönd samkyn- hneigðra árið 2010 hafi gildi stofn- unarinnar sýnt sig. „Fólki var mikið í mun að hjóna- bandið væri fyrir alla, ekki aðeins konur og karla, það væri réttlátt og mannréttindi allra væru virt,“ segir Sólveig. „Fólki var alls ekki sama um hjónabandið. Hér eru hins vegar engin íhaldssöm öfl trúar eða sið- ferðis sem fordæma fólk fyrir að eiga börn utan hjónabands. Einnig líða börnin ekki fyrir að fæðast utan hjónabands, því að lagaleg réttindi, svo sem til erfða, eru öll hin sömu.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Sjötíu prósent fæðast utan hjónabands hér Hlutfall barnsfæðinga utan hjónabands er það langhæsta í Evrópu. Prófessor í guðlegri siðfræði segir þetta ekki þýða að Íslendingum þyki hjónabandið minna virði. Engin íhaldssöm öfl þrýsti á fólk hér að giftast fyrir barneignir. Hér eru hins vegar engin íhaldssöm öfl trúar eða siðferðis sem fordæma fólk fyrir að eiga börn utan hjónabands. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor Trúlofunarfjölskylduformið hefur lengi verið algengt á Íslandi. MYND/GETTY NÁTTÚRA Illa særðan grind hval rak að landi sunnan við Hólma vík í gær og leit út fyrir að hann myndi drepast af sárum sínum í gærkvöldi. Jón Hall dórs son, land póstur og ljós myndari, var að aka út pósti er hann kom auga á hvalinn á strönd- inni við Brodda nes I, II og III. „Um þrjú leytið í dag var hvalurinn kom- inn á land mikið særður þannig að það foss blæddi úr honum,“ sagði Jón við Frétta blaðið í gærkvöldi. Að sögn Jóns voru um tuttugu hvalir til við bótar utar í víkinni. Hvala vaðan hafi verið komin í víkina snemma í gærmorgun. „Svo virðist vera sem þessi hvalur sem lenti í þessu hafi verið hrakinn í land af hinum,“ sagði Jón, sem tók meðfylgjandi mynd af særða hvaln- um sem hann sagði hafa verið illa bitinn. Fleiri myndir af atburðinum má sjá vefsíðu Jóns, holmavik.123. – gar Særðan hval rak að landi Dýr úr hjörð grindhvala hraktist sært að landi. MYND/JÓN HALLDÓRSSON Þrátt fyrir að viðskiptin með húfur og fleira prjónles hafa gengið sinn vanagang í sölutjaldi í Austurstræti í gær veitti sölukonunni ekki af því að vera með eina húfuna á höfði til að halda á sér hita. Hægt er að fá húfu með kindum og hestum og vitanlega lundanum sem sjaldan bregst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan birti í gær mynd af hvítum skutbíl sem leitað er að í tengslum við rannsókn á máli tólf ára stúlku sem skotin var til bana í Norsborg aðfaranótt sunnudags. Í ákalli um aðstoð frá almenn- ingi segir að lögregla telji að árásar- maðurinn hafi verið í umræddum bíl. Myndin er fengin úr öryggis- myndavélum McDonalds-staðarins sem er við vettvang árásarinnar. Sænska ríkissjónvarpið segir að lögreglan álíti að að margir hafi séð bílinn á vettvangi og óski eftir því að viðkomandi gefi sig fram og skýri frá því sem þeir urðu vitni að. Eins og fram hefur komið var stúlkan skotin er hún var úti að ganga með hundinn sinn. – gar Lýst eftir bíl vegna morðs 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.