Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 4
Við höfum reynt eftir fremsta megni að halda ekki eftir fjár- munum vegna sölu sem hefur verið veitt og erum ekki að því. Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónust- unnar Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Fermingarskraut í úrvali! ■ Myndaveggir ■ Nammibarir ■ Kortakassar ■ Servíettur ■ Borðrenningar ■ Blöðrur (fyrir loft/helíum) ■ Blöðrubogar/lengjur/hringir (fyrir loft) ■ Súkkulaðiegg í þemalitum veislunnar ■ Kerti ■ Og margt fleira ■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns, „Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar” Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar SJÁVARÚTVEGUR Helgin reyndist farsæl á makrílslóð og fjölmörg skip sigldu inn til löndunar á frí- degi verslunarmanna. Aðalsteinn Jónsson SU-11, sem er gerður út af Eskju, fór með 800 tonn til Eski- fjarðar snemma á mánudag og var aftur á leið til veiða á mánudags- eftirmiðdegi. Að sögn skipstjórans, Ómars Sigurðssonar, voru fjölmörg skip að fá allt upp í 300 tonn í hverju kasti, en á sunnudeginum hafði það minnkað niður í 100-150 tonn. „Þessir blettir sem menn hitta á hverfa oft eftir rúmlega sólarhring, svo þarf að fara að leita aftur. Það er svo allur gangur á því hvað tekur langan tíma að finna þetta aftur,“ segir Ómar. Theodór Þórðarson, skipstjóri á Venus NS-150, segir að mjög hafi róast í veiðum síðan á mánudagsmorgni. „Fiskurinn fór þá suður á bóginn í átt að Færeyjum og eitthvað færðist til austurs yfir í norsku landhelgina,“ segir hann. Makríll fer hratt yfir þegar sá gállinn er á honum. Oft þarf að elta torfur allt að 100 sjómílur þegar þær fara af stað. Makríll er líkt og ýmsir aðrir uppsjávarfiskar þeirri náttúru gæddur að hann syndir stöðugt alla sína lífsleið og getur ekki stoppað, vegna þess að hann hefur engan sundmaga sem finnst í beinfiskum á borð við þorsk. Ríf lega 45 þúsund tonnum af makríl hafði verið landað á mánu- dag, samkvæmt gögnum frá Fiski- stofu. Um er að ræða sambærilegt magn og á sama tíma í fyrra. Breyt- ingin er hins vegar sú að margir hófu veiðar tveimur til þremur vikum fyrr í ár. Leyfilegt magn sem veiða má í ár er 166 þúsund tonn. Þar af er afla- mark yfirstandandi fiskveiðiárs 138 þúsund tonn, en afgangurinn óveiddur kvóti frá síðasta ári og aukaaf laheimildir, sem sjávarút- vegsráðuneytið úthlutaði til smærri skipa og báta. Theodór Þórðarson segir að göngur makrílsins séu allt öðruvísi nú en verið hefur á liðnum árum. Hins vegar er engan bilbug að finna á miðunum: „Það verður reynt við þetta fram í rauðan dauðann,“ segir hann. Ómar Sigurðsson tekur í sama streng og nefnir að óþrjót- andi bjartsýni sé sjómönnum eðlislæg. Aflahæsta skipið á makrílvertíð þessa árs er Huginn VE-55, sem hefur komið með 4.383 tonn að landi, eða tæplega 10 prósent af öllu lönduðu magni á þessu ári. Venus NS-150 fylgir þar í kjölfarið með 3.725 tonn, Víkingur AK-100 hefur landað 3.412 tonnum og Börkur NK-122 hefur sótt 3.347 tonn af makríl. thg@frettabladid.is Makrílvertíðin glæddist lífi um verslunarmannahelgina Íslenski flotinn er ennþá við makrílveiðar í Smugunni, en aflabrögð voru góð yfir helgina. Eftir góða veiði í rúma tvo sólarhringa færði makríllinn sig suður í átt til Færeyja og til austurs yfir í norsku land- helgina. Engan bilbug er að finna á sjómönnum, sem munu reyna við makrílinn fram í rauðan dauðann. Verslunarmannahelgin reyndist fengsæl fyrir þau íslensku skip sem gera út á makríl þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fiskurinn fór þá suður á bóginn í átt að Færeyjum og eitthvað færðist til austurs yfir í norsku landhelgina. Theodór Þórðarson, skipstjóri á Venus NS-150 VIÐSKIPTI Hvorki Valitor né Korta- þjónustan hyggjast grípa til sam- bærilegra aðgerða gagnvart við- skiptavinum sínum og Borgun, sem ákvað að halda eftir 10 prósentum af öllum færslum í sex mánuði, þar með talið færslum vegna sölu á vöru eða þjónustu sem hefur verið veitt. „Við höfum beðið um upplýsingar frá okkar kúnnum til að átta okkur á umfangi fyrirframgreiðslna. Við höfum reynt eftir fremsta megni að halda ekki eftir f jármunum vegna sölu sem hefur verið veitt og erum ekki að því,“ segir Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjón- ustunnar. „En það er mikilvægt að við- skiptavinir vinni með okkur í því að greina stöðuna hverju sinni,“ heldur Jakob áfram. Borgun tilkynnti á föstudag þeim fyrirtækjum sem skipta við korta- fyrirtækið um skilmálabreytingar, sem fela í sér að tekin verði upp svo- kölluð veltutrygging frá 1. október. Með veltutryggingu er átt við að Borgun heldur eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjöri í sex mánuði. Þá verður ekki gert upp oftar en mánaðarlega. Fréttablaðið fékk ekki svör frá Borgun um þetta mál þegar eftir því var leitað í gær. Í svari frá Valitor kemur fram að fyrirtækið sé að glíma við svipuð úrlausnarefni gagnvart ferðaþjón- ustu og aðrir færsluhirðar hér á landi og um allan heim. „Við höfum kosið að vinna með þessum aðilum einstaklingsbundið og gætt meðalhófs í aðgerðum. Það hefur í langflestum tilvikum gengið vel og ekki fyrirhugaðar neinar sér- tækar breytingar á skilmálum,“ segir í svari Valitors. Þá er tekið fram í svari Valitors að nær undantekningarlaust hafi ekki verið þörf á aðgerðum vegna kaup- manna í öðrum greinum en ferða- þjónustu. – þfh Keppinautar Borgunar ganga ekki jafn langt í að halda eftir kortagreiðslum ALÞJÓÐAMÁL Um miðjan febrúar fengu fjögur íslensk bæjarfélög, Garðabær, Hafnarfjörður, Mos- fellsbær og Reykjanesbær, erindi frá Jihad Khair, bæjarstjóra Beit Sahour í Palestínu, þar sem óskað var eftir að komið yrði á vinabæjartengslum milli bæjanna. Erindin voru send um miðjan febrúar síðastliðinn en tæpu hálfu ári síðar hafa íslensku bæjarfélögin ekki enn svarað erind- inu. Þetta staðfestir Usama Allati, upplýsinga- og menningarfulltrúi Beit Sahour. „Við erum búin að senda ítrekun- arpósta en höfum engin svör fengið enn. Hreint út sagt skiljum við ekki hvernig á því stendur,“ segir Allati í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Palestínski bærinn leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti og hefur myndað vinabæjartengsl við 20 aðra bæi víða um heim. – bþ Hunsa erindi frá Palestínu Jihad Khair, bæjarstjóri Beit Sahour. COVID -19 Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið af lýst. Mikil óvissa hefur ríkt um örlög maraþonsins sem fara átti fram 22. ágúst næstkomandi eftir að COVID- 19 smitum tók aftur að fjölga. Í tilkynningu frá skipuleggjend- um kemur fram að þeir sjái sér ekki fært að halda viðburðinn og upp- fylla um leið nýhertar takmarkanir sóttvarnayfirvalda sem tóku gildi á föstudag. Kveða þær meðal annars á um að tveggja metra reglan sé virt í hví- vetna og bann við því að f leiri en 100 manns komi saman. – eþá Ekkert maraþon vegna COVID Yfir 10 þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni á síðasta ári. COVID-19 Í gær voru 83 einstaklingar hér á landi með virkt COVID-19 smit og 734 voru í sóttkví. Á upplýsingafundi almannavarna í gær greindi Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, frá því að stefnt væri að því að hefja sýnatöku í tjaldi við Suðurlandsbraut. Gert er ráð fyrir að fólk með einkenni COVID-19 geti keyrt þar í gegn og farið í sýnatöku án þess að fara út úr bílnum. Þetta myndi auka fjölda þeirra sýna sem heilsugæslan gæti tekið á degi hverj- um. Þá er fólk hvatt til að hringja áður en það mætir til sýnatöku og halda sig til hlés á meðan það bíður eftir niðurstöðu hennar. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á fundinum í gær að helsta áhyggjuefnið þessa stundina væri að fjöldi farþega sem koma til landsins fari yfir sýnatöku- getu Landspítalans. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að reglugerð sé í mótun hjá ráðuneytinu sem miðar að því að takmarka þann fjölda ferðamanna sem kemur hingað til lands ef þarf. Þá sagði Þórólfur í samtali við Rík- isútvarpið að ekki væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á þess- ari stundu en að þolinmæði fólks í samfélaginu gagnvart veirunni væri áhyggjuefni. Hann, ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fundaði með ríkis- stjórninni í gær þar sem meðal ann- ars var ræddur aukinn samráðsvett- vangur um það hvernig takast skuli á við veiruna í samfélaginu. – bdj Yfir áttatíu manns með virkt COVID-19 smit í gær Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.