Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 8
LAXDAL
SUMARSALAN
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
skoðið laxdal.is
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
NÚ ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
50%-60%
GÆÐAFATNAÐUR
SEM ENDIST
VELKOMIN
LAXDAL ER Í LEIÐINNI
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
BRETLAND Paul Crowther, 36 ára
gamall maður, játaði á mánudag að
hafa orðið Bethany Fields að bana í
september á síðasta ári. Fields, sem
var aðeins 21 árs, var stungin marg-
sinnis með hníf úti á götu í miðborg
Huddersfield í Jórvíkurskíri og var
úrskurðuð látin á staðnum. Málið
hefur vakið mikinn óhug í Bret-
landi.
Bethany var frá borginni Leeds
en stundaði nám í umhverfislanda-
fræði við York-háskóla. Hún var
talin úrvalsnemandi, hafði mik-
inn áhuga á jöklarannsóknum og
dvaldi meðal annars á Íslandi hluta
af sumrinu 2019 við rannsóknir.
Mark E. Hodson prófessor minntist
hennar skömmu eftir morðið. „Hún
var áhugasöm og duglegur náms-
maður og vinsæl á meðal bekkjar-
félaganna,“ sagði hann. „Hún var
hjartahlý, vingjarnleg og með ein-
staka samskiptahæfni.“
Utan námsins starfaði hún meðal
annars í góðgerðarmálum fyrir fólk
í félagslega slæmri stöðu, fatlað fólk
og þá sem eiga erfitt með nám. Hún
þótti einnig af bragðstónlistarnemi
og var að læra tónlistarkennslu.
Fields fannst látin þann 12. sept-
ember, laust eftir klukkan sex um
kvöldið. Crowther var handtek-
inn skömmu síðar og kærður fyrir
morðið en hann var þá enn með
hnífinn á sér. Eftir handtökuna neit-
aði hann að hafa myrt Fields og var
um tíma fluttur á réttargeðdeild til
að hægt væri að meta andlega heilsu
hans. Crowther hefur ekki verið
samstarfsfús við lögreglurann-
sóknina, ítrekað neitað að yfirgefa
klefa sinn og gefið lítið upp annað
en nafn sitt. Lengi vel neitaði hann
að hitta skipaðan lögmann sinn.
Crowther mætti fyrir rétt í Leeds
á mánudag, sagði nafn sitt og viður-
kenndi að hafa orðið Fields að bana,
en ekki að yfirlögðu ráði. Ekkert
annað vildi hann segja. Crowther
var í fylgd tveggja öryggisvarða og
tveggja hjúkrunarfræðinga og skalf
á meðan hann gaf yfirlýsingu sína.
Saksóknarinn Jonathan Sharp
sagðist búast við ákvörðun frá
ákæruvaldinu innan tveggja vikna.
Hvort réttað yrði yfir Crowther, eða
hann dæmdur á grundvelli játning-
ar. „Þetta er mjög viðkvæmt og til-
finningaþrungið mál,“ sagði Sharp.
Litlar upplýsingar hafa verið
gefnar upp um rannsóknina og fjöl-
skylda Fields hefur að mestu haldið
sig til hlés. Á fyrstu stigum málsins,
áður en nöfn Fields og Crowther
voru komin fram, tilkynnti lögregla
Jórvíkurskíris að um „heimilismál“
væri að ræða og hefur síðan haldið
sig við þá skilgreiningu. Gefur það
til kynna að Fields og Crowther hafi
þekkst. Ekki hefur verið gefið upp
hvernig þau þekktust.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Játaði að hafa banað
Bethany Fields í fyrra
Paul Crowther játaði á mánudag að hafa banað nemanum Bethany Fields í
fyrrahaust. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, en Fields, sem meðal
annars stundaði jöklarannsóknir á Íslandi, var stungin margsinnis með hníf.
Morðið var framið á götu úti í miðborg Huddersfield í fyrra og hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. MYND/GETTY
Bethany Fields þótti afbragðsgóður
nemi, góð tónlistarkona og tók
virkan þátt í góðgerðarmálum.
Þetta er mjög
viðkvæmt og
tilfinningaþrungið mál.
Jonathan Sharp saksóknari
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
LÍBANON Stór sprenging varð við
höfnina í Beirút, höfuðborg Líb-
anon í gær. Fjöldi myndbanda náð-
ist af sprengingunni og sýndu þau
gríðarlega eyðileggingu á svæðinu
og reykjarmökk yfir borginni.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun í
gærkvöld höfðu heilbrigðisyfirvöld
í Líbanon staðfest að yfir 50 manns
hefðu látist í sprengingunni og yfir
2.500 manns særst. Sjúkrahús í Bei-
rút hafa þurft að vísa særðum frá
þar sem allar stofur eru yfirfullar og
starfsfólk hefur ekki tök á að sinna
sjúklingum.
Heilbrigðisráðherra Líbanon,
Hamad Hasan, sagði mikinn fjölda
hafa slasast alvarlega af völdum
sprengingarinnar. Einnig er haft
eftir ráðherranum að heilbrigðis-
kostnaður verði felldur niður fyrir
alla þá sem slösuðust í sprenging-
unni.
Haft er eftir vitni á svæðinu að
fjöldi fólks hafi legið í blóði sínu á
svæðinu eftir sprenginguna.
Enn er ekki vitað hvað olli
sprengingunni. For stöðu maður
alls herjar öryggis í landinu, Abbas
I bra him, sagði í við tali við líbanska
fjöl miðla að lík legast væri að slys
hefði orðið við birgða geymslu við
höfnina þar sem sprengiefni var
geymt. – kdi / bdj
Gríðarstór sprenging í Beirút í gær
Gríðarleg eyðilegging varð á svæðinu þar sem sprengingin varð. MYND/EPA
5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð