Fréttablaðið - 05.08.2020, Page 13

Fréttablaðið - 05.08.2020, Page 13
Þetta reddast. Þessi tvö orð eru oft og tíðum titluð sem ein-kennisorð íslensku þjóðar- innar. Sama hvað bjátar á, þetta reddast. En hvað liggur á bak við þessi orð? Jú, að það er ekkert vandamál það stórt, að það redd- ist ekki. Við leysum það. Þó við vitum ekki svörin við því núna, þá munum við mjög sennilega vita þau síðar meir og leysa vanda- málið. Nú eru að fara af stað fjölmargar rannsóknir á samspili ástríðu, þrautseigju og hugarfars. Í þeim rannsóknum er því haldið fram að samspil þessara þriggja þátta sé lykilatriði í því að ná árangri, eða skara fram úr á einhverju sviði. En hvað er átt við með hugarfari? Þar er meðal annars verið að skoða þann mun sem gróskuhugarfar (e. growth mindset) og fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) hefur á árangur einstaklinga. Á sjöunda áratug síðustu aldar hóf Carol Dweck tímamótarann- sókn sem varpaði ljósi á þessar tvær tegundir hugarfars. Allar götur síðan hef ur hún rann- sakað og þróað kenningar sínar um gróskuhugarfar. Rannsóknir hennar hafa sýnt fram á mikilvægi gróskuhugarfars til að ná árangri, ef la þróun og jafnvel ánægju, í leik og starfi. Að breyta þankagang- inum á þá leið að þegar þú færð spurningar þar sem svarið krefst kunnáttu sem þú hefur ekki, að svarið sé, ég veit það ekki að svo stöddu. Ef við festum okkur í kunn- áttukassa er hætt við að við lærum aldrei neitt nýtt. Þau sem trúa því að við fæðumst með stærðfræði- kunnáttu eða tungumálakunnáttu ná aldrei árangri á öðrum sviðum en akkúrat þeim sem þau telja sig hafa fengið í vöggugjöf. Nú hafa ýmsar rannsóknir (Ericsson) sýnt fram á að svo sé einmitt ekki. Við lærum það sem við þjálfum. En það er ekki nóg að æfa sig bara, þú þarft að sýna því áhuga og elju. Samspil þrautseigju, ástríðu og hugarfars er lykillinn að því að ná árangri. Ef þú hefur brennandi áhuga á að læra latínu og ert tilbúin/n að leggja vinnuna á þig, eru allar líkur á að þú lærir latínu á endan- um. Þegar þú hefur komið þér upp slíku hugarfari og tamið þér það sérðu ekki vandamál, heldur nýjar áskoranir. Sjálfur hef ég reynt að temja mér þetta hugarfar og þá sér- staklega í tengslum við húsið mitt sem þurfti mikið viðhald. Þegar við f luttum inn kunni ég ekki að bora í vegg. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að nú, tveimur og hálfu ári síðar, sé ég orðinn handlaginn, en ég get bjargað mér. En það hefur tekið á taugarnar og reynt á sambúð mína og konunnar minnar og barna. Ég hins vegar gafst ekki upp og veð ótrauður áfram inn í hin ótrúlegustu verk- efni, sambúðar fólki mínu (og tengdaföður) til mikils ama, með misjöfnum árangri. Þjóðarsál Íslendinga hefur ein- hvern veginn verið þeirrar gerðar síðustu áratugi. Við leysum þetta. Ekki misskilja mig, það er ekki allt- af frábært og oft eru af leiðingarnar slæmar. En sama á hverju bjátar þá erum við alltaf tilbúin að leita leiða til að finna lausn og jafnvel þó það uppgötvist á kosningadag að 300 kosningabærir einstaklingar geti ekki kosið þar sem þeim bar að vera í sóttkví, þá reddaðist það. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, engar áhyggjur, þetta redd- ast. Látum gróskuhugarfar gegn- umlykja alla okkar starfsemi. Gróskuhugarfar Stefán Guðnason verkefnastjóri og doktorsnemi Lesa bara FBL 63% FBL OG MBL 26% Lesa bara MBL 11% Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuð- borgarsvæðinu. Í 31 ár hefur heimaland mitt, Aserbaídsjan, misst tuttugu prósent af löndum sínum. Á öllum þessum áratugum hafa samfelldar árásir Armeníu truf lað frið borgara Aserbaídsjan sem búa við landamæri landanna tveggja. Ítrekaðar samningaviðræður for- seta landanna, sem hafa staðið yfir í áratugi, hafa því miður ekki borið neinn árangur. Í dag eru sjö borgir í Aserbaíd- sjan hernumdar af Armeníu. Það er mér sárt að hugsa um Nagorno- Karabak h átök in sem hóf ust undir lok 20. aldar. Þessi hörmu- legu átök sem hafa haft áhrif á líf milljóna manna. Þessi harmleikur fólks míns hefur staðið yfir síðan 1988. Harmleikurinn sem leiddi til árásar Armeníu gegn Aserbaídsjan. Í þessu óþarfa stríði, og í kjölfar átaka Nagorno-Karabakh, hefur meira en milljón manns hrakist á f lótta, yfir 20 þúsund látist í hern- aðaraðgerðum, yfir 50 þúsund slas- ast illa, og nokkur þúsund Aserar orðið fangar og gíslar í Armeníu. Á sama tíma í Armeníu hafa heimili, skólar, leikskólar, sjúkrastofnanir og moskur eyðilagst. Nagorno-Karabakh átökin eru ógn gegn alþjóðafriði. Ítrekaðar hernaðaraðgerðir Armeníu eru gerðar með það eitt að markmiði að hernema svæði í Aserbaídsjan. Ég er sjálfur ættaður frá Aserbaíd- sjan og vil að heimssamfélagið gefi gaum að hernáminu á svæðinu. Samk væmt nýjustu gögnum voru 16 hermenn drepnir á yfir- ráðasvæði Aserbaídsjan á tveimur vikum í linnulausri sprengju- árás hersins. Þetta er ekki hægt að endurtaka endalaust. Ég vil að stjórnmálamenn Íslands skipti sér af þessu mikilvæga máli, því við viljum öll lifa í friði, og ég er viss um að enginn vill vera í stríði við neinn. Karabakh er Aserbaídsjan Zakir Jón Gazanov formaður vin- áttufélags  Íslands og Aserbaídsjan Ítrekaðar hernaðaraðgerðir Armeníu eru gerðar með það eitt að markmiði að her- nema svæði í Aserbaídsjan. En sama á hverju bjátar þá erum við alltaf tilbúin að leita leiða til að finna lausn og jafnvel þó það uppgötvist á kosningadag að 300 kosn- ingabærir einstaklingar geti ekki kosið þar sem þeim bar að vera í sóttkví, þá reddað- ist það. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.