Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.08.2020, Qupperneq 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Inulin trefjar má finna í lauk, blaðlauk, hvítlauk, banönum, spergli og í kaffifíf li (síkoríu), en Inulin er einmitt unnið úr honum. Inulin, eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar, verða seigfljótandi og eru taldar geta örvað vöxt æskilegra baktería í ristlinum með því að vera fæða (e. prebiotics) fyrir þær. Þær eru því góður áburður fyrir góðu gerlana í þörmunum. Ónot, hægðatregða eða óreglulegar hægðir Meltingarónot, hægðatregða og vandamál tengd því, eru allt of algeng og geta haft slæm áhrif á heilsufar okkar. Trefjar í formi bætiefna geta verið lausn fyrir marga, en trefjaneysla Íslendinga er of lítil. Ráðlögð neysla trefja er að minnsta kosti 25-35 grömm á dag, en síðustu tölur sem til eru um meðal trefjaneyslu Íslendinga finnast í neyslukönnun frá 2010- 2011 og er meðaltrefjaneysla okkar 17 grömm á dag. Melting, blóðrásarkerfi og óheilbrigð innri fita Inulin er 100% náttúrulegt og hefur það verið rannsakað tölu- vert. Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar um þessar einstöku trefjar: n Inulin getur bætt meltinguna og getur, með nægilegu vökva­ magni, auðveldað hægðalosun. n Inulin getur eflt fjölgun vin­ veittra gerla í þörmunum. Talið er að hátt hlutfall þessara gerla hjálpi til við niðurbrot á trefjum, fóðri þarmaveggina og geti einnig haft góð áhrif á ónæmiskerfið. n Inulin er talið hafa jákvæð áhrif á (heildar) kólesteról og þríglýs­ eríð í blóði. Innri fita er hættuleg fita sem við sjáum ekki, en hún umlykur líf- færin okkar og getur valdið okkur heilsutjóni ef það er of mikið af henni. Inulin er talið hjálpa til við niðurbrot á þessari fitu. Þegar þessar trefjar koma í þarmana, verða til ýmiss konar fitusýrur sem taldar eru hafa góð, heilsufarsleg áhrif á okkur. Þetta eru til dæmis asetat, proprionate og butyrate fitusýrur, sem geta hjálpað til við niðurbrot á innri fitu og auðveldað upptöku á stein- efnum eins og kalki, magnesíum, fosfór, kopar, járni og sinki. Auðvelt í notkun Inulin er auðvelt í notkun. Það er í duftformi og einfalt að hræra til dæmis út í glas af vatni og skella í sig. Einnig má setja það í boost, grauta eða strá yfir morgunkorn eða jógúrt. Það er bragðlaust og sumir skella því jafnvel í kaffiboll- ann sinn. Trefjarnar taka smá tíma til að drekka í sig vökva og verða seigfljótandi. Hanna Þóra Helgadóttir matar- bloggari, sem sérhæfir sig í lágkol- vetna- og ketó uppskriftum, deildi með okkur þessari bragðgóðu uppskrift að trefjaríka hrökkkex- inu sínu þar sem hún notar einmitt Inulin trefjar. Inulin trefjakex 1 egg 2 msk. Inulin trefjar 2 dl hörfræ 1/2 dl möndlumjöl Himalaja-salt (magn eftir smekk – gott að hafa smá saltað) Öllu blandað saman í skál og smurt þunnu lagi á bökunar- pappír. Bakið í 12-15 mínútur á 180 gráðum á blæstri þar til stökkt. Slökkvið á ofninum og leyfið kexinu að þorna inni í ofninum í nokkrar mínútur. Hægt er að fylgjast með Hönnu Þóru á Instagram – hannathora88. Inulin fæst í verslunum Krón- unnar og í f lestum apótekum. Inulini í duftformi má bæta út í drykki og út á grauta. Hanna Þóra notar inulin í hrökkkex sem einfalt og fljótlegt er að baka. Femarelle vörurnar eru nátt-úruleg lausn fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna hormónabreytinga. Rannsóknir sýna að þær geta slegið á einkenni breytingaskeiðs og unnið gegn beinþynningu. Fann fljótlega mikinn mun Stefanía Emma Ragnarsdóttir er ein af fjölmörgum konum sem nota Femarelle með góðum árangri. Hér deilir hún með okkur sinni reynslu: „Ég byrjaði að nota Femarelle vegna þess að ég svitnaði mikið á nóttunni, sem skerti svefninn. Ég var búin að finna fyrir þessum einkennum lengi og ætlaði að fara til læknis, en sá þá Femarelle auglýst og ákvað að prófa fyrst náttúrulega lausn. Ég fann mjög fljótlega mikinn mun á mér. Nú, mörgum árum seinna, held ég áfram að taka Femarelle og líður miklu betur, enginn sviti og ágætur svefn. Ég mæli með Femarelle fyrir allar konur.“ Hormónar og beinþynning Beinþynning í tengslum við tíða- hvörf leiðir í mörgum tilfellum af sér beinbrot og er það talin alvarleg ógn í vestrænum þjóð- félögum þar sem meðalaldur fer sífellt hækkandi. Fyrstu tvo áratugi ævinnar byggjum við upp beinin okkar og upp úr 30 ára aldri fer smám saman að draga úr beinþéttninni. Vegna minnkandi estrogenframleiðslu hjá konum eru þær mun útsettari fyrir bein- þynningu heldur en karlar. Femarelle Unstoppable Helsta innihaldsefnið í Femarelle vörunum kallast DT56a en þetta er efnasamband unnið úr óerfða- breyttu soja. Femarelle Unstop- pable er hannað fyrir konur sem eru hættar á breytingaskeiðinu, en það er samsett úr einstakri blöndu efna sem inniheldur efnasam- bandið DT56a ásamt B2-vítamíni, Bíótíni (B7-vítamín), D3-vítamíni og kalki. D-vítamín tekur þátt í að viðhalda heilbrigðum beinum og minnkar því líkurnar á því að konur detti vegna lélegrar líkamsstöðu og slakra vöðva. Einnig stuðlar blandan kalk og D-vítamín sameiginlega að minna tapi á þéttni steinefna í beinum hjá konum eftir tíðahvörf, en lítil þéttni steinefna í beinum er áhættuþáttur í beinbrotum vegna beinþynningar. Auk þessa leggja efnin sitt af mörkum í eðlilegu við- haldi slímhúðar, húðar og starf- semi taugakerfisins, ásamt því að viðhalda eðlilegum hárvexti og góðri andlegri heilsu. Femarelle® er framleitt með sérstökum aðferðum og engum kemískum efnum er bætt við í framleiðslu- ferlinu. Fyrir konur frá 30 ára aldri Femarelle vörurnar eru fáanlegar í þremur gerðum sem henta konum Betri lífsgæði eftir nokkrar vikur Breytingaskeiðið er eitthvað sem engin kona sleppur við. Einkennin geta verið afar mis­ munandi, þó svo að sumar konur sleppi nokkuð vel og finni lítið fyrir breytingunum. Stefanía Emma hefur notað Femarelle með góðum árangri. Hún mælir með Femarelle fyrir allar konur. Framhald af forsíðu ➛ Prófaðu að setja bragðlausu Inulin trefjarnar í kaffið. Innri fita er hættu- leg fita sem við sjáum ekki, en hún umlykur líffærin okkar og getur valdið okkur heilsutjóni ef það er of mikið af henni. á mismunandi stigum tíðahvarfa, en þau hefjast yfirleitt upp úr þrítugu þó svo að einkenna verði ekki vart strax. Femarelle getur slegið á þau einkenni sem talin eru upp hér að framan og í ljósi þess að beinþéttni fer minnkandi um svipað leyti og hormóna- breytingar hefjast, getur inntaka á Femarelle verið ágætis forvörn fyrir einkenni breytingaskeiðsins, ásamt því að minnka verulega líkur á beinþynningu. Sölustaðir: apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana. Ég fann fljótlega mikinn mun á mér. Nú mörgum árum seinna held ég áfram að taka Femarelle og líður miklu betur, enginn sviti og ágætur svefn. Stefanía Emma Ragnarsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.