Fréttablaðið - 05.08.2020, Side 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason
hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
MAÐUR Á ÞAÐ TIL AÐ
TÝNA SJÁLFUM SÉR Í
SVARTHOLI SKRIFSTOFULÍFS-
INS OG KANNSKI GLEYMA ÞVÍ
SEM MANN VIRKILEGA LANGAR
TIL AÐ GERA.
Sumar
útsala
Frábær útsala
í fjórum búðum
verslaðu á dorma.is eða í DORMA
verslun og við sendum þér vörurnar frítt
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Frábær útsala
í fjórum búðum
verslaðu á dorma.is eða í
DORMA
verslun og við sendum þé
r vörurnar frítt
STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN
UM ÚTSÖLUBÆKLINGIN
N OKKAR
Dýna og hjól 2-3 | Mjúkva
ra og dúnn 4–11 | RÚM 12–2
1 | Svefnsófar 22–23 | Sófa
r 24–34 | Stólar 35–39 | Bo
rð og smávara 40–55
Hv
er
ni
g
frí
se
nd
in
g h
já
D
OR
M
A
vi
rk
ar
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
SENDUM
FRÍTT
Sumar
útsala
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
Þú kaupir Oakley eða
Everly heilsudýnu eða
heilsurúm sem afhent
er í boxi á hjólum og
færð innifalið glæsilegt
Aspen fjallahjól*
RENNDU ÞÉR INN Í SUM
ARIÐ!
* á meðan birgðir endast
Sjá nánar bls. 2–3
D
ÝN
A
Góður svefn
Hjólreiðatúr Útsölu-
bæklingurinn
á dorma.is
www.dorma.is
VEFVERSLUN
SENDUM
FRÍTT
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
LOKAVIKAN
LÝKUR Á LAUGARDAG
DAG HVERN LESA
93.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
Hu g m y n d i n a ð sýningunni sjálfri kviknaði fyrir um ári, segir grafíski hönnuðurinn og l i s t a m a ð u r i n n
Unnar Ari Baldvinsson. Hann
opnar sýninguna Vind Verk í Núll-
inu galleríi á morgun. Farið verður
eftir sóttvarnareglum og einungis
sjö manns hleypt inn í rýmið í einu.
„Þetta var um það leyti þegar það
byrjaði að leka inn í svefnherbergi
hjá okkur,“ segir Unnar um upphaf
hugmyndavinnunnar. Hann heldur
áfram: „Eftir að þrír mismunandi
smiðir og fagaðilar mættu til að
meta hvaðan lekinn væri að koma,
þá var alltaf talað um norðanáttina.
Helvítis norðanáttin, var alltaf sagt.
Sem sagt að þegar það rignir og blæs
úr norðanáttinni þá kemst vatnið á
milli, í gegnum báruna, með fram
loftinu og upp í rúm,“ segir Unnar.
Þarna hafi vindáttin, þá sérstaklega
norðanáttin, farið að veita honum
innblástur.
Alltaf sama norðanáttin
„Nágranni minn kveikir stundum
varðeld úti í garði og á notalega
kvöldstund þegar veður leyfir.
Það má þá samt ekki vera vottur af
rangri vindátt til þess að við fáum
reykinn inn til okkar,“ segir Unnar
hlæjandi. Nágranninn hafi beðist
afsökunar og þá sérstaklega nefnt
norðanáttina, og því hefur hún
verið Unnari svo hugleikin síðan.
„Ég fór að pæla meira í þessu vind-
tali og sá fyrir mér kyrrsetta fána
sem tala myndrænt um vindátt eða
vindstig. Í þessu öllu komst ég síðan
að því að í íslensku máli eru tæplega
tvö hundruð orð yfir vind og mér
fannst það eitthvað áhugavert. Ég
ákvað eftir allar þessar pælingar
um vindinn að smíða, sauma og
teikna þessi verk sem verða svo til
sýnis frá og með morgundeginum,“
segir hann.
Seinna sagði frændi Unnars
honum að sum hús á Eyrarbakka
hefðu verið byggð með tveimur
útidyrahurðum með tilliti til mis-
munandi vindátta.
„Þar sem sandarnir fjúka svo
mikið í ákveðinni átt og þá gengur
ekki að labba inn úr þeirri átt,“ segir
Unnar.
Út í kosmósið
Unnar stundaði nám í Myndlista-
skólanum í Reykjavík og fór þaðan
til Ítalíu og útskrifaðist úr Florence
University of Arts með gráðu í
myndrænum samskiptum. Þaðan
fór hann svo í Accademia Italiana og
lærði listasögu og grafíska hönnun.
„Ég hef mest verið að gera mál-
verk, en á þessari sýningu er ég
að kanna nýjar aðferðir og er í til-
raunastarfsemi með að sauma og
alls konar. Tengdamamma mín
kenndi mér að sauma fyrir þetta
verk,“ segir hann.
Hann segist lengi hafa hugsað um
sýninguna og unnið að henni. Síðan
hafi COVID-19 skollið á.
„Nú hafa verið settar fleiri strang-
ari reglur vegna COVID og maður
hefur hugsað um eins og oft áður
að hætta við, en maður vinnur bara
í kringum þetta. Ég vil bara halda
þessa sýningu og koma þessu út í
kosmósið,“ segir hann.
Í ljósi þess að sýningarrýmið er
frekar lítið mun Unnar bjóða upp
á spritt, andlitsgrímur og heldur
sig svo við fjöldatakmarkanir inn
í galleríið.
„Auðvitað verður farið eftir öllum
reglum og gestir beðnir um að virða
tveggja metra regluna,“ segir hann.
„Ég hef unnið verkin mestmegnis
í skúrnum mínum í Skerjafirði,
sem ég smíðaði sjálfur og það var
ákveðinn „árangur“ fyrir mig.
Skúrinn var bara fokheldur þegar
við keyptum eignina. Ég hafði enga
reynslu af svona, en með góðri hjálp
internetsins og pabba míns lagði ég
lagnir, einangraði, smíðaði og múr-
aði þennan skúr sem vinnustofu,“
segir hann.
Ómetanlegur tími
Unnar hefur minna látið fyrir sér
fara í myndlistinni síðustu tvö til
þrjú árin.
„Ég hefi fundið fyrir myndlist-
inni kalla en fyrst nýlega er það
sem maður er farinn að hlusta og
vill setja hana í forgang. Þetta hefur
alltaf verið stanslaus barátta, á milli
þess að sinna dagvinnu og drauma-
vinnu. Ég vinn vel í höndunum og
naut þess að gera allt sjálfur fyrir
sýninguna, smíða, sauma og teikna.
Ég var í fastri níu til fimm vinnu, í
ágætis starfi en fann að það hindr-
aði mína sköpun í langan tíma.
Maður á það til að týna sjálfum
sér í svartholi skrifstofulífsins og
kannski gleyma því sem mann
virkilega langar til að gera,“ segir
Unnar.
Hann hafi því ákveðið að verða
sjálfstætt starfandi og einbeita sér
að myndlistinni.
„Ef ekki núna, þá hvenær? Það
er einhvern veginn alltaf hægt að
finna afsökun fyrir því að þetta
sé ekki rétti tíminn. Fólk hefur
mismunandi skoðanir á þessu í
kringum mann, en ég hef fengið
skemmtileg verkefni sem ég hef
gaman af að vinna, átt ómetanlegan
tíma með fjölskyldunni minni og
náð að skapa mína myndlist,“ segir
Unnar.
Sýningin verður opnuð á morgun
í Núllinu við Bankastræti klukkan
17.00.
steingerdur@frettabladid.is
Vildi ekki týna sér í
svartholi skrifstofulífs
Á morgun verður sýningin Vind Verk eftir Unnar Ara opnuð, en
við vinnslu hennar fékk hann innblástur frá vindum. Unnar færði
sig nær myndlist til að festast ekki í skrifstofulífi og sjá eftir því.
Norðanáttin hefur verið Unnari Ara hugleikin síðasta árið og við gerð sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð