Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 2
Þá fann ég bara
strax innra með
mér að vinur minn var
farinn.
Heiðar Austmann
Veður
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s
í dag, en suðvestan 10-15 með
suðausturströndinni. Væta með
köflum en styttir upp á Aust-
fjörðum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
SJÁ SÍÐU 18
Þolinmæði þrautir vinnur allar
Þessir ferðamenn frá Tékklandi höfðu pantað sér bílaleigubíl við komuna til landsins en vegna misskilnings fengu þeir bílinn degi seinna en ætlað
var. Þau létu það ekki stoppa sig og nutu fyrsta dagsins á landinu þrátt fyrir misskilninginn. Fyrstu nóttinni í Íslandsheimsókninni eyddu þau í
tjaldi sem þáu slógu upp úti á Granda. Þar biðu þau þolinmóð eftir bílnum og nutu útsýnisins yfir hafið og fjöllin í rigningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAG Milli áranna 2017 og 2018
jókst hlutfall ungmenna á aldrinum
16 til 19 ára sem hvorki voru starf-
andi né í námi. Þetta kemur fram í
nýrri samantekt Hagstofunnar og er
hluti svonefndrar tilraunatölfræði
stofnunarinnar.
Mest var aukningin á meðal 19
ára ungmenna, eða úr 8,1 prósenti
árið 2017 í 10,8 prósent árið 2018.
Leita þarf aftur til ársins 2009 til
þess að finna viðlíka hlutfall ung-
menna á þessum aldri sem hvorki
var starfandi né í námi en þá átti
það við um 11,7 prósent í þessum
aldurshópi. – jþ
Fleiri hvorki í
vinnu né skóla
Hlutfallið var svipað eftir hrunið.
SAMFÉLAG Hljómsveitin Sigur Rós er
komin með sína eigin línu af CBD-
kannabisolíum í samstarfi við fyrir-
tækið Vona. Vona starfar í Massa-
chusettsfylki í Bandaríkjunum.
CBD hef ur mik ið ver ið til
umræðu hérlendis enda er Ísland
meðal fárra vestrænna ríkja þar sem
lagalegur vafi leikur á um lögmæti
efnisins og Lyfjastofnun hefur lagst
gegn innflutningi.
Um er að ræða tvær týpur, Svefn
til hvíldar og Vöku til daglegra
athafna. „Þetta er eins og gullgerð-
arlist,“ sagði forsprakkinn Jón Þór
Birgisson, eða Jónsi, í tilkynningu
og líkti ilminum við tónlist. „Þetta
er opinn vettvangur fyrir tilrauna-
starfsemi og uppgötvanir, og því
meira sem þú blandar saman þeim
mun betri niðurstöðu munt þú
sennilega fá.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Sigur Rós setur nafn sitt við kanna-
bistengdar vörur. Árið 2017 var
hljómsveitin í samstarfi við Lord
Jones með kannabissælgætið Wild
Sigurberry, hlaup með ýmsu berja-
bragði, unnið úr THC og CBD og því
ekki löglegt á Íslandi. – khg
Sigur Rós með
CBD-olíulínu
Sigur Rós. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMFÉLAG Í dag eru tuttugu ár liðin
síðan eitt mannskæðasta f lugslys
Íslandssögunnar skók samfélagið.
Slysið atvikaðist þannig að lítil
f lugvél, með fimm farþega innan-
borðs auk flugmanns, skall í sjóinn
í grennd við Reykjavíkurflugvöll en
vélin var að flytja gesti Þjóðhátíðar
í Eyjum til síns heima.
Flugmaðurinn og tveir farþegar
létust samstundis eða skömmu eftir
slysið en hinir þrír farþegarnir lét-
ust síðar af sárum sínum. Hin látnu
hétu Mohamed Jósef Daghlas, sem
flaug vélinni, Jón Börkur Jónsson,
Gunnar Viðar Árnason, Karl Frí-
mann Ólafsson, Heiða Björk Viðars-
dóttir og Sturla Þór Friðriksson.
Slysið hafði mikil áhrif og varð
til þess að augu margra opnuðust
um nauðsyn úrbóta varðandi f lug-
öryggi hérlendis.
Í tilefni af tímamótunum hyggj-
ast aðstandendur og vinir hinna
látnu standa fyrir viðburði við
minnisvarðann um slysið í Skerja-
firði þar sem hinna látnu verður
minnst.
„Við viljum kalla þetta virðing-
arathöfn og markmiðið er minnast
með hlýju allra þeirra góðu stunda
sem við fengum að njóta með fólk-
inu okkar í stað þess að syrgja þá
staðreynd að þær voru allt of fáar.
Þeir sem féllu frá þennan dag snertu
hjörtu margra og með þessum við-
burði viljum við sýna í verki að
við gleymum þeim aldrei,“ segir
útvarpsmaðurinn Heiðar Aust-
mann, einn af skipuleggjendum
viðburðarins.
Heiðar segir að slysið hafi verið
sér gríðarlegt áfall enda missti
hann sinn besta vin, Gunnar Viðar,
þennan dag. Vinirnir höfðu verið
að skemmta sér á Þjóðhátíð og áttu
pantað í sama f lug heim. Gunnar
Viðar var hins vegar of seinn upp á
f lugvöll og svo fór að Heiðar fór án
vinar síns. „Ég flaug í þessari sömu
f lugvél og Mohamed f laug henni
einnig,“ segir Heiðar.
Í ferðinni sem hann fór í var lent
á f lugvellinum á Selfossi en næsta
ferð vélarinnar átti að enda í Reykja-
vík. „Ég er síðan á leið í bíl í bæinn
þegar pabbi hringir í mig í of boði.
Hann er of boðslega feginn að ég
svara og segir mér frá slysinu sem
fréttir voru farnar að berast af. Þá
fann ég bara strax innra með mér
að vinur minn var farinn.“
Að sögn Heiðars hafi lífið fram að
því verið áhyggjulaus skemmtun en
allt hafi breyst eftir þennan örlaga-
ríka dag. „Ég segir oft að þetta hafi
verið dagurinn þar sem ég fullorðn-
aðist og áttaði mig á alvöru lífsins.“
bjornth@frettabladid.is
Ætla að minnast góðu
stundanna með hlýju
Ættingjar og vinir þeirra sex sem létust í flugslysinu í Skerjafirði fyrir tuttugu
árum standa fyrir virðingarathöfn í dag. Markmiðið er að minnast fórnar-
lambanna með hlýju og rifja upp góðar minningar í stað þess að fella tár.
Flugvélin skall í sjóinn í grennd við Reykjavíkurflugvöll árið 2000. MYND/ÞÖK
Þetta er opinn
vettvangur fyrir
tilraunastarfsemi og upp-
götvanir, og því meira sem
þú blandar saman þeim
mun betri niðurstöðu munt
þú sennilega fá.
Jónsi
7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð