Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 25
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Í ÁR TAKA 19 LISTAMENN FRÁ 8 LÖNDUM ÞÁTT Í HÁTÍЭ INNI OG SÝNA FJÖLBREYTT VERK. ÞEGAR ÉG KOM ÚR SÓTTKVÍNNI HÉR HEIMA FÓR ÉG Í BANKANN OG FÓR SVO AÐ SKOÐA MÓDELIÐ SEM ER Á ÞÚSUNDKRÓNA­ SEÐLINUM. Baldur Borgarbókasafnið hefur undan­farin ár tekið þátt í Hinsegin dögum og í ár var ætlunin að bjóða upp á tvenns konar uppákom­ ur, annars vegar upplestra sérvaldra rithöfunda í bókabílnum Höfðingja og hins vegar fjórar litríkar sögu­ stundir fyrir börn með dragdrottn­ ingunni Starínu. Þegar hætt var við þessa viðburði var brugðið á það ráð að framleiða í f lýti netupplestra og netsögustundir. Rithöfundarnir Ragnar H. Blön­ dal, Ari Blöndal Eggertsson, Elías Knörr, Eva Rún Snorradóttir, Krist­ ín Ómarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Guðjón Ragnar Jónasson og Fríða Bonnie Andersen tóku sig til og lásu upp úr verkum sínum heima í stofu. Afraksturinn má finna á Facebook­ síðu Borgarbókasafnsins á næstu dögum er upplestrarnir birtast einn af öðrum. Dragdrottningin Starína fór í sitt allra fínasta púss og las alls konar hinsegin barnabækur fyrir börnin, eins og henni er einni lagið. Allir eru hvattir til að fara á facebook.com/borgarbokasafnid næstu daga til að njóta fjölbreyti­ leikans í allri sinni dýrð. Fjölbreytileikinn í allri sinni dýrð Ba ldu r Helgason og Patty Spyrakos sýna verk sín á sýningunni Silly Things í Gall­ery Porti, Laugavegi 23b. Þau eru búsett í Chicago og starfa þar sem mynd­ listarmenn. Þau f lugu til Íslands frá Bandaríkjunum í lok maí til þess að f lýja COVID og hafa unnið að gerð verkanna á Íslandi síðan. Eigin útgáfur Á sýningunni sýnir Baldur röð olíumálverka sem byggja á þeim einstaklingum sem prýða íslensku peningaseðlana. „Þegar ég kom úr sóttkvínni hér heima fór ég í bank­ ann og fór svo að skoða módelið sem er á þúsundkrónaseðlinum. Þetta er fínn gamall karl en þetta er ekki Brynjólfur Sveinsson. Mér fannst það alltaf gefið að hann hefði litið svona út en þetta var bara tilbún­ ingur. Það er bara til ein teikning af honum svo ég viti og mér fannst hún miklu meira spennandi en sú sem er á seðlinum. Þá fór ég fór að hugsa um að gera mínar eigin útgáfur. Ég gerði síðan þessa myndröð á tveim­ ur mánuðum hér á Íslandi. Þær eru af sex ólíkum persónum: Brynjólfi Sveinssyni, Árna Magnússyni, Jóni Endurmat og sex ólíkar persónur Listahjónin Baldur Helgason og Patty Spyrakos sýna í Gallery Porti. Íslenskir peningaseðlar veittu honum innblástur. Hún sækir innblástur í íslenskt landslag. Patty Spyrakos og Baldur Helgason sýna í Gallery Porti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ein af myndum Baldurs er af Kjarval. Samtímalistahátíðin Plan­B Art Festival fer fram í Borgarnesi helgina 7. –9. ágúst, og markar árið fimm ára afmæli hátíðarinn­ ar. Í ár taka 19 listamenn frá átta löndum þátt í hátíðinni og sýna fjölbreytt verk, sem þeim hefur með undraverðum hætti tekist að aðlaga að breyttu ástandi með skömmum fyrirvara. Sý ningar r ý mi hát íðar innar verða með breyttu sniði. Glugga­ gallerí verður í húsnæði Arion banka á Digranesgötu 2 í Borgar­ nesi þar sem gestum gefst færi á að ganga umhverfis húsið og njóta listar utan frá. Þá verður tímastillt innsetning í Grímshúsi í Brákarey þar sem einum gesti í einu verður hleypt inn í rýmið, en einnig verð­ ur hægt að upplifa verkið að utan. Hinu víðfræga gjörningakvöldi Plan­B verður streymt á laugar­ dagskvöld klukkan 20.00 á vefsíðu hátíðarinnar, planbartfestival.is. Þar verða á boðstólum hinir ýmsu Samtímalistahátíðin Plan-B aðlagar sig breyttum aðstæðum Verk eftir Önnu Fríðu Jónsdóttur á Plan-B Art Festival árið 2018. Skipuleggjendur Plan-B stilla sér upp. Í dag, föstudaginn 7. ágúst klukk­an 17.00, verður formleg opnun Nýlundabúðarinnar í fugla­ skoðunarhúsinu í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri. Nýlundabúðin er fyrsta íslenska lundabúðin sem er umkringd alvöru lundum, allar vörurnar eru teiknaðar á staðnum og ekkert er til sölu. Það eru listamennirnir Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring sem standa að baki verkefninu, sem er stutt af Brot­ hættum byggðum og Hönnunar­ sjóði Íslands. Sökum veirusmitvarna má eng­ inn vera við opnunina en öllum boðið að vera viðstödd í beinni útsendingu á Instagram­reikningi verkefnisins, @nylundabudin. Það verða ræðuhöld, klippt á borða, vettvangsferð og lundaskoðun fyrir alla fjölskylduna. Alvöru lundar í Hafnarhólma Rán Flygenring og Elín Elísabet. gjörningar og vídeóverk. Þrjú lista­ verk verða til sýnis í almennings­ rými, við Landnámssetur Íslands, í matvöruversluninni Bónus og í Íþróttamiðstöðinni. Sigurðssyni, Ragnheiði Jónsdóttur, Jóhannesi Kjarval og Jónasi Hall­ grímssyni,“ segir Baldur. Myndirnar eru mjög ýktar og stríðnislegar en Baldur segist vona að fólk þekki við­ komandi á þeim. Baldur hefur haldið fjölda sýn­ inga í Bandaríkjunum og verið fenginn til að myndskreyta í New York Times. Um hann var nýlega stór umfjöllun í hinu þekkta mynd­ listartímariti Juxtapoz. Íslenskt landslag Patty, sem er bandarísk af grískum ættum, dregur fram í verkum sínum sérstaka sýn sína á Ísland. Hún sýnir skúlptúra úr leir og sækir inn­ blástur í íslenskt landslag. „Verkin sýna íslenskt lands­ lag: fjöll, vötn, jökla, sem eru ekki fullformuð heldur eru að taka á sig form. Þarna eru líka nokkrar fígúrur, sem eru að endurskapa sig. Endurmat er ákveðið þema í verk­ unum, eins og í raunveruleikanum. Við höfum tekist á við COVID og um leið er fólk að vakna til vitundar um rasismann og óréttlætið sem er allt í kringum okkur. Fólk er að spyrja sig spurninga og endurmeta hlutina og sjálft sig,“ segir Patty. Hún segist undanfarið hafa verið að gera alls kyns tilraunir með efni í listsköpun sinni. „Þetta eru efni sem eru aðgengileg og ég unnið með hvenær og hvar sem er. Þau gefa mér frelsi. Í síðastu sýningu sem ég hélt notaði ég slím sem ég bjó til sjálf, eins og börn leika sér að og er selt í Tiger, og gerði skúlptúra og myndir úr því. Það var mjög róandi og heil­ andi að vinna með það,“ segir hún. Sýning þeirra hjóna stendur til 13. ágúst. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F Ö S T U D A G U R 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.