Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hvernig væri nú að vinstri menn kæmu einn daginn duglega á óvart með því að hrósa Davíð Odds- syni? Fjórða iðnbyltingin er ekki síst í sjálfkeyr- andi farar- tækjum sem munu spara fjármuni og bjarga manns- lífum. Það er fallegt þegar stjórnmálamenn hrósa þeim sem eiga að teljast keppinautar eða andstæðingar þeirra í stjórnmálum. Það lýsir ekki bara örlæti heldur líka getu til að koma sér upp úr þeim pólitísku skot-gröfum sem stjórnmálin eru svo óþægi- lega full af. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, hrósaði á dögunum þingmönnum Pírata og sagði þá búa yfir ýmsum góðum kostum en tók um leið fram að hann deildi ekki öllu í sýn þeirra. Engin ástæða er til að fólk sé stöðugt að deila sömu sýn. Sá sem ætlast til þess er fastur í þröngsýni. Hann þykist vita hvað er rétt og satt og leyfir ekki frávik frá því. Það er fáránlegt að dæma fólk eftir stjórn- málaskoðunum þess, nema viðkomandi sé alræmdur fasisti sem ætíð gengur rangan veg. Alltaf er nokkuð vandræðalegt að hlusta á stjórn- málamenn segja: Við Sjálfstæðismenn – Við í Sam- fylkingunni – Við Framsóknarmenn og svo fram- vegis. Það er dálítið eins og meðlimur í sértrúarflokki sé að tala. Einstaklingur sem aldrei lætur hvarfla að sér að efast um málstaðinn heldur fylgir fyrir fram gefinni línu af sannri sannfæringu. Það getur ekki verið hollt. Það er ekkert óskaplega langt síðan þingmaður, gamall í hettunni, kvartaði undan því að andinn á Alþingi væri svo slæmur að ekki hvarflaði að þingmönnum að setjast til borðs í hádegishléi með pólitískum andstæðingum. Slíkt hefði hins vegar verið mikið sport á árum áður og úr hefðu orðið hinir líf legustu matmálstímar. Flokkshollusta blindar fólk allt of oft. Sjálfstæðis- menn froðufella margir hverjir í hvert sinn sem Dagur B. Eggertsson sést opinberlega, enda er hann í þeirra huga maðurinn sem hefur sett sér það mark- mið að eyðileggja Reykjavík, og vill auk þess draga þá út úr einkabílnum og henda þeim upp í strætó. Sem er fádæma ósvífið því allir vita að sómakær Sjálfstæðis- maður getur alls ekki látið sjá sig í strætó. Vinstri menn geta svo enn ekki á heilum sér tekið vegna tilveru Davíðs Oddssonar. Í hvert sinn sem ögrandi, hvöss og ósvífin nafnlaus skrif birtast í Morgunblaðinu, hvort sem um er að ræða Staksteina eða Reykjavíkurbréf, þá hrynur taugakerfi þessa fólks. Eina ráð þess er að fara hamförum og fordæma skrifin, án þess að rýna í þau. Enda þarf þess ekki. Það liggur í hlutarins eðli að skoðanir sem þar eru settar fram hljóta að vera rangar af því að Davíð Oddsson getur ekki nokkurn tíma haft á réttu að standa. Nú má vel vera að í einhverjum tilvikum hafi ein- hver annar en Davíð skrifað viðkomandi pistla og greinar, en að því er aldrei hugað – sem hlýtur að vera mjög frústrerandi fyrir þann sem skrifað hefur en fær aldrei kredit. Hann er orðinn Davíð Oddsson án þess að vera það. Mjög súrrealískt hlutskipti. Hvernig væri nú að vinstri menn kæmu einn daginn duglega á óvart með því að hrósa Davíð Odds- syni? Eins og allir hlýtur hann stundum að hafa á réttu að standa. Varla er hann Óvinurinn sjálfur holdi klæddur. Eða hvað? Óvinurinn Tuttugasta og fyrsta öldin er öld breytinga. Fram-tíð borga felst mikið í því að nýta nýja tækni og vera leiðandi í umbreytingum. Á sama hátt og hrein hitaveitan tók við af mengandi kolakyndingu getur Reykjavík verið í fararbroddi við rafvæðingu bílaflotans. Þó eitthvað sé gert af hálfu borgarinnar er hægt að gera miklu betur í þeim efnum. Markaðurinn og almenningur eru á undan í þess- ari umbreytingu. Hér á borgin að stórbæta aðgengi almennings að rafhleðslu í fjölbýli. Þetta höfum við Sjálfstæðismenn lagt til í borgarstjórn. Loftgæðin eiga líka að vera betri. Talið er að um 80 ótímabær dauðs- föll megi rekja til svifryksmengunar í Reykjavík. Hér þarf að snúa við blaðinu og bæta loftgæði með betra malbiki og hreinum orkugjöfum. Íslensk fyrirtæki hafa verið framarlega í notkun Internetsins. Höfuðborgin er eftirbátur í þessum efnum en ekki leiðandi. Enn þarf að skila teikningum og skjölum á pappír inn í borgarkerfið sem svarar með bréfapósti. Nú eða alls ekki. Nýlega sendi borgin áskorun á borgarbúa um að afþakka pappír. Áskor- unin var send inn um allar lúgur. Á pappír. Í stað þess að falla á eigin prófi ætti borgin að auðvelda sam- skiptin við íbúa með skilvirkum hætti. Svara fyrir- spurnum hratt og vel og afgreiða mál. Kostnaður í borgarkerfinu er gríðarlegur eins og það er í dag og eru mun fleiri starfsmenn á íbúa í stærsta sveitarfélaginu en nágrannasveitarfélögum. Viðbrögð fyrirtækja og skóla í COVID-19-faraldrinum sýna vel hvernig hægt er að auka skilvirkni. Tæknin eykur sveigjanleika, framleiðni og bætir þjónustu. Þrjár f lugur í einu höggi. Bylting er að eiga sér stað í samgöngumálum. Fjórða iðnbyltingin er ekki síst í sjálfkeyrandi farartækjum sem munu spara fjármuni og bjarga mannslífum. Hér á borgin að vera leiðandi. Merkingar verða að vera í lagi. Og svo er stórt tækifæri í að nútímavæða almenningssamgöngur. Sjálfvirkir strætisvagnar geta bætt þjónustuna mikið, enda er kostnaður við slík kerfi mun lægri. Í stað þess að veðja á línulegar lausnir er framtíðin fólgin í snjöllum og persónumiðuðum lausnum. Þar á Reykjavík að vera í fararbroddi. Framtíðarborgin Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks Af eða á Það getur verið snúið að átta sig á ýmsu. Í gær var hér rætt um hitastig í því sambandi. En það er f leira. Í gær sagði Þórólfur Guðnason frá því að Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum á nýjan leik. Fyrir örfáum dögum var hér allt á öðrum endanum vegna þess að Íslensk erfðagreining væri að hætta að skima þar. Þrátt fyrir eftirgangsmuni var Kári Stefánsson óbifanlegur í þeirri afstöðu sinni að nú væri nóg komið og ÍE þyrfti að snúa sér að þeim verkefnum sem starfsemi þess byggir á. Við erum þakklát fyrir að Kári skimi á ný, en hefði ekki mátt spara sér þetta upp- hlaup? Fámennissamgöngur Í gær var tilkynnt um að frestur til að sækja um styrki til verk- efna á sviði almenningssam- gangna á grundvelli stefnumót- andi byggðaáætlunar, eins og það er nefnt, hafi verið fram- lengdur fram í miðjan mánuð. Það er til mikils að vinna, heilar 32,5 milljónir. Nú ætti það að vera alkunna að nema kannski í allra stærstu sveitarfélögum, eru almenningssamgöngur á landsbyggðinni í skötulíki, út af svolitlu. Það mun því líklega ekki breyta neinu þó frestur til að sækja um styrk til að fara sér að fjárhagslegum voða sé lengdur. Ísland er land einka- bílsins. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.