Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 8
Furstadæmið Hutt
River mun ekki
halda áfram á svo erfiðum
tímum, sem aðrir eru einnig
að glíma við.
Graeme I prins
ÁSTRALÍA Sögu furstadæmisins Hutt
River er lokið eftir 50 ár, í kjölfar
þess að Graeme I prins tilkynnti að
fríríkið myndi ganga inn í Ástralíu
á nýjan leik. Uppgefin ástæða eru
erfiðleikar vegna COVID-19 farald-
ursins en raunveruleg ástæða er
sennilega stór uppsöfnuð skatta-
skuld.
Fríríkið var stofnað árið 1970
þegar bóndinn Leonard Casley, sem
átti stóra landareign á vesturströnd
Ástralíu, varð ósáttur við skatt-
heimtu og kvótasetningu á hveiti og
vildi skilja við land sitt. Fékk hann
fjóra aðra landeigendur á svæðinu,
sem voru í sömu stöðu, til þess að
ganga til liðs við sig.
Taldi Casley sig vera í fullum rétti
til að segja sig úr lögum við ástralska
ríkið en vildi þó ekki skilja við þjóð-
höfðingja sinn, Elísabetu II drottn-
ingu. Þó að Casley hefði sagt sig úr
lögum við Ástralíu gengu málaferli
fram og til baka gagnvart fylkinu
Vestur-Ástralíu. Yfirlýsingum hans
um stofnun ríkisins og fullveldi þess
var iðulega ekki svarað.
Á áttunda áratugnum fór Casley
að titla sig Leonard prins og jafnvel
hans hátign Leonard prins I af Hutt.
Hann virti reglur um hveitifram-
leiðslu að vettugi og seldi það sem
hann vildi og skatta greiddi hann
ekki. Árið 1977 var hann dæmdur
fyrir skattsvik og í kjölfarið lýsti
hann yfir stríði gegn Ástralíu.
Ástralir tóku þetta hins vegar ekki
alvarlega og sendu ekki hermenn á
búgarðana.
Næstu áratugir liðu með nokkurn
veginn sama hætti, málaferli um
skatta og skyldur og krafan um sjálf-
stæði var ekki tekin alvarlega. Engar
aðrar þjóðir viðurkenndu fursta-
dæmið heldur þó að það hefði sína
eigin höfuðborg, mynt, lög, vegabréf
og fleira sem sjálfstæðar þjóðir hafa.
Með tímanum varð Hutt River
þó vinsæll ferðamannastaður og
Casley-fjölskyldan hafði þó nokkrar
tekjur af því. Íbúar Hutt River voru
aðeins á þriðja tug en ferðamenn
gátu auðveldlega fengið vegabréf
og orðið ríkisborgarar. Samkvæmt
opinberum tölum var heildarfjöldi
borgaranna um 14 þúsund.
Casley gerði tilraunir til þess að
lokka fyrirtæki til landsins líkt og
skattaparadísir Karíbahafsins. Í
Hutt River væri aðeins 0,5 prósenta
skattur. Honum varð þó ekki kápan
úr því klæðinu því að ástralska
stjórnin varaði fyrirtæki við því að
slíkar skráningar yrðu ólöglegar.
Árið 2017 lét Leonard Casley loks
af stjórn furstadæmisins og sonur
hans, Graeme, tók við. En hann tók
ekki aðeins við heilu landi heldur
einnig hundraða milljóna króna
skattaskuld. Árið 2019 lést Leonard
og aðeins nokkrum mánuðum síðar
var tilkynnt að landamærunum
yrði lokað og að fríríkið myndi fara
í ótímabundið hlé.
Á mánudag var loks tilkynnt að
fríríkið yrði leyst upp og landar-
eignir seldar til þess að gera upp við
ástralska ríkið. „Furstadæmið Hutt
River mun ekki halda áfram á svo
erfiðum tímum, sem aðrir eru einn-
ig að glíma við,“ sagði prinsinn.
Hutt River er langt frá því að vera
eina óviðurkennda örríki heimsins.
Kristjanía í Kaupmannahöfn er
Íslendingum vel kunn, en einnig má
nefna eyjuna Liberland á Dóná, For-
vík á Hjaltlandseyjum og Uzupis í
Litháen. kristinnhaukur@frettabladid.is
Furstadæmið Hutt River lagt
niður eftir hálfrar aldar sögu
Furstadæmið Hutt River í vesturhluta Ástralíu hefur verið lagt niður. Uppgefin ástæða eru erfiðleikar
vegna COVID-19 faraldursins en í raun knésetti 50 ára skattaskuld fríríkið og prins þess Graeme I.
Hutt River átti sér skrautlega sögu og lýsti meðal annars yfir stríði gegn Ástralíu sem ekki var svarað.
Leonard I prins og prinsessa hans Shirley í hásætum sínum. MYND/GETTY
Minntust fórnarlambanna í Hírósíma
Lítil stúlka fylgist með kertalugt á f loti í Hírósíma í Japan í gær. Þess var minnst að 75 ár eru frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorku-
sprengju á borgina. Minningarstundin var lágstemmd vegna kórónaveirufaraldursins. Um 70 þúsund létust samstundis í sprengingunni og þús-
undir í kjölfarið. Þremur dögum síðar var kjarnorkusprengju varpað á Nagasaki og lauk þá heimsstyrjöldinni með uppgjöf Japana. MYND/GETTY
BANDARÍKIN Ný rannsókn fræði-
manna úr sex bandarískum háskól-
um sýnir að löggjöf í íhaldssömum
fylkjum Bandaríkjanna hafi lækk-
að meðalævilengd í landinu sem
heild. Ástæða rannsóknarinnar
var það áfall sem Bandaríkjamenn
fengu árið 2014 þegar meðalævi-
lengd lækkaði í fyrsta sinn. Meðal-
ævilengd hefur nánast staðið í stað
undanfarin ár og þrátt fyrir hækk-
un undanfarin tvö ár er hún enn þá
lægri en árið 2013, eða 78,93 ár.
Helstu þættir löggjafar sem eru
taldir hafa áhrif á meðalævilengd
eru reglur um aðgengi að heil-
brigðisþjónustu, tóbaksnotkun,
skotvopn, útblástur, lágmarkslaun,
orlof og hvíldartíma, þungunarrof
og ýmis önnur heilbrigðis- og félags-
leg mál.
Í rannsókninni kemur fram að
niðursveif lan hófst á níunda ára-
tugnum þegar fylkin fóru að verða
ólíkari. Íhaldssamari löggjöf var
sett í mörgum ríkjum, sér í lagi í
Suðurríkjunum og miðvestrinu á
meðan austur- og vesturströndin
urðu frjálslyndari.
Kalifornía færðist hraðast í átt til
frjálslyndis og þar er meðalævin nú
næstlengst í landinu, á eftir Hawaii,
og þar hefur hún lengst mjög hratt
undanfarin ár. Oklahoma er það
fylki sem hefur færst hvað hraðast
í átt til íhaldssemi og vermir eitt af
neðstu sætunum ásamt fylkjum á
borð við Arkansas, Kentucky og
Vestur-Virgíniu, þar sem meðalævi-
lengd lækkar skarpast. Munurinn
á hæsta og lægsta fylkinu er 7,5 ár.
Fræðimennir nir komast að
þeirri niðurstöðu að ef öll Banda-
ríkin hefðu fylgt sömu stefnu og til
dæmis Kalifornía og Hawaii væri
meðalævilengd hvers Bandaríkja-
manns mun hærri. Þessi fylki eru á
pari við Kanada, Svíþjóð og Ísland
á meðan Vestur-Virginía er fyrir
neðan Túnis, Hondúras og Víetnam
á listanum. Bandaríkin eru í dag í
38. sæti heimslistans, mitt á milli
Líbanons og Kúbu. – khg
Íhaldssöm
löggjöf styttir
ævilengd
Paul Ryan og Donald Trump settu
lög til að draga úr heilbrigðislöggjöf
Baracks Obama. MYND/GETTY
MENNTUN Antonio Guterres, aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna, segir
COVID-19 faraldurinn hafa valdið
stærstu spjöllum á menntamálum
í sögunni. En alls eru skólar lokaðir
í 160 löndum og 100 lönd hafa ekki
tilkynnt opnun þeirra í haust.
„Þetta eru hamfarir heillar kyn-
slóðar sem gætu eytt ómældum
möguleikum fólks, grafið undan
áratuga uppbyggingu og aukið
ójöfnuð,“ sagði Guterres í mynd-
bandsávarpi. Einnig að þær ákvarð-
anir sem leiðtogar heimsins þyrftu
að taka myndu hafa áhrif á hundruð
milljóna barna og þar af leiðandi
framtíð landanna.
Opnun skólanna, þegar aðstæður
leyfa, ætti að vera algert forgangs-
mál samkvæmt Guterres og fjár-
magn yrði að fylgja með. – khg
Áhyggjur af
menntun barna
Íbúar Hawaii lifa 7,5
árum lengur en íbúar
Vestur-Virginíu.
7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð