Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 6
Á Íslandi þurfa hvorki söfn né veitingastaðir að safna upplýsingum um gesti sína, þeim er öllum safnað við landamærin. STJÓRNSÝSLA Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu­ rekenda, FA, segir mikilvægt að stjórnvöld skýri hvernig koma eigi til móts við fyrirtæki sem neyðast til að hætta eða takmarka starfsemi sína í núverandi bylgju kóróna­ veirufaraldursins. Félag atvinnurekenda beitir sér nú fyrir hönd Leiðtogaþjálfunar ehf., sem starfrækir hin þekktu Dale Carnegie­námskeið og ríkisskatt­ stjóri hefur synjað um að fá styrk vegna tímabundinnar lokunar í mars í ljósi COVID­19. „Á námskeiðum okkar eru æfing­ ar sem kalla á nánd. Okkur var því nauðugur einn kostur að loka starf­ semi okkar,“ segir í styrkumsögn Leiðtogaþjálfunar. Þar kemur fram að algengasti fjöldi á námskeiði sé 30­35 manns. Sagði að tekjurnar í apríl hefðu dregist saman um 84 prósent frá því í apríl í fyrra. Skatturinn óskaði eftir því 23.  júní að Leiðtogaþjálfun sendi inn rökstuðning fyrir því að starf­ semi fyrirtækisins uppfyllti auglýst­ ar kröfur fyrir lokunarstyrk. Félag atvinnurekenda svaraði fyrir hönd Leiðtogaþjálfunar 10. júlí. Kom þar fram að vinsælustu Dale Carnegie­ námskeiðin snúist um sjálfsrækt þar sem þátttakendur kafi inn á við til að yfirstíga persónulegar hindr­ anir. „Í tímunum fara fram samtöl við þátttakendur sem yfirgefa tímann oft í geðshræringu og þurfa huggun sem ekki er hægt að veita úr fjarlægð. Í þeirri viðleitni að fá þátttakendur til að stíga út fyrir þægindahringinn eru enn fremur notaðar sveigjanleikaæf ingar. Æfingum fylgir snerting og hama­ gangur auk þess sem fólk svitnar og frussar,“ er staðan útskýrð. Í bréfi FA segir enn fremur að þó að í auglýsingunni um lokunar­ styrkina séu talin upp dæmi, geti sú upptalning ekki talist tæmandi. Leiðtogaþjálfun telji að starfsemin falli undir þá málsgrein auglýs­ ingarinnar sem taki til starfsemi og þjónustu sem krefjist og skapi hættu á snertingu milli fólks og mik­ illar nálægðar. Leiðtogaþjálfun hafi ekki talið sér annað fært en að loka vegna mikillar nándar og að ófært hafi verið að tryggja tvo metra milli manna á námskeiðunum. „Vill félagið í þessu sambandi árétta mikilvægi þeirrar samfélags­ legu ábyrgðar sem félagsmaður okkur hefur sýnt með því að loka starfsemi sinni á grundvelli fyrr­ greindra sjónarmiða með það að markmiði að draga úr útbreiðslu veirunnar,“ er undirstrikað í bréfi FA. Ríkisskattstjóri synjaði umókn Leiðtogaþjálfunar 23. júlí. Upp­ fylla þurfi öll sett skilyrði til þess að eiga rétt á lokunarstyrk og það geri Leiðtogaþjálfun ekki. Fyrirtækið falli undir það ákvæði sem feli í sér fjölda­ og nálægðartakmarkanir en þar sem hægt sé „að viðhalda starf­ semi í einhverri mynd og laga að hertum sóttvörnum“, eins og segir í synjunarbréfinu. Óla f u r St ephen s en, f r a m­ kvæmdastjóri FA, segir niðurstöð­ una í máli Leiðtogaþjálfunar mikið umhugsunarefni og kveður von á kæru til yfirskattanefndar. Fyrir­ tækinu hafi augljóslega verið lokað vegna fyrirmæla stjórnvalda í áðurnefndri auglýsingu. Mikill ábyrgðarhluti hefði verið að halda rekstrinum áfram. „Ef Skatturinn heldur sig við þrönga túlkun á lögunum um stuðning við minni rekstraraðila, þarf Alþingi að endurskoða lögin þannig að þau nái með skýrum hætti yfir öll fyrirtæki, sem sannar­ lega neyddust til að hætta rekstri vegna fyrirmæla stjórnvalda. Vegna fárra umsókna um lokunarstyrki er augljóslega svigrúm til að rýmka skilyrðin fyrir greiðslu þeirra,“ bendir Ólafur á. Að sögn Ólafs hefur FA kallað eftir því að stjórnvöld greini hið fyrsta frá því hvort og þá hvernig þau hyggist koma til móts við fyrir­ tæki sem neyðist til að hætta starf­ semi eða takmarka hana nú þegar önnur bylgja faraldursins sé hafin. „Það er mikilvægt að þá sé réttar­ staðan á hreinu, því að skýrar línur um stuðning við fyrirtæki styðja þá við aðgerðir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda og auðvelda fyrirtækjum að sýna samfélagslega ábyrgð og grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. gar@frettabladid.is Synjað um styrk vegna lokunar Dale Carnegie Félag atvinnurekenda segir að falli ríkisskattstjóri ekki frá þröngri túlkun á lögum um lokunarstyrki vegna C0VID-19 verði Alþingi að breyta lögunum. Félagið rekur mál Dale Carnegie sem fær ekki styrk vegna lokunar í mars. Lítið var um að vera í húsnæði Dale Carnegie-námskeiða Leiðtogaþjálfunar við Ármúla 11 í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Vingardíum ... CHILI-SÓSA! SNILLD Á FRAN SK A R N A RCH ILISÓ SA Afgreiðslutímar á www.kronan.is Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar NÁTTÚRA Frjómælingar Náttúru­ fræðistofnunar Íslands sýna að umtalsverður munur var á Norður­ landi og Suðurlandi í júlí. En eins og áður hefur komið fram var júlímán­ uður afar kaldur, um 1,3 gráðum undir tíu ára meðaltali í Reykjavík og einnig undir meðaltali á Akur­ eyri. Kuldinn virðist ekki hafa haft áhrif til lækkunar sunnanlands en í mælingastöðinni í Garðabæ mæld­ ust 1.149 frjó á hvern rúmmetra en þar er meðaltalið í júlí 932. Á Akur­ eyri mældust hins vegar aðeins 511 frjó á rúmmetra, sem er langt undir meðaltalinu undanfarin 20 ár, það er 916. Meira en tveir þriðju frjókorna á báðum stöðum voru grasfrjó en einnig var nokkuð af súrufrjóum. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun má áfram búast við grasfrjóum í lofti í ágúst ef veðurskilyrði verða hagstæð. – khg Mikill munur á frjókornum norðan- og sunnanlands Vegna fárra um- sókna um lokunar- styrki er augljóslega svig- rúm til að rýmka skilyrðin fyrir greiðslu þeirra. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri FA Aðeins 511 frjó mældust á hvern rúmmetra á Akur- eyri en meðaltalið er 916. COVID -19 Lög reglan hefur ekki beinan að gang að þeim per sónu­ upp lýsingum sem ferða menn skila inn á eyðu blöðum við komu til landsins og geta því ekki stuðst við þær í rann sóknum sínum á saka­ málum eða í neinum öðrum til gangi en þeim sem tengist smitrakningu. Embætti landlæknis hefur eitt að­ gang að upp lýsingunum nema þegar smit greinist hjá ein stak­ lingi við landa mæra skimun en þá fær smitrakningar teymið einnig að gang að upplýsingum um við­ komandi. Víða í Evrópu hefur skapast nokk­ ur um ræða um söfnun per sónu upp­ lýsinga í þeim til gangi að koma í veg fyrir út breiðslu kórónaveirunnar og mögu leika lög reglunnar til að nota upp lýsingarnar í öðrum til gangi. Greint hefur verið frá því að í ein­ hverjum til fellum hafi lög reglan sóst eftir þessum upp lýsingum í öðrum til gangi, til dæmis í leit að vitnum og síðast í Ítalíu til að hafa upp á manni sem framdi skemmd­ arverk á lista verki í safni nokkru. Á Ís landi þurfa hvorki söfn né veitinga staðir að safna upp­ lýsingum um gesti sína heldur er þeim öllum safnað við landamærin. Per sónu verndar full trúi Em bættis land læknis, Hólmar Örn Finns son, segir í sam tali við Frétta blaðið að upp lýsingarnar séu aðeins notaðar í tengslum við skimun og smitrakn­ ingu. Hann segir að upp lýsingarnar séu geymdar í sótt varna grunni hjá Em bætti land læknis og sóttvarna­ læknis. „Þar getum að eins við tengt ein­ stak linga og sýnin þeirra. Þannig að þegar til rauna stofur greina sýnin þá senda þær niður stöðurnar til okkar og við tengjum saman ein­ stak ling og niður stöðu,“ segir hann. „Ef sýnið reynist jákvætt eru upp­ lýsingarnar af eyðublaðinu náttúru­ lega sendar til rakningarteymisins svo að það geti fylgt viðkomandi einstaklingi eftir,“ segir Hólmar. og bætir við að lögreglan geti ekki notað eyðublöðin við rannsóknir á sakamálum. Hann segir að em bættið myndi ekki veita lög reglu heimild til að nálgast upp lýsingarnar ef sóst yrði eftir og bendir á að vissar reglur gildi um öf lun upplýsinga í saka­ málum. Lög reglan gæti þannig fengið dóms úr skurð til að nálgast ýmis legt. – okp Lögreglan fengi ekki aðgang að upplýsingum án dómsúrskurðar Allir þeir sem koma til landsins þurfa að veita ýmsar persónu- upplýsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.