Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 28
Það eru blautir dagar fram undan um allt land ef eitthvað er að marka veðurspána. Það er því kjörið tækifæri til að pæla í regnfatnaði
fyrir haustið, bara svona til þess
að vera tilbúinn en líka til að ná að
njóta útiveru síðasta sumarmánuð-
inn. Glærar regnhlífar og regnkápur
virðast vera mjög vinsælar ef marka
má erlenda tískumiðla. Gúmmístíg-
vélin eru svo há og nokkuð klassísk,
en vönduð, sem fer vel með breyttu
landslagi í kauphegðun fólks út frá
umhverfissjónarmiðum: það er
betra að kaupa vandað sem endist
en stígvél sem verða götótt eftir eitt
útilegusumar.
steingerdur@frettabladid.is
Vætusamt
veður í
vændum
Samkvæmt veðurspám er von á nokkuð
vætusömu veðri á næstunni. Því er kjörið
að klæða sig upp á í einhvern æðislegan
regnjakka og láta smá rigningu ekki á sig fá.
7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
Svo er hægt að
fara alla leið og fjárfesta í gúmmi-
stígvélum frá
Chanel.
Sé veðrið ekki
of kuldalegt er fallegt að para stíg-vélin við kjól.
Glærar regn-
hlífar eru aðal-
trendið um þessar
mundir enda passa
þær við allt.
Hægt
er að kaupa
glærar regn-
hlífar í Tösku- og
hanskabúðinni
á Laugavegi.
Listrænir
stjórnendur Rotate, Þóra Valdim-arsdóttir og Jeanette Madsen, með glærar regnhlífar.
MYNDIR/GETTY
Falleg
og vönduð
gúmmístígvél
eru góð fjar-
festing.