Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 13
Guðmundur Steingrímsson Í DAG Ásgeir Helgi Magnússon Elísabet Thoroddsen Helga Haraldsdóttir Lilja Ósk Magnúsdóttir Ragnar Veigar Guðmundsson Ragnhildur Sverrisdóttir Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson Stjórn Hinsegin daga 2020 Við fögnum hverju skref i, sem tekið hefur verið í átt að bættum réttindum hin- segin fólks. Hverju einasta skrefi fylgir stolt yfir árangrinum sem náðst hefur í baráttunni fyrir rétt- inum til að elska, réttinum til að lifa samkvæmt eigin kynvitund, réttinum til að vera til, réttinum til að fá að vera við sjálf, án áreitis samfélagsins. Heimsfaraldur, sem setur strik í Hinsegin daga í ár, fær engu um þetta breytt. Á fjórða tug mismunandi við- burða voru skipulagðir á vegum Hinsegin daga í ár, jafnt fræðsluer- indi sem skemmtanir af ýmsum toga. Yfirlit yfir þá viðburði sýnir, að réttindabarátta okkar og sýni- leiki snertir f lest svið mannlífsins. Við höfðum hugsað okkur að halda glæsilega opnunarhátíð, þar sem hinsegin listamenn kæmu fram og rifjað yrði rækilega upp hvers vegna Hinsegin dagar eiga enn brýnt erindi. Auðvitað ætluðum við að halda sögunni til haga með leiðsögn um helstu staði, sem snerta réttinda- baráttu okkar mest. Hommar þriggja kynslóða ætluðu að setjast niður, segja sögur og bera saman bækur sínar og hinsegin konur ætluðu að styrkja tengslin. Fyrir- lestrar voru fyrirhugaðir um trans- málefni og íslenskan femínisma, hinsegin á landsbyggðinni, ástand- ið í Póllandi, líðan hinsegin barna í skólum, #blacklivesmatter og hinsegin kynheilbrigði. Hinsegin fjölskyldur ætluðu að halda Regn- bogahátíð í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum. Hinsegin dagar hafa lengi staðið fyrir Hýrum húslestrum og lýst eftir frumsömdum ljóðum í hin- segin samfélaginu. Þátttakan í ár var meiri en nokkru sinni fyrr og við ætlum að halda því til streitu að velja úr þeim aragrúa ljóða og krýna sigurvegara, þótt síðar verði. Ýmsir aðrir menningar- viðburðir voru á dagskrá, t.d. tónleikar þar sem efnið var hin- seginleikinn á óperusviðinu. Hin- segin kórinn f lytur okkur vonandi uppáhalds lögin sín síðar og drag- revían Endurminningar Valkyrju bíður líka betri tíma. Okkar eigin Gleðigöngur Enn er fjölmargt ótalið. Við vitum að f lestir munu sakna Gleðigöng- unnar mest. Hún gefur hinsegin fólki færi á sýnileika, samheldni, baráttu og gleði og þangað kemur almenningur til gleðjast með okkur yfir þeim árangri sem hefur náðst og heita okkur stuðningi í áframhaldandi réttindabaráttu. En þótt engin verði Gleðigangan í ár er ástæðulaust að hengja haus og sleppa því að halda upp á Hin- segin daga. Við hvetjum alla til að skreyta með fánum og glimmeri, hjálpa okkur að minna á að hver og einn á kröfu á fullum mannrétt- indum og að samfélagið allt verður betra ef við stöndum saman á jafn- réttisgrundvelli. Farið endilega í ykkar eigin Gleði- göngu á morgun! Það þarf ekki meira til en að ganga nokkurn spöl með systkinum, maka eða börnum, hitta skólafélaga á röltinu, taka regnbogafána – eða hvaða annan hinsegin fána sem er – með upp á Esjuna eða Úlfarsfell, setja hann út í glugga, f lagga honum á bílnum og setja þannig okkar eigin lit á heiminn. Verum #hinseginheima og #stoltíhverjuskefi. Setjumst svo við RÚV annað kvöld, þar sem landslið hinsegin listamanna skemmtir okkur og á sunnudagskvöld verður sýnd ný heimildarmynd um Gleðigönguna, í tilefni 20 ára afmælis hennar. Gleðigangan snýr aftur, en núna förum við okkar eigin leiðir, í smærri, sjálfsprottnum hópum, gætum að smitvörnum en erum alltaf glöð, alltaf stolt. Stolt í hverju skrefi Verum #hinseginheima og #stoltíhverjuskefi. JUVENTUS vs LYON FÖSTUDAG 18:50 Tryggðu þér áskrift í dag á stod2.is Einhverjir undarlegustu póli­tísku f lokkadrættir sem um getur hafa átt sér stað víða um jarðir að undanförnu, og þó einkum í Bandaríkj­ unum. Vírus herjar. Sóttvarnasér­ fræðingar mæla með varúðarráð­ stöfunum. Á meðal þeirra er notkun á andlitsgrímum. Og þótt fyrst um sinn hafi vafi leikið á hvort grímurnar væru nauðsynlegar eða ekki, þá hefur vitneskjan safnast upp og þær þykja nú óyggjandi þarfaþing í kringum­ stæðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægð við annað fólk. Grímurnar geta komið í veg fyrir smit, sem er mikilvægt. Til eru sem sagt hópar fólks sem hafa linnulaust þráast við að bera grímur. Grímur eru álitnar aðför að einstaklingsfrelsi, jafnvel tjáningar­ frelsi og fyrr segist fólk vilja dautt liggja – í bókstaf legri merkingu – heldur en að bera grímu. Í Banda­ ríkjunum höfum við orðið vitni að því hvernig gríma hefur orðið í huga kjósenda Donalds Trump að einhvers konar tákni fyrir demókrata, hræðslu þeirra og pólitíska rétthugsun, á meðan grímuleysi hefur orðið vitnis­ burður frelsis og stolts þess sem ekk­ ert hræðist, lætur ekkert stöðva sig og segir það sem hann vill. Furðulegar skotgrafir Ekki er öll vitleysan eins, hugsar maður. Hver hefði getað séð fyrir að hægt yrði að gera grímunotkun í heimsfaraldri að pólitískum skot­ gröfum? Það væri ekki hægt að ljúga þessu. Þótt sumir hafi þráast við að nota bílbelti hér á árum áður, og yfir­ gripsmikil þvermóðska hafi gripið um sig meðal einstaka bílstjóra, þá varð bílbeltanotkun ekki pólitísk hér á landi né annars staðar. Það væri sambærilegt dæmi og andlitsgrímur. Íslendingar gegn bílbeltum varð blessunarlega ekki að hreyfingu hér á landi, né heldur er hreyfing Íslend­ inga gegn grímum að ná nokkru f lugi. Sem betur fer er Ísland þannig sam­ félag að við virðumst hlusta á þekk­ ingu og vísindi og við virðumst upp til hópa reiðubúin að fórna ýmsum þægindum, áformum og daglegum hefðum með það að markmiði að sigrast sem heild á aðsteðjandi vá. Við virðumst reiðubúin að láta skynsemi ráða í veigamiklum málum þegar á hólminn er komið. Íslensk dæmi Að því sögðu verður þó að viður­ kennast að stundum klórar maður sér í höfðinu yfir umræðunni hér á landi. Yfirvegunin er ekki allsráðandi. Í íslensku samfélagi glittir í alls konar tilhneigingar sem bera keim af álíka fásinnu og við verðum nú vitni að í Bandaríkjunum. Rauði þráðurinn er þessi: Ég er miðja heimsins. Ég ætla ekki að láta aðra skerða mitt svig­ rúm í samfélaginu og ég ætla ekki að breyta minni hegðun í þágu annarra og/eða heildarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu berjast yfirvöld í samstarfi við ríkið fyrir því að byggðar verði upp almennings­ samgöngur. Það er alveg ljóst í hvað stefnir. Borgin mun kafna í bílum ef ekkert verður að gert. Fjölga þarf valkostum í samgöngum og það þarf að hafa þá valkosti umhverfisvæna. Maður hefði haldið að þetta ætti að vera sjálfsagt. En sú er ekki raunin. Andstaðan við Borgarlínu er fárán­ lega hatrömm. Ein leið til að fatta hvaðan svona tilfinningaþrungin andstaða kemur er að horfa á hana í samhengi við bandarísku grímuand­ stöðuna. Hópur fólks telur að sér og frelsi sínu vegið ef akreinum verður bætt við fyrir vagna sem f lytja fjölda fólks á milli staða, en ekki fyrir bílana þeirra. Og strætó, þar að auki, er fyrir pólitískt rétthugsandi vinstralið. Öfgahægrið freistar þess hér að gera öf lugar almenningssamgöngur, eins sjálfsagðar og lífsnauðsynlegar og þær eru í borgarsamfélagi, að pólitísku bitbeini. Strætó er okkar gríma. Áhyggjurnar af rétthugsun Og hvað á maður að kalla það þegar ríkur hvítur f lokksleiðtogi í fjöl­ menningarsamfélaginu Garðabæ ákveður á tímum heimsfaraldurs og fordæmalausra efnahagserfiðleika að verja tíma sínum í það að skrifa heilsíðugrein um að réttindabarátta blökkufólks í Bandaríkjunum sé enn eitt dæmið um mjög íþyngjandi, að hans viti, pólitískan rétttrúnað? Hvað eigum við að kalla það þegar svo átakanlegur skortur á samhygð og hæfileikanum til þess að hugsa um samfélagið sem heild, eða setja sig í spor annarra, leiðir fólk út í slíkan móa að það skrifar greinar sem endur­ spegla fyrst og síðast áhyggjur þess af því að það sjálft, í óumdeilanlegri for­ réttindastöðu sinni, megi ekki lengur segja það sem því sýnist um annað fólk, eða haga sér eins og því sýnist í kringum það? Þessi ótti við það að breyta þurfi samfélagi í þágu ann­ arra. Hvað eigum við að kalla hann? Að breyta þurfi hegðun, taka strætó, bera grímu? Sem sagt. Þetta: Ég er allt. Gæta þarf að því að mér líði vel, í fordómum mínum, tali mínu og úreltum háttum. Aðrir geta étið það sem úti frýs. Hvað eigum við að kalla svona hugsunarhátt? Í samræmi við tímana: Grímulaust kjaftæði. Grímulaust Þótt sumir hafi þráast við að nota bílbelti hér á árum áður, og yfirgripsmikil þvermóðska hafi gripið um sig meðal ein- staka bílstjóra, þá varð bíl- beltanotkun ekki pólitísk hér á landi né annars staðar. Það væri sambærilegt dæmi og andlits- grímur. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.