Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 10
Mikil reiði ríkir í Beirút Almenningur í Beirút kennir spilltum stjórn- völdum í Líbanon um sprenginguna sem varð í borginni á þriðjudag. Forseti Frakklands heimsótti Beirút í gær og hét því að hjálpa við uppbyggingu. LÍBANON Íbúar í Beirút eru reiðir ríkisstjórn landsins og segja van- rækslu ástæðu sprengingarinnar sem varð í borginni síðastliðinn þriðjudag. Í það minnsta 145 manns létust í sprengingunni og um fimm þúsund eru slösuð. Fjölda fólks er enn saknað. Sprengingin varð þegar eldur kom að gríðarlegu magni af amm- oníumnítrati sem geymt var á hafnarsvæði borgarinnar. Forseti Líbanons, Michael Aoun, hefur gefið út að 2.750 tonn af efninu hafi verið geymd í vöruhúsi við höfnina og að húsnæðið hafi ekki verið öruggt. Almenningur kennir spilltum stjórnvöldum um sprenginguna og segir yf irvöld hafa vitað af efninu í ótryggu húsnæðinu án þess að bregðast við. Daginn eftir sprenginguna tilkynnti ríkisstjórn Líbanons að fjöldi hafnarfulltrúa á svæðinu hefði verið settur í stofu- fangelsi þar til rannsókn á spreng- ingunni hæfist. Haft var eftir varn- armálaráði landsins að þeir sem ábyrgir væru fyrir sprengingunni myndu hljóta hörðustu refsingu. Bæði Amnesty International og samtökin Human Right Watch (HRW) hafa kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á sprengingunni. Í yfir- lýsingu frá HRW lýsa samtökin yfir „verulegum áhyggjum af getu líbanska dómsvaldsins til að fram- kvæma trúverðuga og gegnsæja rannsókn á eigin vegum“. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, heimsótti Beirút í gær, fyrstur þjóðarleiðtoga, en Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og náið samband er milli ríkjanna tveggja. Almenn- ingur í Beirút f lykktist að Macron í gær þar sem hann gekk um götur borgarinnar og kallaði að honum kröfur um hjálp og fordæmingu líbanskra stjórnvalda. „Hjálpaðu okkur, þú ert okkar eina von,“ kallaði íbúi borgarinnar að franska forsetanum samkvæmt fréttastofu BBC og annar biðlaði til hans að færa „spilltum stjórnvöld- um landsins ekki peninga heldur hjálpa fólkinu sem býr í landinu“. Macron hét því að hjálpa til við skipulagningu alþjóðlegrar aðstoð- ar en sagði að stjórnvöld í Líbanon yrðu að hrinda í framkvæmd efna- hagsumbótum og uppræta spill- ingu. Afar bágt efnahagsástand var í Líbanon fyrir sprenginguna og eru efnahagsleg áhrif hennar talin geta numið 10-15 milljörðum Bandaríkjadala. birnadrofn@frettabladid.is Eyðileggingin eftir sprenginguna í Beirút, höfuðborg Líbanons, er gríðarleg og er talið að efnahagsleg áhrif hennar á landið geti numið 10-15 milljörðum Bandaríkjadala. MYND/GETTY Fjölmörg hús í Beirút eru ónýt eftir sprenging- una og um 300 þúsund manns eru heimilis- laus. MYND/GETTY 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.