Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 14
Það er ekkert endilega verið að hagræða úrslitum þar sem er verið að veðja. En það er alveg öruggt að þar sem er verið að hagræða úrslitum – þar er verið að veðja. En það er ekkert endilega samasemmerki á milli. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Heildarvelta í veðmálum um íslenska fótboltann hjá Cool- bet var nærri 300 milljónir króna frá 12. júní og fram að COVID-hléi númer tvö. Um 87 milljónir runnu á leiki í efstu deild en fjórða deildin er næststærst og fær 54 milljónir, sem er tvisvar sinnum meira en fyrsta, önnur og þriðja deild. Jafn miklu er veðjað á leiki í efstu deild kvenna og þriðju deild karla, eða 21 milljón. Vefsíðan er aðeins ein af mörgum sem bjóða upp á veðmál um íslenska leiki en dæmi eru um að hægt sé að veðja á leiki í yngri f lokkunum. Þorvaldur Ingimundarson, heil- indafulltrúi KSÍ, segir að upphæð- irnar séu verulegar og vefsíðurnar séu margar sem bjóða upp á leiki í íslenska boltanum. „Við fylgjumst vel með, og í gegnum UEFA og að vissu leyti FIFA líka sem vakta leiki og f lagga ef eitthvað óeðlilegt á sér stað,“ segir hann. Sé óeðlilega mikið veðjað á leiki, eða mjög óeðlileg úrslit eiga sér stað er sá leikur flagg- aður og hann skoðaður. KSÍ hefur reglugerðir og önnur úrræði til að grípa þá inn í. „Það sem er erfiðara að fylgjast með er þetta svokallaða In play betting eða veðjað í beinni. Það er erfiðara að bregðast við því. Allt í einu sjást svakalegar hækk- anir á stuðlum ef það er verið að veðja á einstaka atburði og það er hlutur sem er erfitt að bregðast við fyrir fram eða meðan á leik stendur heldur þarf þá að rannsaka eftir á.“ Fjölmargir leikir yngri f lokka á Íslandi eru í boði á erlendum vefsíð- um og hægt að veðja á leiki þeirra. Þjálfarar þurftu að breyta vinnu- lagi sínu fyrir nokkrum árum og tilkynna liðið ekki lengur daginn fyrir leik heldur aðeins skömmu fyrir leik. Það var gert vegna áreitis frá veðmálaspilurum til leikmanna í gegnum samfélagsmiðla. Ekki aðeins frá erlendum aðilum heldur einnig íslenskum. Dæmi eru um að 200 ókunnugir hafi mætt á leik í 2. f lokki því sá leikur var á veðmála- síðu og stór hluti annars liðsins var í æfingaferð með meistara- f lokknum. „Það var og er kannski enn hægt að kaupa sér aðgang að innherjasíð- um sem eiga að veita innherjaupp- lýsingar. Við höfum heyrt minna af því en undanfarin ár því þjálfarar breyttu vinnulagi sínu til að verja leikmenn sína,“ segir Þorvaldur. Um 87 milljónir runnu á leiki í efstu deild en fjórða deildin er næst- stærst hjá Coolbet og fær 54 millj- ónir, sem er tvisvar sinnum meira en fyrsta, önnur og þriðja deild. Jafn miklu er veðjað á leiki í efstu deild kvenna og þriðju deild karla, eða 21 milljón. „Fjórða deildin gæti skýrst af því að þar eru spilaðir margir leikir. Það gæti verið ein skýringin. Það er ekkert endilega verið að hagræða úrslitum þar sem er verið að veðja. En það er alveg öruggt að þar sem er verið að hagræða úrslit- um – þar er verið að veðja. En það er ekkert endilega samasemmerki á milli.“ Hann segir að ekki hafi komið upp að leikir hér á landi hafi verið flaggaðir fyrirfram. Knattspyrnan á Íslandi sé enn talin mjög heiðarleg. Það hafa þó komið upp nokkrar athugasemdir eftir nokkra leiki. Frægasta dæmið er trúlega viður- eign Leiknis og KR í Reykjavíkur- mótinu sem Leiknir vann 5-1. Fimm sinnum meira var veðjað á leikinn en fyrri leik kvöldsins í mótinu. KR var að spila daginn áður í öðru móti og var að prófa leikmann. Spil- aði þar með sitt besta lið en í Reykja- víkurmótinu sendi liðið  annan f lokk til leiks. Þetta vissi íslenski knattspyrnuheimurinn. Þann leik flaggaði FIFA og fékk KSÍ spurning- ar um leikinn sem sambandið gat svarað skilmerkilega. „Stuðlarnir geta riðlast við svona fréttir,“ segir Þorvaldur. Hann segir að sér finnist veðmál vera að aukast. Það sé hans tilfinn- ing frekar en hitt. „Íslenski boltinn hefur það orðspor á sér að vera heiðarlegur og veðmálasíðurnar vilja vera með þannig leiki hjá sér. Sumartímabil hefur líka áhrif. Ég veit ekki hvort það er aukning í veðmálum út af COVID. Það á eftir að koma í ljós þegar sviðsmyndin verður lesin eftir á.“ benediktboas@frettabladid.is Fylgst með öllum íslenskum úrslitum vegna veðmálasíðna Veðjað hefur verið um íslenskan fótbolta fyrir hartnær 300 milljónir króna frá 12. júní á einni af fjöl- mörgum vefsíðum sem bjóða upp á leiki í íslenska boltanum. Fjórða deildin er næststærsta deildin þegar kemur að upphæðum en tvisvar sinnum meira var veðjað á leiki þar en í deildunum fyrir ofan.   Það er vinsælt að veðja á leiki Kórdrengja í 2. deildinni samkvæmt tölum frá Coolbet. Heildarvelta á íslenska leiki, bara á þeirri síðu, nemur um 300 milljónum. KSÍ fylgist vel með og það gera UEFA og FIFA einnig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið inn á borð til sín beiðni um undan- þágu til að hægt sé að halda áfram Íslandsmótinu í fótbolta. Þetta kom fram á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn tók við spurn- ingu um framtíð fótboltans og hvort hann yrði spilaður um helgina. „Það er búið að senda inn beiðni, til heilbrigðisyfirvalda um tillögu hvernig er hægt að gera þetta og er hún til umsagnar þar,“ sagði Rögn- valdur. Ekkert hefur verið spilað í íslenska boltanum síðan 30. júlí eftir að reglur voru hertar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fundaði með félögum í efstu deild í hádeginu í gær þar sem hann tilkynnti að sambandið hefði ekki fengið svar um hvort leyfi- legt væri að hefja leik að nýju. Forsvarsmenn þeirra neðrideildar- liða sem Fréttablaðið ræddi við í gær óttast að forgangurinn verði settur á efstu deild karla og reynt að klára hana með ráðum og dáð en minni áhersla lögð á neðri deild- irnar. Knappur tími er til stefnu og töluvert í húfi fyrir þau lið sem eru að fara í Evrópukeppnina. UEFA hefur gefið það út að komist lið ekki á leikstað vegna ferðatakmarkana eða reglna um sóttkví verði þeim vísað úr keppni. KR, Breiðablik, FH og Víkingur eru fulltrúar Íslands í Evrópu þetta árið. UEFA hélt samráðsfund með f r a m k væmd a st jór u m k n at t- spyrnusambanda í Evrópu í gær þar sem farið var yfir stöðu mála eins og hún er með tilliti til Evrópukeppna félagsliða og landsleikja í öllum ald- ursflokkum, segir á vefsíðu KSÍ. – bb Svandís Svavarsdóttir hefur framtíð fótboltans í höndum sér Leikir gætu farið fram fyrir luktum dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fram kom á fundi sem Guðni Bergsson, formaður sambandsins, átti með félögum í Pepsi Max-deild- inni í gær hafði KSÍ ekki fengið svar frá sóttvarna- lækni um hvort leyfilegt væri að hefja leik í íslenska fótboltanum á ný. GOLF Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfells- bæjar en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmótið fer fram á vellinum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golf- sambands Íslands, setti mótið með stuttu ávarpi áður en þeir Örn Höskuldsson og Georg Tryggvason, stofnendur Golfklúbbsins Kjalar og heiðursfélagar Golfklúbbs Mosfells- bæjar, slógu fyrstu höggin ásamt bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni. Hinn 18 ára gamli Tómas Eiríks- son Hjaltested úr GR og Aron Snær Júlíusson úr GKG fóru hringinn á 69 höggum og eru efstir eftir fyrsta dag. Axel Bóasson, þrefaldur Íslands- meistari úr Keili, er tveimur högg- um á eftir tvímenningunum. – bb Átján ára leiðir Íslandsmótið FÓTBOLTI Heimildarmyndin Anelka Misunderstood var frumsýnd í gær á Netflix. Þar ræðir Nicolas Anelka um sinn skrautlega feril og ræðir meðal annars hversu lítill hann hafi verið í sér þegar 20 leikmenn Real Madrid buðu hann alls ekki vel- kominn í liðið þegar hann samdi við stórveldið frá Arsenal. Þá opnar hann sig um atvikið þegar hann var sendur heim frá HM árið 2010 og verkfallið sem franska liðið fór í. Raymond Domenech, landsliðs- þjálfari Frakka, sendi Anelka heim eftir tap gegn Mexíkó. Það var hans síðasti landsleikur. Hann fékk 18 leikja bann fyrir sinn þátt í upp- reisninni gegn landsliðsþjálfar- anum. – bb Anelka opnar sig um HM 2010 Anelka og Domenech. MYND/GETTY Axel Bóasson, þrefaldur Íslands- meistari, er skammt frá toppnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.