Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 24
FÁRÁNLEIKINN ER
ÞARNA OG ER
SKEMMTILEGUR OG INNSPÍR ER
ANDI EN ER YFIRLEITT BANN
AÐUR AF ÞVÍ AÐ HANN ER
FRÁVIK FRÁ ÞVÍ VENJULEGA.Ljóð og Ljóð er heildar-safn ljóða Sigurðar Guð-mundssonar, myndlist-armanns og rithöfundar. Ljóðin birtust upphaf-lega í skáldsögum höf-
undar, ljóðabókum sem komu út í
Hollandi á sjöunda og áttunda ára-
tug síðustu aldar, og í ritum um list
hans. Alls spanna ljóðin um hálfrar
aldar tímabil og þau nýjustu eru nú
frumbirt.
Sigurður hefur verið búsettur í
Kína í 23 ár en vegna COVID hefur
hann verið fastur á Íslandi í þrjá
mánuði. „Ég sakna Kína, sem er
besta land í heiminum sem ég hef
búið í sem útlendingur. Mér finnst
fólkið þar svo ómengað,“ segir hann.
Hann er spurður hvort ljóðagerð
hafi alltaf verið sjálfsagður þáttur í
listsköpun hans og svarar: „Mikið
af þessum ljóðum kemur úr skáld-
sögum mínum fjórum. Ég skrifaði
þær á mismunandi stöðum og þegar
ég vildi herða textann þá fannst
mér ég ná því fram í ljóðum. Þann-
ig skapaðist merking án þess að ég
væri með merkingarbrjálæði.“
Þjakandi hefðir
Um hvað yrkirðu?
„Sýning með verkum mínum
verður opnuð í Prag 5. september
og ég ætla að blása kórónaveiruna
í burtu fyrir þann tíma með göldr-
um. Ég var beðinn um að koma með
titil á sýninguna og hann er: Jour-
ney of Being – Tilvistarlegt ferðalag.
Allt sem ég hef gert, bæði í mynd-
list og skrifum, er tilvistarlegs eðlis
og þar hef ég reynt að losa mig frá
hefðum. Ég er með ofnæmi fyrir
hefðum. Í einu ljóði í bókinni
segir: Frelsi frá hefðum/ ættu allir
að krefjast/ og að því fengnu vera
óhræddir/ við að vera hefðbundnir.
Það er litla stelpan sem er í mér sem
yrkir þetta. Hún er heimspekingur-
inn í mér.
Nýju fólki í nýjum heimi ber að
losa sig við hefðirnar. Það er sorg-
legt að horfa upp á það hvernig
alþýðuhefðir eru að þjaka ungt fólk
sem var sett hrikalegar skorður við
fæðingu vegna hefða og trúarbragða
viðkomandi svæða. Ég hef kynnst
fólki á mínum aldri sem bíður þess
aldrei bætur hvernig trúarbrögðin
Ég er með ofnæmi fyrir hefðum
Heildarsafn ljóða Sigurðar Guðmundssonar er komið út. Ljóðin spanna hálfrar aldar tímabil. Segir allt
sem hann geri vera tilvistarlegs eðlis. Vill ekki nota viðurkenndan symbólisma í myndlist sinni.
Ég stýrist af tilfinningum meira en því vitræna, segir Sigurður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
og hefðirnar fóru með þau þegar
þau voru krakkar.“
Þú segir að litla stelpan í þér hafi
ort þetta ljóð, er það hún sem færir
þér frelsið, hreinleikann og hug-
myndaríkið?
„Það er eitthvað svoleiðis. Þessi
stelpa er ekki skáldið í mér, það er
hrossið sem er skáldið. Stelpan er
Óhætt er að mæla með ljóðasafninu.
ekki kynvera, hún er bara stelpa og
betri heimspekingur en ég, karlinn,
og miklu áhugaverðari. Hún kemur
mér stöðugt á óvart.“
Stýrist af tilfinningum
Það er mikill húmor í ljóðunum
þínum.
„Húmor er frávik frá hinu venju-
lega. Allir eru með skýra mynd í
hausnum á sér af því hvernig hlut-
irnir eigi að vera. Svo skellur eitt-
hvað óvænt á það og þá fer það að
hlæja. Það er hægt að hlæja sig inn
í listir. Þegar ég var ungur strákur
þá hló ég mig inn í f lúxusinn. Það
hefur aldrei móðgað mig þegar fólk
hefur hlegið sig inn í mína myndlist,
ég tek því sem hrósi.“
Hvað hefurðu verið að gera þá
þrjá mánuði sem þú hefur verið hér?
„Ég hef verið að búa til myndlist.
Listaverk sem ég hef verið að vinna
að í tvö ár verður vígt 23. ágúst í
Sólheimum. Það er til heiðurs og í
minningu Sesselju H. Sigmunds-
dóttur sem stofnaði Sólheima.
Þetta er mjög abstrakt verk, hús
og hálslangur fugl, en samt er þetta
hvorki hús né fugl. Svo er glerstafli,
sem ég hef alltaf tengt melankólíu
og sjó, og tilvitnanir eru grafnar
ofan í plötuna. Fimm stólar úr
höggnum steini eru í kring. Þetta er
stemningsverk
Ég vil ekki nota viðurkenndan
symbólisma í myndlist, ekki heldur
í skrifunum mínum. Ég vil búa til
nýjan symbólisma en ekki haus-
kúpu og mannabein og hjarta fyrir
ástina. Ég stýrist af tilfinningum
meira en því vitræna en það þykir
ekki par fínt í listheimspekinni.“
Þegar maður les ljóð þín finnst
manni eins og fáránleiki tilverunnar
sé þér hugleikinn.
„Hann toppar allt ímyndunar-
afl sem við manneskjurnar höfum.
Fáránleik inn er þarna og er
skemmtilegur og innspírerandi en
er yfirleitt bannaður af því að hann
er frávik frá því venjulega. Okkur
ber öllum að brjóta þann múr.“
7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING