Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 20
Elsku hjartans gullið okkar, eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, bróðir, faðir og afi, Sverrir Þór Einarsson Skarpaas (Sverrir Tattoo) lést á Landspítalanum þann 26. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. ágúst klukkan 13.00. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu „Jarðarför Sverris Tattoo“. Diljá Palmer Gerd Skarpaas Einarsson Einar Stefán Einarsson Olafina I. Palmer Stormur Þór Þorvarðarson systkini, börn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Héðins Jónassonar málarameistara, Hamratúni 3, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, Fjölni Elvarssyni nýrnasérfræðingi og starfsfólki skilunardeildar Landspítalans. Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir Hanna Björg Héðinsdóttir Jónas Valdimarsson Þórunn Sif Héðinsdóttir Símon H.Z. Valdimarsson og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigrúnar Erlu Helgadóttur Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, sem lést 11. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Ragnar Birkir Jónsson Guðmundur K. Birkisson Erla Guðjónsdóttir Valgerður Hrefna Birkisdóttir Eyjólfur Gísli Garðarsson Helga Magnea Birkisdóttir Ólafur J. Sólmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Sólin skín á okkur hér í Hafnar-hólmanum þar sem við ætlum að vígja Nýlundabúðina í dag, föstudaginn 7. ágúst klukkan 17, en getum ekki haft hana galopna út af veirunni,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir listakona. Hún talar þar einnig fyrir munn sam- starfskonunnar, Ránar Flygenring. Þær hafa unnið saman áður, undir merkjum Teikniþjónustunnar Jafnóðum, þar taka þær að sér hraðteikningu viðburða, fanga stemninguna og hengja mynd- irnar upp jafnharðan. Nú eru þær staddar á Borgarfirði eystra og ætla að vera þar að minnsta kosti næstu tvær vikurnar, að sögn Elín- ar Elísabetar. „Það eru allir velkomnir á vígsluna í dag – á netinu. Við erum með virkan Instagram-reikning @nylunda- budin þar sem hægt er að fylgjast með. Það verða ræðuhöld, klippt á borða, vettvangsferð og lundaskoðun fyrir alla fjölskylduna,“ lýsir hún en tekur fram að vörurnar í Nýlundabúðinni séu ekki til sölu svo hún sé ekki búð í algengasta skilningi þess orðs. „Við Rán erum í vöruþróun og hér er það sem kallast ætti „opin vinnustofa“ en hún er lokuð vegna veirusmitvarna. Gestir mega ekki koma inn, einungis gægjast inn um gætt- ina. Þetta er allt svolítið þversagnakennt hjá okkur.“ Elín Elísabet segir fólk hins vegar mega ganga óhindrað um Hafnarhólma. „Hér er mjög fín aðstaða til að skoða lundann áður en hann fer úr hólmanum, þetta eru síðustu dagarnir hans þetta árið. Við erum hér til staðar til að kveðja hann þegar hann er kominn með nóg af nálægðinni við manninn í bili og heldur til hafs. Við sjáum einn og einn koma enn þá og skottast ofan í holur með fisk í gogginum handa pysjunum sínum. Annars eru þeir á sjónum allt í kring um hólmann á daginn og setjast upp í hann á kvöldin. Í gær hellirigndi og þá voru þeir allir í hólmanum en í blíðunni í dag (í gær) eru þeir allir úti. Pysjurnar eru áfram í holunum þó að foreldrarnir yfirgefi þær og þykist hafa lokið sínu uppeldishlutverki. Á endanum fattar pysjan að það er enginn að koma með mat handa henni og hún verður að græja hann sjálf. Það er bara harða leiðin. Ég hugsa að allir lundar séu með einhvers konar bernskutráma eftir þetta.“ Listakonurnar búa í sátt og samlyndi við lundann, að sögn Elínar Elísabetar. „Við fengum góðfúslegt leyfi hjá sveitar- félaginu og varðmanni hólmans, henni Helgu á Bakka, til að breyta fuglaskoð- unarhúsinu í Nýlundabúð og ætlum að setja skilti á húsið þess efnis. Erum með faglegan heimamann í því og treystum honum fullkomlega.“ Sem dæmi um varning í Nýlunda- búðinni nefnir Elín Elísabet póstkort, bæklinga, teikningar og styttur, já og trélunda til að hafa í garðinum hjá sér, „ef maður vill laða lundavarp í hann,“ eins og hún orðar það. „Svo er óljóst hvað verður um þessa vöruþróun hjá okkur, það er enn bæði opið og lokað líka. Okkar ásetningur er sá að endur- vekja fyrri ímynd lundans, því orðið lundabúð hefur fengið á sig neikvætt orðspor vegna minjagripasölunnar. En lundinn er svo fínn fugl að hann á betra skilið. Hann er bara lítill og nettur sjó- fugl sem hefur ekkert gert af sér. Við viljum hefja hann aftur til vegs og virð- ingar.“ gun@frettabladid.is Nýlundabúðin opnuð í dag á Borgarfirði eystra Nýlundabúðin er fyrsta lundabúð landsins sem umkringd er alvöru lundum. Hún er í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra og verður formlega opnuð í dag klukkan 17 – þó ekki upp á gátt. Listakonurnar Elín Elísabet og Rán Flygenring eru við vöruþróun á staðnum. Listakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir með sýnishorn af varningi úr Nýlundabúðinni. MYNDIR/SEBASTIAN ZIEGLER Þær eru ekki með nógu marga handleggi til að geta haldið á öllum stöfunum í einu. Okkar ásetningur er sá að endurvekja fyrri ímynd lund- ans, því orðið lundabúð hefur fengið á sig neikvætt orðspor vegna minjagripasölunnar. En lundinn er svo fínn fugl að hann á betra skilið. Merkisatburðir 1727 Öræfajökull tekur að gjósa með miklu öskufalli svo vart sést munur dags og nætur. 1772 Útilegumennirnir Fjalla-Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir eru handtekin á Sprengisandi og flutt norður í Mývatnssveit. 1939 Haukur Einarsson syndir Grettissund frá Drangey til lands á mettíma, þremur klukkustundum og tuttugu mínútum. 1945 Áfengisskömmtun er hætt á Íslandi eftir að hafa varað í fimm ár. 1947 Norðmaðurinn Thor Heyerdahl lýkur siglingu sinni yfir Kyrrahaf á flekanum Kon-Tiki. 1960 Vilhjálmur Ein- arsson bætir eigið Ís- landsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 með því að stökkva 16,70 m á frjálsíþrótta- móti í Reykjavík, það er næstlengsta stökk í heimi. 1980 Pólskir hafnar- verkamenn hefja röð verkfalla í slippnum í Gdansk undir forystu Lech Wałęsa. 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.