Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 46

Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 46
hreyfing í tíma og rými. Það er ekki endilega alltaf augljóst utan frá séð hvenær hreyfing sem birtist í tíma og rými er dans og hvenær hún er eitthvað allt annað, en stundum má hreinlega hugsa sér að hreyfing í tíma og rými verði að dansi þegar kóreógrafísk vinna hefur verið lögð í sköpun aðstæðna og þegar skapari aðstæðnanna býður áhorfendum að nálgast það sem dans. Þannig ræður samhengið miklu um hvernig við skilgreinum viðburði og í raun með hvaða augum við lítum þá. Verkin þrjú sem vísað er í hér í þessari umfjöllun, f lugeldasýning­ in, blómabeðið og danssýningin í Borgarleikhúsinu byggja öll á hreyf­ ingu í tíma og rými, kóreó grafískri vinnu og boði skapara þeirra að líta á þau sem dansverk. Verkin eru mjög ólík hvað varðar tíma og rými, f lugeldaverkið tekur 15 mínútur í f lutningi á himnum, það verður að fylgjast með blómabeðinu yfir heilt sumar á jörðu niðri og dansverkið tekur eina kvöldstund í myrku leikhúsinu, en öll byggja þau samt á sama grunni. Í verkinu Eldblóm notar Sigga Soffía færni sína í danssköpun og samsetningu lita, lögunar og áferðar í tíma og rými til að gera „flugelda­ sýningu“ úr blómahafi. Það eru hrein tengsl á milli uppsetningar blómanna og samsetningar f lug­ eldasýningarinnar sem blóma­ beðið endurspeglar. Sköpunarferlið einkennist af nákvæmni í röðun og tímasetningum. Það tekur tíma að finna réttu hreyfingarnar í góðu dansverki, setja þær saman og fín­ stilla svo að allt gangi upp. Rétt tíma­ setning er þar eitt af lykilatriðunum. Það sama á við um skipulag blóma­ beðsins og eða flugeldasýningar. Nákvæmnin í sáningu upp á rétta liti og tíma á því hvenær blómin springa út, skiptir sköpum fyrir til­ vist blómabeðsins og flugeldarnir þurfa að fara upp á nákvæmlega réttum tíma til að sjónarspilið verði sem mest og samspil þeirra heilli áhorfandann. Það þarf að kóreógraf­ era blómabeðið af jafnmikilli nákvæmni og f lugeldasýninguna og danssýninguna. Allt þrennt hefur mismunandi innri tíma og allt þrennt hefur mismunandi umgjörð, en lögmál undirbúningsins á öllu þrennu er eins, til að áhorfandinn fái notið augnabliksins. Það er auðvelt að ganga um Hall­ argarðinn og njóta dásemda blóma­ beðsins á sama hátt og annarra fagurra blómabeða sem finna má í borginni, en ef að hugmyndirnar á bak við beðið eru skoðaðar þá fær upplifunin af því nýja merkingu. Þá birtist hreyfingin í tíma og rými, dansinn sjálfur. Sesselja G. Magnúsdóttir Í VERKINU ELDBLÓM NOTAR SIGGA SOFFÍA FÆRNI SÍNA Í DANSSKÖPUN OG SAMSETNINGU LITA, LÖGUNAR OG ÁFERÐAR Í TÍMA OG RÝMI TIL AÐ GERA „FLUGELDASÝN- INGU“ ÚR BLÓMAHAFI. Hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi: Sigríður Soffía Níels- dóttir Verkefnastjórn og yfirumsjón með ræktun og útfærslu flug- eldagarðsins: Zuzanna Vondra Krupkova Blómainnsetning: Auður Jóns- dóttir, Brynja Sigríður, Oddrún Sigurðardóttir Á menninga r nót t á r ið 2013 sprengdi danshöfundurinn Sigríð­ ur Soffía Níelsdóttir (Sigga Soffía) hugmyndir f lestra um hvað er dans í loft upp, þegar hún skapaði dansverkið Eldar sem var flugelda­ sýning menningarnætur það árið. Þúsundir gesta fylgdust með þegar f lugeldar af öllum stærðum og gerðum þutu upp í himinhvolfið og dönsuðu örskamma stund áður en þeir leystust upp í reyk og hurfu út í sumarnóttina. Núna, sjö árum seinna, þenur Sigga Soffía enn út vitund okkar um veröld dansins með því að bjóða okkur í Hallargarðinn í miðbæ Reykjavíkur til að berja þar augum einkar fagurt blómabeð með fjölda blómstrandi blóma og trjáa en beðið ber nafnið, Eldblóm – dans­ verk fyrir f lugelda og flóru. Ekki bara blómasýning Eldblóm er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2020 og var plantað í byrjun júní. Blómin og trjárunn­ arnir sem Sigga Soffía hefur ræktað með hjálp reyndra garðyrkjufræð­ inga frá fræjum síðan í vetur, er þó ekki bara blómasýning heldur líka handrit að f lugeldasýningu sem áætlað var að skjóta upp á menn­ ingarnótt 2020. Orðið eldblóm er þýðing á jap­ anska orðinu hanabi sem notað er yfir f lugelda. Flugeldahönnuðir hafa í gegnum aldir sótt innblástur í blómaríkið við gerð flugeldanna svo að eiginleikar hvers og eins þeirra endurspeglar eiginleika ákveðinna blóma, lit, lögun og áferð. Þegar Sigga Sof f ía uppgötvaði sam­ svörunina á milli þessara tveggja heima fékk hún þá hugmynd hvort hægt væri að rækta flugeldasýningu og er Eldblóm – dansverk fyrir f lug­ elda og flóru afrakstur þeirrar hug­ myndar. Dansverk á himnum Sigríður Soffía hefur um langt árabil haft áhuga á flugeldum og það var út frá þessum áhuga sem hún ákvað að skapa dansverk fyrir þá á himnum. Í fyrstu f lugeldasýningunni Eldar hugsaði hún sköpun verksins út frá sköpun dansverks. Í danssköpun hefur hver dansari sitt hlutverk, sín spor, hreyfingar og hreyfigæði og lutu f lugeldarnir sams konar lög­ málum í f lugeldadansinum. Seinna færði hún flugelda dansverkið yfir á líkama dansara Íslenska dans­ f lokksins, þar sem þeir túlkuðu í hreyfingum og búningum hvern f lugeld fyrir sig og samspil þeirra í heildarmyndinni. Flugeldadans­ verkið sem sýnt hafði verið á himinhvolfinu var komið heim í leikhúsið. Það má segja að sköpun Eldblómsins sé eðlilegt framhald af þessum pælingum. En blómabeð sem danssýning, er þar ekki verið að fara fram úr sér í framúrstefnunni? Hreyfing í tíma og rými Dansverk er í megindráttum, Eldblóm – dansverk fyrir flugelda og flóru Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um verkið Eldblóm í Hallargarðinum í miðbæ Reykjavíkur. Þar skapar danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir eins konar flugeldasýningu úr blómahafi. Blómabeðið í Hallargarðinum er sköpun Sigríðar Soffíu. MYND/MARINO THORLACIUS Mynd frá flugeldasýningunni árið 2013. MYND/MARINO THORLACIUS 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.