Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 46
hreyfing í tíma og rými. Það er ekki endilega alltaf augljóst utan frá séð hvenær hreyfing sem birtist í tíma og rými er dans og hvenær hún er eitthvað allt annað, en stundum má hreinlega hugsa sér að hreyfing í tíma og rými verði að dansi þegar kóreógrafísk vinna hefur verið lögð í sköpun aðstæðna og þegar skapari aðstæðnanna býður áhorfendum að nálgast það sem dans. Þannig ræður samhengið miklu um hvernig við skilgreinum viðburði og í raun með hvaða augum við lítum þá. Verkin þrjú sem vísað er í hér í þessari umfjöllun, f lugeldasýning­ in, blómabeðið og danssýningin í Borgarleikhúsinu byggja öll á hreyf­ ingu í tíma og rými, kóreó grafískri vinnu og boði skapara þeirra að líta á þau sem dansverk. Verkin eru mjög ólík hvað varðar tíma og rými, f lugeldaverkið tekur 15 mínútur í f lutningi á himnum, það verður að fylgjast með blómabeðinu yfir heilt sumar á jörðu niðri og dansverkið tekur eina kvöldstund í myrku leikhúsinu, en öll byggja þau samt á sama grunni. Í verkinu Eldblóm notar Sigga Soffía færni sína í danssköpun og samsetningu lita, lögunar og áferðar í tíma og rými til að gera „flugelda­ sýningu“ úr blómahafi. Það eru hrein tengsl á milli uppsetningar blómanna og samsetningar f lug­ eldasýningarinnar sem blóma­ beðið endurspeglar. Sköpunarferlið einkennist af nákvæmni í röðun og tímasetningum. Það tekur tíma að finna réttu hreyfingarnar í góðu dansverki, setja þær saman og fín­ stilla svo að allt gangi upp. Rétt tíma­ setning er þar eitt af lykilatriðunum. Það sama á við um skipulag blóma­ beðsins og eða flugeldasýningar. Nákvæmnin í sáningu upp á rétta liti og tíma á því hvenær blómin springa út, skiptir sköpum fyrir til­ vist blómabeðsins og flugeldarnir þurfa að fara upp á nákvæmlega réttum tíma til að sjónarspilið verði sem mest og samspil þeirra heilli áhorfandann. Það þarf að kóreógraf­ era blómabeðið af jafnmikilli nákvæmni og f lugeldasýninguna og danssýninguna. Allt þrennt hefur mismunandi innri tíma og allt þrennt hefur mismunandi umgjörð, en lögmál undirbúningsins á öllu þrennu er eins, til að áhorfandinn fái notið augnabliksins. Það er auðvelt að ganga um Hall­ argarðinn og njóta dásemda blóma­ beðsins á sama hátt og annarra fagurra blómabeða sem finna má í borginni, en ef að hugmyndirnar á bak við beðið eru skoðaðar þá fær upplifunin af því nýja merkingu. Þá birtist hreyfingin í tíma og rými, dansinn sjálfur. Sesselja G. Magnúsdóttir Í VERKINU ELDBLÓM NOTAR SIGGA SOFFÍA FÆRNI SÍNA Í DANSSKÖPUN OG SAMSETNINGU LITA, LÖGUNAR OG ÁFERÐAR Í TÍMA OG RÝMI TIL AÐ GERA „FLUGELDASÝN- INGU“ ÚR BLÓMAHAFI. Hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi: Sigríður Soffía Níels- dóttir Verkefnastjórn og yfirumsjón með ræktun og útfærslu flug- eldagarðsins: Zuzanna Vondra Krupkova Blómainnsetning: Auður Jóns- dóttir, Brynja Sigríður, Oddrún Sigurðardóttir Á menninga r nót t á r ið 2013 sprengdi danshöfundurinn Sigríð­ ur Soffía Níelsdóttir (Sigga Soffía) hugmyndir f lestra um hvað er dans í loft upp, þegar hún skapaði dansverkið Eldar sem var flugelda­ sýning menningarnætur það árið. Þúsundir gesta fylgdust með þegar f lugeldar af öllum stærðum og gerðum þutu upp í himinhvolfið og dönsuðu örskamma stund áður en þeir leystust upp í reyk og hurfu út í sumarnóttina. Núna, sjö árum seinna, þenur Sigga Soffía enn út vitund okkar um veröld dansins með því að bjóða okkur í Hallargarðinn í miðbæ Reykjavíkur til að berja þar augum einkar fagurt blómabeð með fjölda blómstrandi blóma og trjáa en beðið ber nafnið, Eldblóm – dans­ verk fyrir f lugelda og flóru. Ekki bara blómasýning Eldblóm er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2020 og var plantað í byrjun júní. Blómin og trjárunn­ arnir sem Sigga Soffía hefur ræktað með hjálp reyndra garðyrkjufræð­ inga frá fræjum síðan í vetur, er þó ekki bara blómasýning heldur líka handrit að f lugeldasýningu sem áætlað var að skjóta upp á menn­ ingarnótt 2020. Orðið eldblóm er þýðing á jap­ anska orðinu hanabi sem notað er yfir f lugelda. Flugeldahönnuðir hafa í gegnum aldir sótt innblástur í blómaríkið við gerð flugeldanna svo að eiginleikar hvers og eins þeirra endurspeglar eiginleika ákveðinna blóma, lit, lögun og áferð. Þegar Sigga Sof f ía uppgötvaði sam­ svörunina á milli þessara tveggja heima fékk hún þá hugmynd hvort hægt væri að rækta flugeldasýningu og er Eldblóm – dansverk fyrir f lug­ elda og flóru afrakstur þeirrar hug­ myndar. Dansverk á himnum Sigríður Soffía hefur um langt árabil haft áhuga á flugeldum og það var út frá þessum áhuga sem hún ákvað að skapa dansverk fyrir þá á himnum. Í fyrstu f lugeldasýningunni Eldar hugsaði hún sköpun verksins út frá sköpun dansverks. Í danssköpun hefur hver dansari sitt hlutverk, sín spor, hreyfingar og hreyfigæði og lutu f lugeldarnir sams konar lög­ málum í f lugeldadansinum. Seinna færði hún flugelda dansverkið yfir á líkama dansara Íslenska dans­ f lokksins, þar sem þeir túlkuðu í hreyfingum og búningum hvern f lugeld fyrir sig og samspil þeirra í heildarmyndinni. Flugeldadans­ verkið sem sýnt hafði verið á himinhvolfinu var komið heim í leikhúsið. Það má segja að sköpun Eldblómsins sé eðlilegt framhald af þessum pælingum. En blómabeð sem danssýning, er þar ekki verið að fara fram úr sér í framúrstefnunni? Hreyfing í tíma og rými Dansverk er í megindráttum, Eldblóm – dansverk fyrir flugelda og flóru Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um verkið Eldblóm í Hallargarðinum í miðbæ Reykjavíkur. Þar skapar danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir eins konar flugeldasýningu úr blómahafi. Blómabeðið í Hallargarðinum er sköpun Sigríðar Soffíu. MYND/MARINO THORLACIUS Mynd frá flugeldasýningunni árið 2013. MYND/MARINO THORLACIUS 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.