Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 4
Auglýsingavirði um- fjallana erlendra miðla um herferðina er metið á um 2,3 milljarða króna. ✿ Öskurherferðin í tölum frá 15. júlí Ferðaáhugi til Íslands jókst um 19% í Bandaríkjunum og Kanada. 600 þúsund hafa heimsótt vef verkefnisins. 44 þúsund hafa skilið eftir streitulosandi öskur. Ísland fór í fyrsta sæti úr þriðja á öllum markaðssvæðum sem ákjósanlegasti áfangastaðurinn. Samkvæmt Icelandair jókst fjöldi leita á bókunarvélinni um 17% á fyrstu tveimur vikum herferðar- innar frá vikunni áður. 800 umfjallanir í erlendum miðlum. Ferðaáhugi hjá markhóp Yougov jókst um 49% á markaðssvæðum. Heimildir: Swayable, Íslandsstofa og Yougov Destination Index. FERÐAÞJÓNUSTA Fyrsti mánuður markaðsherferðarinnar Ísland – saman í sókn, hefur farið vel af stað ef marka má mælingar greiningar- fyrirtækjanna Swayable og Yougov ásamt greiningum Íslandsstofu. Seinni bylgja COVID-19 farald- ursins á Íslandi og erlendis hefur þó sett strik í reikninginn varðandi ímynd Íslands sem áfangastaðar en Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu sem stýrir markaðs- herferðinni, bendir á að átakið sé hugsað til lengri tíma. „Þetta er ímyndarherferð, ekki söluherferð. Ég horfi smá á þetta eins og kosningar. Þú byrjar ekki að auglýsa á kosningadeginum. Þú þarft að byggja upp vitund, áhuga, vinna í viðhorfi, þannig að þegar kemur að kosningadegi eru ein- hverjir aðilar tilbúnir að kjósa þig. Ef þú bíður of lengi verða aðrir fram- bjóðendur fyrir valinu,“ segir Daði. „Þetta er ekki auðvelt. Maður þarf að taka allt með í reikninginn.“ Markaðsherferðin Looks like you need Iceland jók áhuga á ferðum til Íslands um 17 prósent í Þýskalandi í síðasta mánuði. Um fjórar milljónir Þjóðverja horfðu á myndbandið og 400 þúsund Danir. Öskurherferðin, eða Let it out, hefur fengið yfir 800 umfjallanir í erlendum miðlum síðan henni var ýtt úr vör 15. júlí. Grófir útreikningar Íslandsstofu benda á að auglýsingavirði þeirra umfjallana sé metið á 2,3 milljarða. Rúmlega 20 milljónir notenda hafa orðið varir við kynningarefni markaðsátaksins á samfélagsmiðl- um. Yfir ellefu þúsund stöðufærslur vísa beint í herferðina. Alls hafa um 600 þúsund notendur heimsótt vef verkefnisins og hafa rúmlega 44.000 þeirra gesta skilið eftir sig öskur. Upphaflega markmiðið var að safna 20.000 öskrum yfir sama tímabil. Daði vonast til að sjá eðlilegra ástand um áramótin en segir að verið sé að passa upp á fjármagn verkefnisins núna í haust svo hægt verði að eyða meiru í vor. „Þetta seinkar ekki framleiðslu en þetta seinkar kannski birtingu. Það er ýmislegt sem við tökum með í reikninginn. Aðstæðurnar annars staðar, aðstæðurnar á Íslandi. Efna- hagshrunið í Bretlandi og svona er líka eitthvað sem við þurfum að meta,“ segir Daði. Ríkissjóður veitir verkefninu 1.500 milljónir króna á fjárauka- lögum ársins 2020. Alls nemur fjárfesting í öllum aðgerðum verk- efnisins til þessa um 300 milljónum króna, eða um 20 prósentum af því sem til ráðstöfunar er til apríl 2021. Íslandsstofa horfir á verkefnið í þremur fösum. Fyrsti fasinn er markaður sem skiptir Ísland máli en er alveg lokaður og getur ekki ferðast. Annar fasinn eru lönd sem eru að opna landamæri sín og sá þriðji eru lönd þar sem ástand er eðlilegt. Engin lönd eru í þriðja fas- anum eins og er. Tvær herferðir hafa litið dagsins ljós sem byggja á mismunandi hug- myndafræði. Looks like you need Iceland-herferðinni er beint að löndum sem eru að opna landa- mæri sín, þar á meðal Þýskalandi og Danmörku. Fólki sem getur farið að huga að því að ferðast til Íslands. „Það myndi ekki ganga í Bandaríkj- unum,“ segir Daði. Öskurherferðin er unnin fyrir Bandaríkin, Bretland og Kanada. „Þar erum við meira að setja okkur í þeirra spor. Það er útgöngubann, þetta er erfitt tímabil, það er mikill pirringur en við vitum um stað sem er frábær staður til að losa um streitu,“ segir Daði. Finna þurfti skemmtilegan vinkil á þetta þunga efni. „Þar kemur þessi sálræna með- ferð um að losa öskrið frá sér og þar kemur tengingin við Ísland sem er með svo mikla víðáttu,“ segir Daði en sú herferð er gerð til að segja við fólk: „Við skiljum ykkur og getum verið lausn í framtíðinni.“ mhj@frettabladid.is Seinni bylgja COVID seinkar birtingum í ímyndarherferð Ríkissjóður veitti verkefninu Ísland – saman í sókn 1.500 milljónir króna á fjáraukalögum ársins 2020. Alls nemur fjárfesting í öllum aðgerðum verkefnisins til þessa um 300 milljónum króna. Fagstjóri hjá Ís- landsstofu segir seinni bylgju faraldursins líklega seinka birtingu á markaðsefni frekar en framleiðslu. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI HÚS NÆ ÐI S M ÁL Velferðarnefnd Alþingis hélt áfram umfjöllun sinni um frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán á fundi sínum í gær. Drög að breytingartillögum meirihluta nefndarinnar hafa verið send hagsmunaaðilum til umsagnar. Afgreiðslu málsins, sem er hluti af aðgerðum stjórnvalda í tengslum við gerð Lífskjarasamningsins, var frestað á þingi í júní með það að markmiði að klára það þegar þing kemur aftur saman í lok ágúst. Úrræðinu er ætlað að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á húsnæðismarkað. Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á afgreiðslu málsins en hefur gagnrýnt ýmsa þætti frumvarpsins. Þannig leggur ASÍ mikla áherslu á að tekjumörk verði felld út úr frum- varpinu þannig að úrræðið verði almennara. Í drögum að breytingartillögum meirihluta nefndarinnar er hins vegar ekki brugðist við gagnrýninni um tekjumörkin. Þar er hins vegar að finna breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni ASÍ. Þar á meðal verður það tryggt að hlut- deildarlánin verði vaxtalaus út láns- tímann. Þá er lagt til að felld verði brott skylda lántaka til að verja skatt- frjálsri ráðstöfun séreignarsparn- aðar inn á lán sem komi á undan hlutdeildarláni í veðröðinni. Meðal annarra breytingartillagna er að 20 prósent hlutdeildarlána verði veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins og vaxtar- svæða. Einnig er lögð til undanþága á landsbyggðinni frá því skilyrði að hlutdeildarlán séu aðeins veitt vegna kaupa á nýbyggingum. – sar Ekki brugðist við gagnrýni ASÍ um tekjumörk hlutdeildarlána SJÁVARÚTVEGUR Rétt undir 75 þús- und tonnum af makríl hafði verið landað á föstudag samkvæmt gögn- um frá Fiskistofu. Um er að ræða ríf- lega 45 prósent af því magni sem má veiða á yfirstandandi kvótaári, að meðtöldum yfirfærðum heimildum frá síðasta ári og tilboðspottum sjávarútvegsráðuneytisins fyrir smærri skip. Í ágústmánuði einum og sér hefur um þriðjungi heildarmagnsins verið landað, en verslunarmanna- helgin reyndist sérstaklega fengsæl hjá íslenska flotanum á makrílslóð. Veiðar hófust óvenju snemma í ár, eða í síðari hluta júnímánaðar. Þau skip sem mestu hafa landað eru Huginn VE-55 og Börkur NK-122, hvort með um 6.300 tonn. – thg Búið að veiða tæpan helming makrílkvótans LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða við rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn hefur verið framlengt til 8. september. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð þess efnis í vikunni, en Fréttablaðið hefur úrskurðinn undir höndum. Hinn grunaði er sagður liggja undir sterkum grun um að hafa framið manndráp af ásetningi ásamt fleiri brotum. Í úrskurðinum kemur fram að brotin sem um ræðir geti varðað allt að ævilöngu fang- elsi. – thg Gæsluvarðhald framlengt fram í september Þrír létust í brunanum 25. júní. 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.