Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 22
Muna! n Handþvottur n 2 metra regla n Handspritt Konur eru líklegri en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumum og samsafni þeirra er haldið saman af kolla­ genþráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitu­ magn eykst eða ef kollagenþræðir­ inir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holu­ myndun“ á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem f lestar ef ekki allar konur glíma við á lífs­ leiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mat­ aræði og hreyfingarleysi sem og kynþátt. Hvítar konur eru líklegri en asískar til að mynda appelsínu­ húð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, með­ ferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla app­ elsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Tímabundinn árangur Rannsóknir um ágæti einstaka þátta liggja fyrir, en árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Hvort sem um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, raf bylgjur, aðgerðir á hefðbundinn máta eða með frost­ og lasertækni. Helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglu­ bundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nóg vatn, passa mataræðið og þá sérstaklega fitu­ og kolvetnishlutann. Megrunarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né reykja tóbak. Hundraða milljarða iðnaður Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appels­ ínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allan. Því eru miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests með­ ferðarárangurs verðmætur, hvað þá staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niður­ staðan aldrei orðið önnur en tíma­ bundin. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minni­ máttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Húðin og appelsínur? Appelsínuhúð er ekki sjúkdómur heldur ástand. MYND/GETTY Bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur sent út viðvaranir þar sem margar tegundir spritts á markaði eru beinlínis taldar heilsuspillandi. Greinilegt er að sjálf sprottinn svindliðnaður er kominn til í þessari slæmu krísu sem við erum í á heimsvísu vegna COVID­19. Óprúttnir aðilar hafa framleitt slíka vöru sem inniheldur methanol sem er eiturefni fyrir líkamann við frásog og sérstaklega ef innbyrt. En það er sama efni og við í daglegu tali köllum tréspíra. Alvarleg eitr unaráhr if geta komið fram en methanol­eitrun getur verið lífshættuleg í ákveðnu magni. Ýmis einkenni eitrunar, líkt og ógleði, hausverkur, svimi, sjón­ truf lanir og önnur einkenni frá miðtaugakerfi geta komið fram. Flestir þekkja þá sögu að af tré­ spíra geti maður blindast. Í dag eru tilvik í Bandaríkjunum tengd þessari vöru þar sem slíkt hefur gerst. Það hefur því verið gefinn út listi sem í dag inniheldur meira en 100 mismunandi framleiðendur og merki sem eru að selja og svindla á spritti þar í landi og vafalítið eru einnig slíkar vörur á Evrópumark­ aði og víðar. Það er mikilvægt að hafa varann á og því miður eru engin takmörk á því hvað fólk getur lagst lágt til þess að búa til peninga á neyð ann­ arra. Spritt drepur veiruna og er ein meginstoð einstaklingsbundinna sóttvarna. Sprittið þarf að inni­ halda alkóhól í 70% styrk eða meira til að gera gagn. Spritt og svindl Svindliðnaður hefur sprottið upp í faraldrinum. MYND/GETTY Einkenni hafa verið fjöl­mörg og er enn að vissu leyti deilt um orsakir og afleiðingar. Það virð­ist þó nokkuð ljóst að heilsufarsleg áhrif eru til staðar og þau einstaklingsbundin líkt og við þekkjum við ofnæmi. Sumir finna fyrir köttum eða grasi, aðrir ekki. Að vissu leyti gildir hið sama um viðbragð líkamans við sveppum og myglu. Í dag er viðurkennt að slímhúðar­ einkenni frá augum, nefi og lungum virðast megineinkenni auk útbrota í húð. Fleira hefur verið nefnt eins og þreyta, óljósir verkir, slappleiki, svefntruf lanir og breyting á ein­ beitingu og minni, sem hefur þá fremur verið tengt við eitrunaráhrif sem þessar lífverur hafa á miðtauga­ kerfið. Samspil ólíkra þátta Enn hefur ekki verið fundin endan­ leg niðurstaða hvað öll þessi atriði snertir. Við vitum að mygla er allt um kring og hefur alla jafna ekki mikil áhrif á okkur. Það er samspil raka og myglu, loftunar og ýmissa annarra þátta svo sem efna og efna­ samsetninga í húsnæði sem virðist hafa áhrif á þá sem eru móttækilegir og flækir myndina enn frekar. Það eru til fjöldamargar undirteg­ undir sveppa sem vert er að skoða og greina enda er þekkt að þeir valda alls ekki allir einkennum. Við lifum daglega með sveppum í lífi okkar, mörg þekkjum við sveppasýkingar af öðrum toga en myglu sem hafa áhrif á líkamann. Þar má nefna naglsvepp sem býsna margir glíma við, sveppa­ sýkingar í slímhúðum sem er einn­ ig algengt vandamál. Þá má ekki gleyma alvarlegri sveppasýkingum sem geta herjað á sjúklinga sem eru ónæmisbældir eða glíma við mein og/eða taka lyf sem draga tennurnar úr ónæmiskerfinu. Allt skiptir þetta miklu máli þegar kemur að grein­ ingu, meðferð og nálgun á vandann. Tímalengd útsetningar Í tilfelli myglu­ og rakavanda virðist svo vera að tímalengd útsetningar skipti máli og þá að sama skapi felst meðferð að hluta til í því að komast burt úr því húsnæði sem skapar einkennin, auk annarrar stuðnings­ meðferðar og jafnvel lyfja. Algengt er að heyra að viðkom­ andi líði betur um helgar eða í fríi, en finni svo f ljótlega aftur til ein­ kenna við að snúa til baka. Ekki eru til neinar afgerandi rannsóknir til greiningar líkt og við þekkjum til dæmis í hálsbólgu, þar sem við greinum með skyndiprófi strepto­ kokka. Við getum þá meðhöndlað með einföldum hætti, iðulega með sýklalyfi, en rétt greining skilar réttri meðferð og skjótum bata. Lífið er ekki alveg svo einfalt þegar kemur að mygluvanda í hús­ næði og einkennum sem fólk finnur fyrir. Vantar enn upp á þekkingu Hægt er að átta sig með ýmsum leiðum á því hvort húsnæði sé í lagi eða ekki, en það er iðulega erfiðara að tengja það beint við einkenni sjúklingsins með mælanlegum aðferðum. Þess vegna skapar það okkur ákveðinn vanda í allri umræðu og samskiptum um þetta efni, það vantar enn upp á þekkingu og nálgun en við færumst nær. Sá eða sú sem finnur fyrir óþæg­ indum í umhverfi sínu sem við­ komandi ekki getur skýrt vel, sér­ staklega ef það innifelur í sér þau einkenni sem ég taldi upp að ofan, ætti að hafa það í huga að orsaka­ valdurinn geti verið húsnæði það sem hann býr og/eða vinnur í. Fjölmargar aðrar orsakir og algengari geta skýrt það sem við­ komandi finnur fyrir en rétt er að ræða það við lækni sinn og skoða þá líka hvort aðrir í sama umhverfi finni til þess sama. Það má þó árétta að viðbragð og það hversu móttæki­ leg við erum er mjög einstaklings­ bundið. Áhrif sveppa og myglu Talsverð umræða hefur verið síðastliðin ár vegna mygluvanda og rakaskemmda í hús- næði sem hafa áhrif á líf og líðan einstaklinga. Einkennin eru margvísleg og margþætt. Samspil ólíkra þátta veldlur því að óþægindi verða af myglu. MYND/GETTY Teitur Guðmundsson læknir 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.