Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 24
Foreldrar mínir tóku við rekstrinum 1993 og þá var áherslum breytt,“ segir Íris Jensen, sem svo tók við rekstrinum árið 2014 ásamt eiginmanni sínum Grétari Þór Grétarssyni. Fyrir- tækið leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu. „Þetta er algjört fjölskyldufyrirtæki. Maðurinn minn er í annarri vinnu, en kemur svo alltaf upp í búð að vinnudegi loknum. Og ef foreldrar mínir eru ekki á staðnum, þá eru börnin hérna. Svo bíð ég bara eftir að ömmubörnin mæti á vaktina,“ segir Íris og hlær. Innréttingar og tæki selur í dag afar vandaða sérvöru fyrir baðherbergi. Til að mynda fást þar baðinnréttingar, sturtuklefar, hreinlætisvörur og blöndunar- tæki. „Við erum í raun með allt fyrir baðherbergið nema vegg- og gólfefni. Við viljum vera sérvöru- verslun, en ekki þessi dæmigerða byggingavöruverslun. Við leggjum metnað okkar í vandaðar vörur og persónulega þjónustu,“ segir Íris. Einföld leið til að poppa upp baðherbergið Fyrirtækið er þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum í skemmtilegum og nýstárlegum lausnum fyrir baðherbergið. Íris bendir á að ein einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess að poppa upp þreytt baðherbergi, sé að skipta út blöndunartækjum fyrir ný í skemmtilegum lit eða með flottri áferð. „Við höfum verið framarlega á merinni í því að bjóða upp á hvort heldur er svört og mött blöndunartæki, eða glansandi brons- eða gulllituð. Það þarf ekki endilega að skipta út öllu í einu, handlauginni, baðkarinu og klósettinu, þótt þú fáir þér ný blöndunartæki. Munurinn kemur líka skemmtilega á óvart.“ Þessar skemmtilegu og litríku vörur segir Íris að komi mikið frá Ítalíu og Spáni. „Globo er til að mynda svakalega flott merki frá Ítalíu og þeir bjóða upp á virkilega skemmtileg lituð salerni eins og svört, brún og grá. Þessir litir eru dálítið óvæntir, en koma ótrúlega vel út. Svörtu salernin hafa líka verið vinsæl sem og pastellituð sal- erni. Hvítu salernin hafa svo aftur verið að koma inn upp á síðkastið, þá með mattri áferð.“ Innréttingar fyrir alla Innréttingar og tæki býður upp á fjölbreyttar og vandaðar innrétt- ingar fyrir fjölbreytt baðherbergi í breiddunum 60 cm til 120 cm. „Hvítar innréttingar eru sígildar og njóta alltaf vinsælda en nú er líka hæstmóðins að velja fjöl- breyttara útlit á framhliðar hurða og skúffa, til dæmis gráleita hnotu eða hvíttaða eik, sem og dökkan palisander með svörtum æðum.“ Að sögn Írisar er gott að hugsa um framtíðina þegar kemur að innréttingum fyrir baðherbergi. „Þegar um ungt fólk er að ræða, sem er kannski að stofna sitt fyrsta heimili, þá þarf að hugsa fyrir ýmsu. Ef ætlunin er að eignast börn þá þarf að geyma ótalmargt inni á baðherbergjum eins og handklæði og þvottastykki, bleiu- pakka og baðdót, snyrti- og hrein- lætisvörur og því þarf skápapláss að vera gott og hirslurnar nota- drjúgar. Djúpar skúffur og skápar verða iðulega fyrir valinu þar sem ung fjölskylda býr. Fyrir lítil eða þröng baðherbergi fást líka ótal lausnir í innréttingum í þremur dýptum. Skúffurnar eru rúmgóðar og eins og heill skápur út af fyrir sig. Það er engin afsökun að geta Svört og mött salerni hafa verið að koma sterk inn upp á síðkastið. Þá hafa hvít og mött salerni sótt í sig veðrið. Innréttingar og tæki bjóða upp á fjölbreyttar baðherbergis- innréttingar og lausnir fyrir ólíkar aðstæð- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þegar blönd- unartækin eru orðin að djásni, þá er gaman. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ítölsku mosaplöturnar frá Benetti Home koma þrælskemmtilega vel út inni á baðherberginu og skapa bæði náttúrulega og notalega stemningu. Vaskarnir frá Globo hafa slegið í gegn, enda fallegt baðherbergisstáss. Gala sturtubotnarnir bjóða upp á einfalda og hentuga leið til þess að setja upp stórkostlega „walk-in“ sturtu. Ódýrasta leiðin til að poppa upp þreytt baðherbergi er að skipta út blöndunar- tækjum fyrir ný í óvænt- um lit og flottri áferð. Framhald af forsíðu ➛ ekki verið með gott skipulag og góðar hirslur þótt fermetrarnir séu ekki margir. Við mætum öllum stærðum og gerðum baðherbergja með frábærum lausnum,“ segir Íris. Gífurlega vinsælir og end- ingargóðir sturtubotnar Sturtubotnarnir frá spænska merkinu Gala eru sívinsælir enda sameinast þar gæði og fagurfræði í einni heilli f lís. Botnarnir eru afar sterkbyggðir og endingargóðir úr granít/stonex/resinefni sem er borið stamri gelkvoðu sem gerir botninn að stöðugu undirlagi. Þeir koma einnig með innbyggðum halla sem einfaldar uppsetningu til muna. Íris segir þessa botna seljast eins og heitar lummur. „Þetta á sér nú allt eðlilegar skýringar. Það er gott að vera með baðkar þegar krakkarnir eru ungir, en þegar börnin eldast og fjölskyldumeð- limir fara að keppast um baðher- bergið á morgnana, þá er sturtan mun betri kostur. Það er sáraein- falt að skipta út baðkarinu, fyrir stóran sturtubotn og gler. Þá ertu kominn með æðislega „walk-in“ sturtu með lítilli fyrirhöfn.“ Mosinn birtir upp rýmið Fyrir þá sem vilja færa náttúruna inn á baðherbergið eru mosa- plöturnar frá Ítalska hönnunar- fyrirtækinu Benetti Home alger bylting. „Mosaveggur gefur hið fullkomna mótvægi við stílhrein flísalögð baðherbergi og gerir allt svo miklu hlýlegra. Mosaplöturnar eru afar fallegar og fást í fjölda lita. Plöturnar sjálfar eru vistvænar og búnar til úr léttu áli og mosinn er náttúrulegur bæði með og án laufa. Mosinn heldur sér vel og það þarf aðeins að úða efni á hann á nokkurra mánaða fresti ef rakinn er lítill. Einfaldara getur það ekki verið.“ Mosaplöturnar hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim og eru vinsældir alls ekki einskorð- aðar við baðherbergin. „Plöturnar má setja upp sem stóran eða lítinn gróðurvegg eða klippa til og búa til listaverk eða lógó fyrirtækja, allt eftir því sem hver og einn vill. Mosaplöturnar eru líka eftirsóttar til að skreyta hótel og veitingastaði en þær setja mjög skemmtilegan svip á umhverfið. Svo skemmir ekki fyrir að mosinn bætir hljóð- vist í stórum opnum rýmum og skapar einnig notalega stemn- ingu,“ segir Íris. Innréttingar og tæki eru í Ármúla 31 Sími 588 7332. Sjá nánar á i-t.is. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.