Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 38
Þjóðkirkjan – Biskupstofa leitar eftir öflugum bókara til starfa í fjölbreytt og krefjandi starf á fjármálasvið skrifstofu sinnar
í Reykjavík.
Um er að ræða fullt starf og er miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gengið hefur
verið frá ráðningu.
Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis mánudaginn 24. ágúst 2020.
Sækja ber rafrænt um starfið á vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og eru bæði kynin hvött til að sækja um starfið.
Starfssvið;
Viðkomandi kemur til með að starfa í teymi starfsmanna á
fjármálasviði skrifstofunnar og munu verkefni viðkomandi verða
fjölbreytt og margþætt og reynir mikið á skipulagshæfni og
samskiptahæfileika.
Helstu verkefni
• Yfirumsjón með fjárhagsbókhaldi, viðskiptamannabókhaldi og
lánardrottnabókhaldi
• Færsla bókhalds, afstemmingar og leiðréttingar
• Árs- og árshlutauppgjör
• Samskipti við stofnanir
• Upplýsingagjöf og skýrslugerð
• Önnur tengd verkefni
Þekking og hæfni
• Mjög góð reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörsvinnu
almennt.
• Mjög góð reynsla af Navision bókhaldskerfi
• Reynsla og þekking á bókhaldstengingum undir- og yfirkerfa
• Góð Excel kunnátta
• Mikil nákvæmni
• Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Sveiganleiki til að taka að sér ýmis tilfallandi verkefni
Öflugur bókari
til Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu
Skútustaðahreppur
Framsækinn skipulagsfulltrúi
óskast
Skútustaðahreppur auglýsir 100% starf skipulagsfulltrúa laust
til umsóknar. Skútustaðahreppur er í góðu samstarfi við Þing-
eyjarsveit í skipulags, -byggingar- og nýsköpunarmálum og
hafa sveitarfélögin sett sér að markmiði að vera í fararbroddi
í loftslagsmálum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf
í lifandi umhverfi, þar sem hugmyndaauðgi og drifkraftur fá að
njóta sín.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
• Reynsla af verkefnastjórnun, þátttaka í nýsköpunarverk-
efnum og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð samskiptahæfni.
Starfssvið:
• Yfirumsjón með starfi að skipulagsmálum og öðru því sem
undir starfið heyrir samkvæmt starfslýsingu.
• Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir
sveitarstjórnar hverju sinni.
• Umsjón með gerð fjárhagsáætlana, starfsáætlana
og framkvæmdaáætlana sem undir starfið heyra.
• Undirbúningur fyrir og umsjón með fundum skipulags-
nefnda.
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem
gilda hverju sinni og heyra undir sviðið.
• Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélagsins og
aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins.
• Önnur verkefni sem undir starfið heyra hverju sinni.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Margeirsson
sveitarstjóri í síma 680 6666.
Umsóknir ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi
skulu sendar til skutustadahreppur@skutustadahreppur.is
Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Við erum fjölskyldvænt,
heilsueflandi samfélag þar sem er öflugt leikskóla- og grunnskóla-
starf, boðið er upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis
frístund. Í Þingeyjarsveit búa um 900 manns og er samanlögð
stærð beggja sveitarfélaga um 12 þúsund ferkílómetrar.
Sérfræðingur í bókhaldi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar ótímabundið starf
sérfræðings í bókhaldi á sviði fjármála og rekstrar.
Um er að ræða ótímabundið 100% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október n.k. eða eftir nánari samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 01.09.2020
Nánari upplýsingar veitir Guðfinna Helgadóttir
gudfinna.helgadottir@heilsugaeslan.is
585-1300
• Færsla bókhalds og skráning í
bókhaldskerfi ríkisins.
• Afstemmingar, frágangur og skil á VSK.
• Greiningarvinna og úrvinnsla gagna.
• Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt beiðni
deildarstjóra.
• Viðskiptafræðingur eða sambærileg
menntun.
• Reynsla og góð þekking á bókhaldi er
skilyrði.
• Góð almenn tölvufærni og góð þekking á
Excel.
• Þekking og reynsla af Orra bókhaldskerfi
er kostur.
• Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
• Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og
sjálfstæði í vinnubrögðum.
Helstu verkefni og ábyrgð Hæfnikröfur
Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is undir laus störf og www.starfatorg.is
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R