Fréttablaðið - 15.08.2020, Page 51

Fréttablaðið - 15.08.2020, Page 51
Netverslun Heklu, sem byggir á netverslunarkerfi Stefnu, hefur þróast mjög mikið síðustu ár og hafa stjórnendur fyrirtækisins lagt mikla áherslu á að halda þeirri þróun áfram, að sögn Halldóru Önnu Hagalín, markaðsstjóra Heklu. „Við höfum verið með sýningar- sal notaðra bíla á netinu í gegnum kerfi Stefnu í nokkuð mörg ár. Fyrir rúmu ári opnuðum við einn- ig sýningarsal nýrra bíla, ásamt netverslun aukahluta á vefsíðunni okkar hekla.is. Sýningarsalur nýrra bíla er virknin sem er einna mest notuð á vef Heklu, en þar er hægt að skoða og panta alla nýja bíla sem eru til á staðnum eða eru á leiðinni til okkar. Við veljum kerfismegin hvaða bíla við viljum birta á vefnum, bætum við myndum og lýsingum og þeir birtast áreynslulaust á netinu innan skamms.“ Einfalt fyrirkomulag Halldóra segir netverslunarkerfi Stefnu nýtast afar vel fyrir við- skiptavini Heklu. „Viðskiptavinir geta á ein- faldan hátt skoðað vöruúrvalið á netinu, hvort sem um er að ræða nýja eða notaða bíla, aukahluti eða lífsstílsvörur eins og reiðhjól, hjálma, bílstóla og f leira. Í náinni framtíð munum við geta gengið frá bílakaupum nýrra bíla frá a-ö á netinu, en í dag er hægt að kaupa aukahluti ásamt því að skoða úrval bíla, velja uppáhaldsbílinn og taka hann frá.“ Netverslunarkerfi Stefnu er líka einfalt og þægilegt í notkun fyrir starfsmenn Heklu. „Það er afar einfalt fyrir okkur að setja inn nýjar vörur í kerfið, lýsingar á þeim og myndir. Svo er þetta allt tengt við bókhaldskerfið okkar svo þetta skráist strax alla leið í kerfinu okkar.“ Ánægðir viðskiptavinir Halldóra segir viðskiptavini hafa tekið þessari nýjung fagnandi og er vefsíða Heklu sífellt meira notuð í þeim tilgangi að ganga frá kaupum eða taka frá bíla. „Við höfum líka fundið fyrir því að viðskiptavinir sem koma til okkar vita nú þegar hvað er til hjá okkur, hafa skoðað vöruna á netinu og tekið ákvörðunina. Í bílakaupum kemur fólk oft til okkar sem er búið að taka ákvörð- un um bílakaup en kemur þá til að reynsluaka sambærilegum bíl, svona til að staðfesta ákvörðun- ina. Það er í raun bara formsatriði fyrir marga að koma á staðinn og ganga frá kaupum. Þannig þarf þá ekki að bíða eftir póstflutningi á aukahlutum og biðin eftir nýja bílnum styttist í örfáa daga.“ Hún segir sölu aukahluta hafa margfaldast síðustu ár og að þar spili mörg atriði saman. „Ásamt því að hafa opnað net- verslun höfum við lagt aukna áherslu á aukahlutasölu yfir höfuð. Við höfum breytt vara- hlutaversluninni, fært hana innanhúss hjá okkur og lagt okkur fram við að efla þjónustu og þekk- ingu.“ Tenging beint í Navision Frá upphafi var lögð mikil áhersla á að netverslunarkerfi Heklu myndi tengjast beint inn í bók- haldskerfi fyrirtækisins, sem er Navision. „Það skipti afar miklu máli fyrir okkur í allri meðhöndlun upp- lýsinga sem og einfaldleika sölu fyrir þjónusturáðgjafa okkar sem taka vörurnar til. Einnig skiptir það máli fyrir lagerstöðu auka- hluta hverju sinni, sem uppfærist sjálfkrafa. Frá upphafi lögðum við áherslu á að vinnsla fyrir starfs- fólk okkar yrði eins auðveld og hægt væri og sem mest sjálfvirk. Við erum með miklar sérþarfir í vinnslu í netverslun okkar en höfum ekki enn þá lent í því að fá svar um að eitthvað sé ekki hægt. Viðmót starfsmanna Stefnu er lausnamiðað og vilji til góðra verka er mikill.“ Góður samstarfsaðili Samstarf Heklu og Stefnu nær til margra ára og hefur verið einkar farsælt að sögn Halldóru. „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fyrirtæki eins og Heklu að nánir samstarfsaðilar hafi mikla þekkingu á rekstri okkar, enda vörumerkin mörg og starf- semin fjölbreytt.“ Hekla heldur úti sex vefsíðum og þar af eru þrjár sérsniðnar af Stefnu: netverslun og tveir sýningarsalir á netinu. „Umfangið er gríðarmikið og utanumhaldið tímafrekt. Við fáum mikla aðstoð frá Stefnu og starfsfólki þar, sem er leiðbeinandi og þjónustulundað. Skipulag þeirra er gott og tímaskráning skýr, sem skiptir verulegu máli þegar velja á samstarfsaðila.“ Sjá nánari upplýsingar á stefna.is og í síma 464-8700. Netverslun frá Stefnu sparar tíma og fyrirhöfn Undanfarin ár hefur Hekla stuðst við netverslunarkerfi Stefnu, með mjög góðum árangri. Kerfið einfaldar alla vinnu og ákvarðanatöku, bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn Heklu. „Viðskiptavinir geta á einfaldan hátt skoðað vöruúrvalið á netinu, hvort sem um er að ræða nýja eða notaða bíla, aukahluti eða lífsstílsvörur eins og reiðhjól, hjálma, bíl- stóla og fleira,” segir Halldóra Anna Hagalín, markaðsstjóri Heklu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON Margir nýta vefinn til að skoða og velja nýja bílinn áður en kaup fara fram. Fyrir rúmu ári opnaði Hekla sýningarsal nýrra bíla ásamt netverslun aukahluta á vefsíðu sinni hekla.is. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NETVERSLANIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.