Fréttablaðið - 15.08.2020, Síða 52

Fréttablaðið - 15.08.2020, Síða 52
Vefverslun á vænt- anlega eftir að aukast í náinni framtíð og er góð viðbót við hefðbundnar verslanir. Að reka góða vefverslun er mikil vinna. Þú hendir ekki upp netverslun og málið er dautt. Öll innihaldsefnin eru keypt nálægt uppruna og frá traustverðum og heiðarlegum söluaðilum. Vörurnar eru fáanlegar á vefsíðu Dimmblá www.dimmbla.is Vegan húðvörur Við þurfum öll að hugsa vel um húðina okkar og það sem við notum á hana skiptir máli. Húðvörulína Dimmblá inniheldur lífræn innihaldsefni og er vegan. Án parabena Án Phthalate Án Glútens 6 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNETVERSLANIR Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market Bergþóra Guðnadóttir er hönn- uður, stofnandi og annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market – Iceland, sem rekur tvær verslanir í Reykjavík auk vefversl- unar. Hvernig hefur vefverslun breytt möguleikum íslenskra hönnuða? Vefverslun hefur aðallega auð- veldað íslenskum hönnuðum að ná til viðskiptavina erlendis, sér- staklega ef með fylgir sterk og skýr ímynd á vef- og samfélagsmiðlum. Á undanförnum misserum hefur vefverslun innanlands sótt í sig veðrið og ekki síst nú á COVID- tímum. Einnig fáum við mikið af erlendum pöntunum, til dæmis frá fólki sem hefur heimsótt verslanir okkar á Íslandi og séð eftir að hafa ekki keypt einhverja flík eða ekki haft pláss í ferðatöskunni. Hvar liggja helstu tækifærin? Vefverslun á væntanlega eftir að aukast í náinni framtíð og er góð viðbót við hefðbundnar verslanir. Því skiptir miklu máli að vefverslunin endurspegli ímynd fyrirtækisins og hefðbundnu verslunarinnar. Mikilvægt er að sinna viðskiptavinum vel og fylgja hratt og örugglega eftir pöntunum, fyrirspurnum og öðru sem tengist versluninni. Ánægður viðskipta- vinur er mjög líklegur til að halda áfram viðskiptum, hvort sem um er að ræða heimsókn í vefverslun eða „hefðbundna“ verslun. Helsti lærdómur þegar kemur að eigin vefverslun? Vefverslun er ekki eins einföld lausn og margir kynnu að halda og það þarf að sinna viðskiptavin- unum og upplýsingagjöf jafn vel og í hefðbundinni verslun. Þetta á ekki síst við um erlenda viðskipta- vini, sem eru kannski aðeins vanir vefverslun innan Evrópusam- bandsins þar sem viðbætt aðflutn- ingsgjöld eru lítil sem engin. Ná til heimsins í gegnum skjáinn Vefverslun hefur hjálpað íslenskum hönnuðum að kynna vörur sínar á erlendum mörkuðum. Þrír íslenskir hönn- uðir ræða helstu kosti vefverslunar fyrir íslenska hönnun. Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Ragna Sara Jónsdóttir er stofnandi og listrænn stjórnandi hönnunar- merkisins Fólk. Fyrirtækið vinnur í samstarfi við íslenska hönnuði við að þróa hönnunarvörur fyrir heimilið og hefur sjálf bæran lífsstíl og hringrásarhagkerfi að leiðarljósi í allri þróun og rekstri. Hvernig hefur vefverslun breytt möguleikum íslenskra hönnuða? Vefverslun breytir mjög miklu varðandi tækifærið til að selja hönnunarvörur, sem annars væri mest staðbundin sala, þar sem vefir eru alþjóðlegir í eðli sínu. Hins vegar er ekki þar með sagt að það takist að fá athygli heimsins á tiltekna vefverslun, eftir að hún hefur verið sett upp. Að vefverslun nái að selja alþjóðlega er í raun stórt sjálfstætt verkefni, að ná þeim áfanga krefst mikillar vinnu, mjög skýrrar sýnar til lengri tíma og öflugra samstarfsaðila. Hvar liggja helstu tækifærin? Vefurinn gefur gríðarlega gott tækifæri til að vanda fram- setningu á eigin hönnun, segja sögur, birta flottar myndir og leyfa viðskiptavininum að hrífast með á eigin hraða og forsendum, enda er sagan á bak við vörurnar oft jafn áhugaverð og vörurnar sjálfar. Þegar viðskiptavinur og söluaðili hittast hins vegar, þá hefur sölumaðurinn kannski bara 15 sekúndur til 2 mínútur til að heilla viðskiptavininn. Helsti lærdómur þegar kemur að eigin vefverslun? Nýverið áttum við í viðræðum við tvær stórar verslanakeðjur á Norðurlöndum. Önnur var staðsett í Noregi og með margar verslanir á sínum vegum, hin var vefverslun í Finnlandi sem ein- blínir eingöngu á sölu í gegnum vef. Þegar COVID-19-krísan kom fór allt í uppnám, samningarnir við verslanakeðjuna í Noregi fóru í stopp á meðan finnska vefverslun- in kláraði samningana við okkur og er nú að selja íslensku hönnun- ina frá Fólk við góðar viðtökur. Lærdómurinn er að þegar tímar óvissu og farsótta líkt og nú standa yfir, er vefverslun að vaxa á meðan þurft hefur að loka staðbundnum verslunum. Við munum því halda áfram að leggja mikla áherslu á að byggja okkur upp á vefnum og með stafræna þjónustu. Hlín Reykdal, skartgripahönnuður Hlín Reykdal hefur hannað skart- gripi og fylgihluti undir eigin nafni frá árinu 2010. Hún stofnaði verslunina Kiosk ásamt öðrum hönnuðum árið 2010 og rekur net- verslunina hlinreykdal.com. Hvernig hefur vefverslun breytt möguleikum íslenskra hönnuða? Verslunarumhverfi og markaðs- setning hefur breyst mikið undan- farin ár og er netverslunin í mikilli sókn. Margir hönnuðir eru stað- settir í Reykjavík svo það gengur betur að ná til landsbyggðarinnar og á erlenda markaði með vef- verslun. Hvar liggja helstu tækifærin? Það eru mörg tækifæri sem liggja í því að vera með góða netverslun, til dæmis er hægt að stækka mark- hópinn til muna. Þarna ertu komin með búðarglugga, þína ímynd og hönnun fyrir allan heiminn. Vef- verslun er framtíðin og ef hönn- uðir hoppa ekki á þá lest eru þeir hreinlega að missa af miklu. Helsti lærdómur þegar kemur að eigin vefverslun? Að reka góða netverslun er mikil vinna. Þú hendir ekki upp netverslun og svo er málið dautt. Það þarf að hlúa að henni og þetta er verkefni sem er aldrei búið. Persónulega finnst mér þetta verslunarform rosalega skemmti- legt og áhugavert. Möguleikarnir eru endalausir og alltaf er hægt að bæta og gera betur. Ragna Sara Jónsdóttir. MYND/SAGA SIGBergþóra Guðnadóttir. Hlín Reykdal. MYND/SAGA SIG Það skiptir ekki lengur máli hvar í heiminum fyrirtæki eru niðurkomin því hægt er að kaupa allt mili himins og jarðar með einum smelli á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.