Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Page 14
14 FRÉTTIR 3. JÚLÍ 2020 DV
amleg íþrótt. Ég kemst ekki
nálægt því hvernig þessir
menn spila en ég get alveg
tekið á móti fólki og hef gaman
af því. Til þess er leikurinn
gerður.“
Fíkn ekki
hegðunarvandamál
Kári hefur aðstoðað fjölda
fólks við að vinna sig út úr
fíknivanda í gegnum tíðina en
hann hætti sjálfur að drekka
fyrir mörgum árum. „Það er
svolítil tilhneiging til þess
að líta á þetta sem hegðunar-
vandamál frekar en sjúkdóm.
En maður verður býsna illi-
lega var við að þetta er ekki
hegðunarvandi þegar maður
horfir á skyldmenni sín deyja
af þessu á ungum aldri. Mér
finnst þetta stórt og ógnvekj-
andi og hræðilegt heilbrigðis-
vandamál.“
Aðspurður hvort hann hafi
sjálfur verið vondur með víni
segir Kári að hann hafi frekar
orðið leiðinlegur. „Ég verð
mjög fljótlega þögull og sest
út í horn. Ég tók ekki ákvörð-
un um að hætta að drekka. Ég
hætti bara. Vín og ég fórum
bara ekkert sérstaklega vel
saman og ég held að þetta
sé ágætis lausn fyrir mig og
fólkið í kringum mig.“
Þú varst þá ekki búinn að
vera blindfullur heima í marg-
ar vikur áður en þú hættir?
„Ég held að ég hafi aldrei
verið fullur tvo daga í röð á
ævinni.“
Þú hefur þá aldrei farið á
þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
í pollagalla?
„Nei,“ segir hann og munn-
vikin rísa góðlátlega.
Hefur ítrekað rangt fyrir sér
Þegar Kári er spurður út í
sinn mesta sigur á lífsleiðinni
er fátt um svör. Hann er fljót-
ur að tína til ósigrana en virð-
ist að vissu leyti ekki skynja
umhverfi sitt og sigrana sem
vitnisburðir um prýða veggi
skrifstofu hans.
„Ég get ekki bent á neinn
sérstakan persónulegan
sigur minn en vinnan hérna
hjá okkur hefur gengið alveg
ótrúlega vel vegna þess að hér
er ótrúlegur hópur af skringi-
legu, skýru og skapandi fólki
sem, þegar það kemur saman
sem teymi, á sér enga líka í
þessum heimi. Við getum sagt
að það sé minn mesti sigur að
hafa fengið að vera hluti af
þessum hópi í 24 ár.“
Kári segir galdurinn liggja
í þessari skrítnu blöndu af
fólki sem nálgast vinnu sína
á allt annan hátt en tíðkast
annars staðar. „Þau nálgast
vinnuna sem teymi en ekki
einstaklingar og þetta fólk er
svo ótrúlega heiðarlegt. Það
sem fólk áttar sig ekki á er að
það sem vísindamaður getur
alls ekki verið án er heiðar-
leiki. Ég hef séð menn sem
eru ekkert sérstaklega vel
gefnir eða skapandi ná langt
í vísindum af því að þeir eru
stálheiðarlegir.
Þegar þú spyrð spurninga
í vísindum, áður en þú færð
svarið, verður þú að fara yfir
að minnsta kosti 20 krossgöt-
ur þar sem óskhyggja getur
dregið þig í alls konar áttir og
þú verður að vera heiðarlegur
við sjálfan þig. Þú verður að
geta tekist á við þá staðreynd
að þú hafir bara rangt fyrir
þér. Kenningar þínar voru vit-
lausar.“
Vísindamaðurinn á móti
mér er engin undantekning í
því og fer ekki í felur með að
hafa ítrekað haft rangt fyrir
sér. „Ég man ekki eftir einni
einustu kenningu sem ég hef
sett fram sem hefur verið rétt.
Gögnin eru alltaf að auðmýkja
mann.“
Fer aldrei í samkvæmi
„Mér hafa orðið á alls konar
mistök í mínu lífi. Ég vildi að
ég hefði verið öðru fólki betri
maður, samferðafólki mínu
betri maður. Ég held að það
sé mjög mikilvægt að vera
meðvitaður um slóð sína. Ég
hef verið ákafur í mínu lífi
og leyft ákefðinni að búa til
meiri árekstra en ástæða
hefur verið til. En svo er það
með ákefðina að það er mjög
erfitt að koma sumum hlutum
í verk án hennar.“
Kári virkar líklega á marga
sem maður sem erfitt er að
nálgast. Það eru ekki miklar
líkur á að rekast á hann í
veislu eða á kaffihúsi.
„Staðreyndin er sú að ég er
einfari. Ég er mjög sjaldan
innan um annað fólk. Fyrir
utan vinnu, næstum því aldr-
ei. Ég fer aldrei í samkvæmi.“
Hættu!
„Það er satt.“
Mætir þú ekki á árshátíð-
ina hérna?
„Nei. En ég fer einstaka
sinnum í bíó með konunni
minni. Ekki oft. Við förum af
og til út að borða en bara tvö
ein og á alla Sinfóníutónleika.
Ég hef mjög lítinn áhuga
á samkvæmum og forðast
annað fólk eins og ég get. Mér
bara kemur það ekki við.“
Hann segist þó hafa tekið
sitt tímabil sem unglingur
þar sem hann datt í það um
helgar en hann hafi aldrei
verið samkvæmismaður. Mér
líður best úti í horni með bók,
að skrifa eða horfa út í himin-
geiminn.“
Þjóðargersemi
og tískumógúll
Kári hefur verið mikið í fjöl-
miðlum upp á síðkastið í
tengslum við COVID-19 og að-
komu sína að því. Hann hefur
verið kallaður þjóðargersemi
og tískumógúll en nýlega
birtist grein um fatasmekk
hans. „Mér finnst það býsna
heimskulegt. Gjörsamlega fá-
ránlegt. Út í hött.“ Hann segist
þó geta hlegið að slíku.
„Ég spái mjög lítið í því
hvernig ég klæði mig. Ég fer
lítið nema á Sinfóníutónleika.
Mér finnst mjög gott að sitja í
Eldborgarsalnum og hlusta á
klassíska tónlist. Mér finnst
það alveg dýrðlegt. Og ef þú
ert að velta fyrir þér þjóðar-
gersemum þá finnst mér
Víkingur Heiðar eitthvað það
stórkostlegasta sem við eigum
þessa dagana. Hann er ótrú-
legur.“
Kári er engu að síður oft
reffilegur í klæðaburði. Hann
neitar því þó að það sé úthugs-
að. „Ef mér er ekki þröngvað
til þess að skipta um föt, sem
kemur af og til fyrir, að mér sé
sagt að ég sé í skítugum galla-
buxum, þá gerir ég það ekkert
endilega. Nú, ef ég er rekinn í
það, þá geri ég það, því ég er
svo hlýðinn eins og þú veist.
En annars skiptir klæðnaður
mig ekki miklu máli.“
Vit á að vera bara heima
„Ég ætla að spila fyrir þig eitt
lag að gamni sem mér finnst
mjög interessant,“ segir Kári
og Bob Dylan tekur yfir og í
tækinu hljómar I dreamed I
saw St. Augustine.
„Hann er að yrkja um heil-
agan Ágústínus og að Dylan
dreymdi að hann væri skrímsli
sem drap hann. Að vissu leyti
þá getur þú hlustað á þennan
texta eins og hann sé svona
„concrete“ og hann sé bara að
yrkja um það. En ég held að
hann sé fyrst og fremst að tala
um hvernig maður er sífellt að
eyðileggja það góða í sjálfum
sér. Maður fæðist með ákveðna
eiginleika, ákveðna getu,
ákveðna drauma. Svo vaknar
maður upp nokkrum áratugum
síðar og kemst að þeirri niður-
stöðu að það er maður sjálfur
sem hefur eyðilagt þetta allt
saman með því hvernig maður
hefur verið, hvernig maður
hefur hegðað sér, hvernig
maður hefur breytt. Mér
finnst þetta alveg magnað ljóð
og söngur eins og svo margt
sem Dylan gerði á þessum
tíma, eins og mér finnst hann
ómerkilegur í dag.“
Verður maður ekki að geta
líka talað sig upp og séð feg-
urðina í því sem maður er,
maður er þó það?
„Jújú, en maður þarf líka að
sætta sig við það sem maður
er.“
Kári hefur horfst í augu við
eigin bresti en vill sem minnst
tala um eigin sjarma. Hann
vinnur langa daga og verk-
efnin eru mörg. Hann ætlar
sér þó ekki að sitja í turninum
að eilífu. Kári segist þekkja
sín takmörk og vera farinn að
huga að því að minnka við sig
á komandi árum enda orðinn
71 árs og að hann hafi í mörg
önnur horn að líta. Ýmis verk-
efni bíði hans. Hann vill gera
betur við börnin sín sem hann
sér mikið eftir að hafa ekki
sinnt meira þegar þau voru
ung. Barnabörnin séu enda-
laus uppgötvun og vísinda-
maðurinn geri ítrekaðar upp-
götvanir sem afi.
„Ekki láta metnaðinn ræna
þig því sem raunverulega
skiptir máli. Það er nefnilega
þannig með sum af þessum há-
leitu markmiðum að þegar þú
nærð þeim kemstu að raun um
að þú ert bara staddur á enn
einu hallærisplaninu og vildir
að þú hefðir haft vit á að vera
bara heima að hlúa að fólkinu
þínu.“ n
Ég vildi að ég hefði verið
öðru fólki betri maður, sam-
ferðafólki mínu betri maður.
Kári segir dramatískar sögur um sig bera vott um sköpunargáfu landsmanna. MYND/VALLI