Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 5. tölublað 108. árgangur
HLAKKAR TIL
TÓNLEIKANNA
Á KÚNSTPÁSU
SEX SKIPVERJAR FÓRUST
OPNAR DÁ-
LEIÐSLUSKÓLA
Á AFMÆLINU
HÁLF ÖLD FRÁ HVARFI SÆFARA BA 10 DÆGRADVÖL 24JÓHANN SCHRAM REED 29
Gróðureldar
» Gríðarlegt eignatjón hefur
orðið og margir látist.
» Gróðureldar eru ekki óal-
gengir í Ástralíu en hafa aldrei
verið skæðari en nú.
» Loftslagsbreytingar eiga
þátt í eldunum.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ekkert lát er á gróðureldunum miklu
í Ástralíu og veðurskilyrði fara versn-
andi á ný. Inga Árnadóttir, kjörræð-
ismaður Íslands í landinu, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að óvíst sé að
hægt verði að ráða niðurlögum eld-
anna næstu mánuðina. „Þetta er ógn-
vænlegt ástand,“ segir hún. Gífurlegt
tjón hefur orðið og margir látist.
„Árið 2019 var heitasta ár síðan
byrjað var með formlegar veðurat-
huganir. Hiti fór í 49 gráður í vest-
urútjaðri Sydney í vikunni sem leið.
Þetta hefur aldrei átt sér stað áður.
Talið er að breyttar aðstæður yfir
Indlandshafi hafi haft mikil áhrif á
veðurfar hér. Það virðist stöðugt
hitna. Þessu fylgja svo þurrkar sem
eru þeir verstu sem sögur fara af,“
segir Inga.
Inga segir að New South Wales
virðist hafa farið verst út úr eldunum
fram að þessu, en það logi einnig núna
í Suður-Ástralíu og Viktoríu. Hún
segir að Íslendingar séu á öllum þess-
um svæðum. Um 500 íslenskir ríkis-
borgarar eru búsettir í Ástralíu,
dreifðir um landið en stór hluti býr í
Vestur-Ástralíu í og í kringum borg-
ina Perth og einnig í Melbourne og
Sydney.
„Ástandið er ógnvænlegt“
Ekkert lát á gróðureldunum í Ástralíu 500 Íslendingar búsettir í landinu
Hitinn fór í 49 gráður í Sydney Verstu þurrkar sem sögur fara af
MBrunastækja í loftinu … »14
AFP
Vítiseldar Hvarvetna blasir við eyðilegging af völdum gróðureldanna. Brunnin ökutæki á víð og dreif eru algeng sjón og fjöldi húsa er rústir einar.
Embætti landlæknis hefur ekki
verið tilkynnt um alvarlegt atvik í
nóvember sl. þar sem maður lést á
heimili sínu í kjölfar þess að hafa
verið útskrifaður of snemma af
Landspítalanum. Þetta staðfestir
Alma D. Möller landlæknir í samtali
við Morgunblaðið en hún hefur
kallað eftir uppfærðum upplýs-
ingum um bráðadeild Landspítala í
kjölfar frétta um atvikið.
„Öll svona alvarleg atvik á að til-
kynna til okkar og við skoðum þau.
Við vorum bara að heyra þetta í
fyrsta skipti,“ segir Alma. »4
Landlæknir vissi
ekki af atvikinu
Áformað er að taka 17 hæða
hótelturn á Skúlagötu í Reykjavík í
notkun á næsta ári. Hótelið verður
rekið undir merkjum Radisson
RED og verður með 203 her-
bergjum, veitingastað og þakbar.
Skoski arkitektinn Tony Kettle
teiknaði hótelturninn. Hann hefur
hannað margar byggingar, m.a.
Lakhta-skýjakljúfinn í St. Péturs-
borg, hæstu byggingu Evrópu.
Kettle segist í samtali við
Morgunblaðið hafa sótt innblástur í
Hörpu og Hallgrímskirkjuturn.
Markmiðið sé að skapa eitt af
þremur helstu kennileitum borg-
arinnar. Á efstu hæð hótelturnsins
verði útsýnispallur með útsýni út á
sundin og yfir miðborgina. »12
Teikning/Kettle Collective
Turn Á horni Skúlagötu og Vitastígs.
Vígja nýjan hótel-
turn á næsta ári
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enn ein verðlaunin bættust í safn
Hildar Guðnadóttur tónskálds í
fyrrakvöld. Hún fékk þá afhent
Golden Globe-verðlaunin í Los Ang-
eles fyrir bestu frumsömdu tónlist
við kvikmynd en það var við mynd-
ina Joker. Þykir nú enn líklegra að
Hildur hljóti tilnefningu til Óskars-
verðlauna fyrir sömu tónsmíðar og
jafnvel verðlaunin sjálf.
Aðeins ein kona hefur áður hlotið
Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu
frumsömdu tónlist í kvikmynd. Það
var Lisa Gerrard sem hlaut þau með
Hans Zimmer árið 2001. Hildur er
því fyrsta konan sem hlýtur verð-
launin ein en ekki í samstarfi við
annað tónskáld. „Ég tel fólk opnara
núna fyrir því að treysta konum,“
sagði Hildur þegar hún sat fyrir
svörum á blaðamannafundi eftir
verðlaunaveitinguna.
Hildur þakkaði leikstjóra Joker,
Todd Phillips, fyrir að bjóða henni í
þetta ævintýralega ferðalag, treysta
henni fyrir verkefninu og trúa á
hana. Þakkaði hún einnig aðalleik-
ara myndarinnar, Joaquin Phoenix,
fyrir að auðvelda sér verkið með
magnaðri túlkun sinni á titilpersón-
unni, Jókernum.
Samtök erlendra fjölmiðlamanna í
Hollywood standa að Golden Globe-
verðlaununum sem veitt eru bæði
fyrir það besta í kvikmyndum og
sjónvarpi. Verðlaunin þykja gefa
góða vísbendingu um það sem koma
skal á Óskarsverðlaunahátíðinni eft-
ir rúman mánuð. »28
Treysta konum betur
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaun
AFP
Sigursæl Hildur Guðnadóttir með verðlaunagripinn, Gyllta hnöttinn.