Morgunblaðið - 07.01.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Skoðið úrvalið á facebook
DimmalimmReykjavik
30%
50%
afsláttur
til
ÚTSALAN ER
HAFIN!
Landhelgisgæslan fjarlægði í gær
vaktskýli sem staðið hefur á Faxa-
garði í Gömlu höfninni í Reykjavík
frá árinu 2004. Varðskýlið verður
flutt til Helguvíkur í Keflavík. Skýlið
er flutt sjóleiðina með varðskipinu
Þór.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Gæslunnar, segir að um tíma-
bundna ráðstöfun sé að ræða þar til
endanleg ákvörðun verður tekin um
hvað gert verði við skýlið. Í Helguvík
sé gott pláss til að geyma það. Vakt-
skýli Landhelgisgæslunnar þarf að
víkja fyrir nýrri spennistöð, sem
Faxaflóahafnir ætla að reisa á Faxa-
garði.
Vaktmenn á vegum Landhelgis-
gæslunnar höfðu það hlutverk um
áratuga skeið að fylgjast með varð-
skipunum þegar þau lágu í höfn, síð-
ast á Faxagarði og þar áður á Ingólfs-
garði. Gæslan hætti árið 2016 að
vakta varðskipin með föstum starfs-
mönnum í skýlinu og fól Securitas
gæsluna. Vöktunin felst í samblandi
af vöktun myndavéla, hreyfanlegu
eftirliti og fastri viðveru starfsmanna
Securitas. Því er ekki lengur þörf
fyrir skýlið á Faxagarði. sisi@mbl.is
Skýli Landhelgisgæslunnar á Faxagarði víkur fyrir nýrri spennistöð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vaktskýli
flutt til
Helguvíkur
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Embætti landlæknis hefur kallað
eftir uppfærðum upplýsingum um
bráðadeild Landspítala í kjölfar
frétta um að sjúklingur hafi látist á
heimili sínu í nóvember sl. þremur
dögum eftir ótímabæra útskrift og
ranga greiningu á spítalanum. Þetta
staðfestir Alma D. Möller landlækn-
ir í samtali við Morgunblaðið en
embættið gerði síðast úttekt á
bráðamóttökunni í október.
Öll alvarleg atvik á að tilkynna
Segir hún að fyrrnefnt atvik hafi
enn ekki verið tilkynnt til embættis-
ins og kveðst hafa haft samband við
Landspítala snemma í gærmorgun
til að spyrjast fyrir um það hvers
vegna það hafi ekki verið tilkynnt.
Hún staðfestir að þegar atvikið
verði tilkynnt muni embættið fara í
að skoða málið.
„Öll svona alvarleg atvik á að til-
kynna til okkar
og við skoðum
þau. Við vorum
bara að heyra
þetta í fyrsta
skipti,“ segir
Alma.
Morgunblaðið
greindi frá því á
laugardag að Már
Kristjánsson,
yfirlæknir smitsjúkdómalækninga,
hefði í viðtali í Læknablaðinu lýst
yfir miklum áhyggjum af stöðunni á
bráðamóttöku spítalans. Í viðtalinu
sagði Már m.a. að mikill þrýstingur
væri á að útskrifa sjúklinga sem
hefði orðið til þess að sjúklingur lést
á heimili sínu. Aðspurð segist Alma
ekki hafa fengið vísbendingar um
slíkan þrýsting.
Ekki einu um að kenna
„Það er auðvitað þannig að ef það
koma upp alvarleg atvik þá er sjald-
an eða aldrei einhverju einu um að
kenna. Það er margt sem spilar
saman sem við köllum kerfisþætti
og það er allt þetta sem við erum bú-
in að vera að tala um. Þar er nátt-
úrlega ástæðan sem búin er að skap-
ast á gríðarlega mörgum árum, t.d.
að uppbygging á hjúkrunarheimil-
um hefur verið of hæg og við vitum
að það vantar hjúkrunarfræðinga,
það er reyndar alþjóðlegur vandi.
Maður hefði viljað sjá hraðari við-
brögð til að bregðast við þessu,“
segir Alma.
Hún segir að samkvæmt upplýs-
ingum um bráðadeild Landspítala
sem síðast voru uppfærðar í október
hafi bráðamóttökunni tekist að
sinna bráðahlutverki sínu vel, vand-
inn liggi í að sjúklingar þurfi að bíða
á bráðamóttökunni of lengi eftir
legudeildarplássi.
„Það er fyrst og fremst vegna
þess að það vantar hjúkrunarfræð-
inga og sjúkraliða,“ segir Alma.
Vilja dreifa sjúklingum betur
Segir hún að embættið hafi beint
því til Landspítala við síðustu eft-
irfylgniúttekt á bráðamóttökunni að
spítalinn ætti að horfa inn á við og
skoða hvort hægt sé að dreifa sjúk-
lingum og starfsfólki með öðrum
hætti á deildirnar og opna sérstaka
biðdeild til að færri þurfi að bíða á
bráðamóttökunni.
„Okkur finnst ekki ásættanlegt að
svona margir séu að bíða á bráða-
móttökunni af því að húsnæðið ber
það ekki,“ segir Alma.
„Annaðhvort þarf að dreifa sjúk-
lingum öðruvísi eða opna betri að-
stöðu og það snýr að stjórnendum
Landspítala að skoða það. Mér skilst
að það sé í undirbúningi,“ segir hún.
Atvikið ekki tilkynnt landlækni
Landlæknir hefur kallað eftir uppfærðum upplýsingum frá Landspítala í kjölfar frétta um alvarlegt
atvik á bráðadeild Ekki ásættanlegt að svo margir bíði á bráðamóttökunni, segir Alma D. Möller
Alma D. Möller
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bráðamóttaka Oft er mikill erill og lítið pláss á bráðamóttöku Landspítala.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fékk eftir hádegið í gær tilkynningu
um hugsanlega sprengju á leik-
skólalóð í Breiðholti. Leikskólastjór-
inn tilkynnti. Sérsveit lögreglu fjar-
lægði „sprengjuna“. Í ljós kom að
þetta var pappahólkur sem búið var
að festa saman með límbandi, líklega
innan úr skottertu eða flugeldi. Lög-
reglan veit ekki hver kom hólknum
fyrir á lóðinni eða í hvaða tilgangi.
Annars var mikill erill hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu í gær. 41
mál var bókað á tímabilinu frá
klukkan 11 til 17.
Meðal annarra mála má nefna að
starfsfólk verslunar í Hafnarfirði
óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna
manns sem sagt var að reynt hefði
að greiða fyrir vörur með fölsuðum
peningaseðli. Lögreglan tók seðilinn
en við skýrslutöku á vettvangi neit-
aði maðurinn öllum sakargiftum.
Alvarlegt íþróttaslys varð í Garða-
bæ. Tíu ára stúlka sem var við fim-
leikaæfingar á trampólíni féll og hef-
ur líklega brotnað á báðum
handleggjum. Hún var flutt með
sjúkrabíl á slysadeild.
Loks má nefna að erlendir ferða-
menn sem fest höfðu bílaleigubíl í
snjó á Nesjavallaleið óskuðu eftir að-
stoð. Leiðin var merkt ófær en
ferðafólkið sagðist ekki hafa tekið
eftir skiltinu. Lögreglan sótti fólkið
á jeppabifreið og flutti í bæinn.
„Sprengja“ á leikskólalóð
Mikill erill hjá
lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Hari
Forgangsakstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði mikið að gera.