Morgunblaðið - 07.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
! "!#$ á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
%
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræð-ingur Samtaka atvinnulífsins,
birti grein á vef samtakanna í gær
þar sem bent var á að efnahags-
lægð væri nú yfir landinu þó að ým-
islegt jákvætt hefði
gerst á nýliðnu ári.
Ásdís nefndi aðaðlögun að
breyttum aðstæðum
gæti orðið mild ef
rétt væri að málum
staðið: „Stjórnvöld
boða skattalækkanir og aukið fjár-
magn verður sett í opinberar fram-
kvæmdir. Þá hefur Seðlabankinn
lækkað stýrivexti um 150 punkta á
árinu. Viðbrögð hagstjórnaraðila
við breyttum efnahagsforsendum
eru í senn eðlileg og jákvæð. Meira
þarf þó að koma til. Á sama tíma og
stýrivextir Seðlabankans eru í
sögulegu lágmarki eru skamm-
tímaraunvextir á skuldabréfamark-
aði álíka og áður en vaxtalækk-
unarferlið hófst. Viðskipta-
bankarnir berjast nú við að skila
ásættanlegri arðsemi við skilyrði
íþyngjandi eiginfjárkvaða og sér-
íslenskra bankaskatta. Hefur það
skilað sér í hærri útlánavöxtum en
ella. Á næstu misserum verða
stjórnvöld og Seðlabankinn að
tryggja heilbrigt rekstrarum-
hverfi.
Það dugar þó ekki að endur-skoða einungis sérálögur á
fjármálafyrirtækin heldur einnig
aðra skattstofna – tryggingagjald,
tekjuskattur fyrirtækja, fjármagns-
tekjuskattur, veiðigjald, gistinátta-
skattur og kolefnisgjald eru dæmi
um nýja skatta eða eldri sem hafa
hækkað síðastliðin ár.“
Enginn vill að efnahagslægðinverði meira en skammtíma-
fyrirbæri. Til að forðast það þurfa
stjórnvöld að lækka og í ein-
hverjum tilvikum fella niður þá
skatta sem Ásdís taldi upp.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Lækka þarf skatta
– af nógu er að taka
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekkert verður leitað að Rimu
Grun-skyté Feliksasdóttur á
næstu dögum. Hennar hefur verið
saknað frá 20. desember. Talið er
að hún hafi fallið í sjóinn við Dyr-
hólaey en þar fannst bíll hennar.
Ákvörðun um næstu leit hefur
ekki verið tekin, sagði Sveinn
Kristján Rúnarsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Suður-
landi, við mbl.is í gær. Hann gerði
ráð fyrir því að Rimu yrði leitað
aftur eftir hálfan mánuð eða þrjár
vikur og þá gengið eftir fjörum.
Síðast leitað á sunnudag
Ekkert veður er í kortunum fyr-
ir leit næstu daga. Rimu var síðast
leitað á sunnudag en þá fór hópur
björgunarsveitarmanna og leitaði í
fjöru frá Jökulsá að Bakkafljóti, að
því er Davíð Már Bjarnason, upp-
lýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði
við mbl.is í gær. Engin ákvörðun
hefur verið tekin um leit að Andris
Kalvans sem ekkert hefur spurst
til síðan 28. desember, að sögn
Davíðs, en hans var síðast leitað
síðastliðinn föstudag vegna óveð-
urs um síðastliðna helgi. Aukinn
kraftur var settur í leitina á föstu-
dag vegna vitneskju um komandi
óveður.
„Báðar aðgerðir eru komnar á
það stig að framhaldið er algjör-
lega í höndum lögreglu,“ segir
Davíð.
Óvissa um leit að Rimu og Andris
Líklega leitað að Rimu eftir hálfan
mánuð Veðrið hamlar leitarstarfi
Andris Kalvans Rima Grunskyté
Vænst er að átta stórmeistarar í
skák taki þátt í árlegu skákmóti sem
haldið verður í dag á afmælisdegi
Magnúsar V. Péturssonar, fyrrver-
andi forstjóra og milliríkjadómara í
handbolta og knattspyrnu. Magnús,
sem varð 87 ára á gamlársdag, er
meðal virkustu eldri skákmanna
landsins og hefur lengi haldið upp á
afmæli sitt með því að hóa mönnum
saman í skák. Mótið í dag verður
það áttunda í röðinni og verður nú
haldið í Ásgarði, salarkynnum Fé-
lags eldri borgara í Stangarhyl 4 í
Reykjavík.
Afmælismótið hefst kl. 13 og í boði
eru vegleg verðlaun og viðurkenn-
ingar. Tefldar verða 9 umferðir með
10 mínútna umhugsunartíma.
Magnús V. Pétursson hefur unnið
sér margt til frægðar á skáksviðinu,
meðal annars að gera jafntefli við
Mikhail Tal, fyrrverandi heims-
meistara í skák, árið 1957 í Moskvu,
Fyrir þremur árum var Magnús
sæmdur heiðursmerki Skáksam-
bands Íslands fyrir framlag sitt. Það
merki fór í safn 11 gullmerkja sem
hann hafði áður fengið frá íþrótta-
hreyfingunni.
Teflt af góðu tilefni
Magnús 87 ára Skákmót í Stang-
arhyl í dag Átta stórmeistarar mæta
Skák Friðrik Ólafsson og Magnús V. Pétursson hér saman á góðri stundu.