Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 Fylgst með Spakur hundur virðir fyrir sér útsýnið út um glugga við Hverfisgötuna og fylgist grannt með ferðum manna og dýra á fyrstu dögum nýs árs. Eggert Í mörgum stórum mikilvægum málum sem meðal annars varða aukið umferð- aröryggi á vegum borgarinnar og vernd- un umhverfis hefur núverandi meirihluti í Reykjavík sýnt af sér bæði ráðaleysi og yfir- gang. Af mörgu er að taka en í þessari grein verð- ur sérstaklega fjallað um eftirtalin málefni: Elliðaárdalurinn Meirihutinn hefur samþykkt að heimila stórfellda uppbyggingu í Elliðaárdal norðan Stekkjarbakka. Meðfram Stekkjarbakka stefnir meirihlutinn að uppbyggingu á fjór- um lóðum og að heimila þar hvorki meira né minna en um 12.000 fer- metra byggingarmagn. Einnig er útilokað að Stekkjarbakkinn verði fjögurra akreina gata eins og áður var stefnt að. Umferð um Stekkjar- bakkann er þegar orðin verulega mikil og stefnir í óefni. Fjölgun gangandi og hjólandi vegfarenda mun ekki leysa umferðarvandann á þessari götu. Borgarfulltrúi meirihlutans segir að þetta svæði líti illa út, þar sé stunduð vafasöm starfsemi og þar megi jafnvel sjá kanínur á ferli. Skóg- rækt hófst 1951 í Elliðaárdalnum en fyr- ir alvöru 1976. Þá voru í dalnum nokkur svæði í töluverðri órækt. Þau eru nú skógi vaxin og skarta sínu fegursta. Engum borgarfulltrúa á þessum tíma, hvorki í meiri- né minnihluta, kom til hugar að byggja á þessum svæðum. Mislæg gatnamót Borgarfulltrúar meirihlutans virðast umhverfast þegar minnst er á mislæg gatnamót. Aðgerðaleysi meirihlutans í þeim efnum hefur ekki síst átt stóran þátt í því að al- gjört umferðaröngþveiti ríkir nú á götum borgarinnar. Mislæg gatna- mót eru á nokkrum stöðum í Reykjavík og eru þar í ágætri sátt við sitt nánasta umhverfi. Hinn 21. mars árið 2017 var lögð fram tillaga minnihlutans í borgarstjórn „um að teknar verði upp viðræður við Vega- gerðina um gerð mislægra gatna- móta við Reykjanesbraut- Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð“. Útfærðar teikningar fylgdu með, sem sýndu vel hönnuð mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Bústaðavegi. Elliðaárnar óskertar og Elliðaárdal- urinn einnig. Ein lítil breyting var þó gerð á texta með tillögunni að beiðni meirihlutans, sem var sam- þykkt. Það var að í stað orðanna „gerð mislægra gatnamóta“ kæmi „útfærsla gatnamóta“. Feluleikur meirihlutans. Þrátt fyrir skýra and- stöðu meirihlutans mörg undanfarin ár við mislæg gatnamót á fyrr- nefndum gatnamótum er ljóst að Sigurður Ingi samgönguráðherra hefur þvingað þau inn í nýgerðan samgöngusáttmála ríkis og sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Einkabíllinn Einkabíllinn hefur orðið fyrir miklum ónotum frá borgarfulltrúum meirihlutans. Honum er kennt um allt það vandræðaástand sem nú ríkir á götum borgarinnar þegar staðreyndin er sú, að aðgerðaleysi meirihlutans í stofnbrautarfram- kvæmdum í a.m.k. 10 ár er aðal- ástæðan. Það er t.d. afar líklegt að borgarfulltrúar meirihlutans noti einkabílinn svipað og flestir borgar- búar sem eiga einkabíl. En meiri- hlutinn kýs oftast að horfa framhjá staðreyndum sem blasa við í um- ferðarmálum höfuðborgarinnar. Það er helsta ástæðan fyrir því um- ferðaröngþveiti sem er flesta daga á götum Reykjavíkur og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Sundabraut Gerð Sundabrautar yfir Elliðaár- vog hefur ekki verið áhugamál meirihlutans. Á þeim vettvangi ger- ir hann sem allra minnst og hefur ekki haft neitt frumkvæði í að flýta þeirri mikilvægu framkvæmd nema síður sé. Hinn 22. sept. 2011 var undirrituð viljayfirlýsing af hálfu innanríkis- og fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem borgarstjóri situr í stjórn, sem gerir ráð fyrir frestun Sundabrautar í 10 ár. Í borgar- stjórn 21. mars 2017 var samþykkt eftirfarandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarstjórn samþykkir að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sunda- braut.“ Meirihlutinn hefur ekki stofnað til neinna alvöruviðræðna við samgönguráðherra um þetta mikilvæga mál, en nú eru liðin um þrjú ár frá samþykkt tillögunnar. Á sama tíma sem meirihlutinn sýnir byggingu Sundabrautar og öðrum mikilvægum stofnbrautafram- kvæmdum algjört áhugaleysi hefur bifreiðum fjölgað verulega og íbúa- fjöldi aukist úr u.þ.b. 200 þúsund í um 220 þúsund á höfuðborgarsvæð- inu. Til viðbótar hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gríð- arlega. Nú hefur samgönguráðherra ákveðið að kynna næstu skref að Sundabraut fljótlega. Hann telur að lágbrú með tengingu við Holtaveg sé besti kosturinn. Aðalskipulag Rvk. 2010-2030 gerir ekki ráð fyrir tengingu Sundabrautar við Holta- veg. Gallinn við þá lausn er m.a. sá að starfsemi hafnarinnar við Voga- bakka mun skaðast verulega. Meiri- hlutinn í Reykjavík eyðilagði besta kostinn, þ.e. lágbrú með tengingu við Kleppsmýrarveg, með úthlutun lands við Elliðaárvog fyrir um 350 íbúðir. Áform samgönguráðherra um að hefja undirbúning að fram- kvæmdum við Sundabraut er greinilega ekki vegna hvatningar frá borgaryfirvöldum. Trúlega er Reykjavík nú í hópi þeirra borga þar sem skipulag um- ferðar er í hvað mestum ólestri, að teknu tilliti til mannfjölda og efna- hags. Eftir Vilhjálm Vilhjálmsson » Borgarfulltrúi meiri- hlutans segir þetta svæði líta illa út, þar sé stunduð vafasöm starf- semi og þar megi jafnvel sjá kanínur á ferð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Ráðaleysi meirihlutans í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.