Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í bígerð síðan 2003 eða í hartnær 17 ár, en er ennþá ókominn. Landsnet hefur haft umsjón með verkinu nánast allan þann tíma. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landsneti gat raforkumarkaður- inn ISBAS farið í gang í nóvember 2008, en ákveðið var að fresta opn- un hans í okt. 2008 vegna þjóð- félagsaðstæðna. Líklega hefur þar verið átt við efnahagshrunið mikla. Á miðju ári 2018 réð Landsnet fyrirtækið Copenhagen Economics til ráðgjafar í málinu og enn- fremur fyrirtækið Market Reform haustið 2019. Hvort hið fyrra var þar með dottið út, veit ég ekki. Benda þessar ráðstafanir kannski til að undirbúningur haustið 2008 hafi ekki verið kom- inn langt á leið? Því miður var nið- urstaða þeirrar vinnu ekki kynnt á opinberum vettvangi, að því er mér skilst. Vonandi verður kynning á nýj- um raforkumarkaði frá hendi þess- ara aðila með eðlilegum hætti en ekki drekkt í lýsingum á viðskipta- hluta verkefnisins og þá kannski bara til þess að fela vanþekkingu á aðalmálinu. En hvað sem öllu líður þá er ekki við því að búast að fyrsta út- gáfa af raforkumarkaði verði hin endanlega, en markaðurinn þarf að fá að þróast með eðlilegum hætti fyrstu árin. Raforkumarkaðurinn Væntanlegur raforkumarkaður með uppboðsformi á Íslandi er tal- inn vera flókinn í hönnun, upp- setningu og rekstri, einkum af þremur ástæðum: 1. Raforkan er unnin úr end- urnýjanlegum orku- gjöfum, aðallega vatnsföllum og jarð- gufu. 2. Markaðshlutdeild Landsvirkjunar er yf- irgnæfandi. 3. Markaðurinn er lítill. Fyrsta atriðið mætti leysa með út- reikningum á vatns- gildi samkvæmt stöðl- uðum íslenskum langtímalíkönum en laga þau síðan til þannig að þau henti einnig skammtímaviðhorfum í rekstri bæði milli daga og innan hvers dags. Þetta hef ég sjálfur prófað með ágætum árangri. Annað atriðið þarf ekki að vera óyfirstíganlegt í sjálfu sér, en þar ætti að vera vel hægt að koma fyr- ir þröskuldum gegn markaðs- ráðandi stöðu fyrirtækisins, sem er 100% í eigu ríkisins. Ég hef heldur ekki áhyggjur af þriðja atriðinu, en ef hönnun og uppsetning markaðarins verður leyst með sæmilegum hætti þá er fátt að óttast. Ef framleiðendur og neytendur munu verða varir við fjárhagsleg viðbrögð frá mark- aðnum, sem eru rökrétt og sam- kvæm, þá mun málið leysast af sjálfu sér. Allir hagnast og það ræður eins og fyrr. Staðan í dag 1. janúar 2020 var Landsvirkjun að keyra kerfið með fyllingu miðl- unar í Þórisvatni 72%, Blöndu 71% og Kárahnjúkum 81%. Allt er gott um það að segja, ekkert að gerast og engin hætta fyrirsjáanleg, sem gæti haft neikvæð áhrif á raf- orkuframleiðsluna. Það er ákveð- inn lúxus falinn í því að hafa yfir að ráða ofvöxnu kerfi fyrir mark- aðinn á hverjum tíma, en vonandi er það bara tímabundið þar til nýr raforkumarkaður kemur til að- stoðar. Svona til viðmiðunar þá segir reiknilíkan, sem ég hef verið að prófa mig áfram með, að vatnsgildi þessara miðlana verði þá við nú- verandi aðstæður: Þórisvatn 32 USD/MWh, Blanda 25,60 USD/ MWh og Kárahnjúkar 24,80 USD/ MWh. Verðið gæti þannig haft áhrif á endanlega verðlagningu raforku á neytendamarkaði. Þessi aðferð við verðlagningu vatns í miðlunum er einstök fyrir Ísland og varla við því að búast að hægt verði að flytja inn hráar erlendar lausnir til að leysa það verkefni. Þessar niðurstöður eru byggðar á útreikningum með 50 árum af vatnsrennsli og með eins dags uppskiptingu. Skammtíma- útfærslan er einföld viðbót sem reyrir sig við langtímalíkanið í annan endann og í hinn endann við einfaldar staðreyndir eins og að missa ekki vatn á yfirfalli síðla sumars eða á haustin nema nauð- syn krefji, t.d. vegna fiskigengdar neðar í vatnsfallinu eða vegna sér- tækra umhverfissjónarmiða. Reyndar lagði ég þessar tillögur fram á fundi hjá Landsneti í nóv- ember 2018 við dræmar und- irtektir. Ég veit hreinlega ekki hvort skilningur á verkefninu er fyrir hendi og á því um hvað málið snýst. Ef menn skilja ekki verk- efnið þá er ekki unnt að mæla ár- angur þess og ekki heldur að kom- ast að því hvað muni gerast við breyttar forsendur. Vægi þriðja orkupakkans Vafalaust mun hið nýja rekstr- arform, sem á eftir að skapast með tilkomu þriðja orkupakkans, leiða til þess að raforkukerfið verði keyrt djarfar en áður í samræmi við aukna verðmeðvitund og minni ríkisafskipti, og er það vel. Rekstrarákvarðanir, sem áður voru teknar í nú reyklausum bak- herbergjum Landsvirkjunar, munu færast yfir til markaðarins. Hvernig það mun eiga sér stað er viðfangsefnið við hönnun og upp- setningu markaðarins, og er best að vona að vel muni til takast. Hugmyndin með þriðja orku- pakkanum er að verðlagning raf- orkuframleiðslu og verðvilji raf- orkukaupenda muni hafa bein áhrif á rekstur orkuöflunarkerf- isins. Bæði til skamms tíma til að hafa áhrif á rekstur hvers dags og jafnvel innan dags eins og verkast vill, en jafnframt til lengri tíma við tímasetningu og staðsetningu næstu framkvæmda í orkuöflun. Með þetta í huga þá er stað- reyndin sú að ef við reynum að markaðssetja séríslenskt við- skiptakerfi á raforkumarkaði þá fengi það ekki jafnháan gæða- stimpil og fæst með þriðja orku- pakkanum. Þarna ættu sjálfsögð viðskiptasjónarmið að fá að ráða. Aftur um raforkumarkað Eftir Skúla Jóhannsson »Hugmyndin með þriðja orkupakk- anum er verðlagning raforkuframleiðslu á neytendamarkaði og verðvilji raforkukaup- enda. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins á nýju ári ritar höfundur leiðara um skýrslu rík- islögreglustjóra, Um- hverfi löggæslu á Ís- landi 2020-2024, undir fyrirsögninni „Brýnt úrlausnarefni“. Svo virðist sem misskiln- ingur hafi átt sér stað við lestur skýrslunnar sem Rauði krossinn, sem sinnir mál- svarastarfi fyrir ýmsa hópa sem ekki eiga sér sterka málsvara í íslensku samfélagi, sér sig knúinn til að leið- rétta. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd: „[B]rýnt er að ná betri tökum á þessum málaflokki, ekki síst vegna þess sem minnt er á í nýju skýrslunni, að þessar umsóknir um alþjóðlega vernd geti tengst skipulagðri glæpastarfsemi.“ Í skýrslu ríkislögreglustjóra stendur á bls. 11: „Í skýrslum grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hefur komið fram það mat að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að einhverjir þeirra sem æskja alþjóðlegrar verndar sæti misneytingu og jafnvel mansali.“ Það er mikill munur á því að sæta misneytingu og jafnvel mansali og að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Það er því miður staðreynd að fólk á flótta er oft fórn- arlömb mansals og smyglara og þ.a.l. skipulagðrar glæpa- starfsemi. Fólkið sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd er hins vegar ekki glæpa- menn eða hluti af skipu- lagðri glæpastarfsemi, ekki frekar en Íslend- ingar eða Danir eða Kínverjar eru glæpamenn. Fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi og í Evrópu mun væntanlega ekki minnka í náinni framtíð, sem dæmi þá fjölgaði um- sækjendum í Evrópu á síðasta ári í fyrsta sinn í nokkur ár. Tölurnar eru breytilegar milli ára en sl. ár hefur verið eins og „kerfin“ séu að bíða eft- ir því að fjöldi umsækjenda og þeirra sem fá vernd hér á landi verði aftur sá hinn sami og hann var áður fyrr. Það er dapurleg staðreynd að fjöldi flóttafólks í heiminum fer vax- andi, ekki síst vegna loftslagsbreyt- inga, og gagnkvæm aðlögun í sam- félagi okkar verður úrlausnarefni framtíðarinnar. Það þýðir ekki að „þau“ þurfi að aðlagast „okkur“ að öllu leyti, heldur að við þurfum öll að vinna saman að því að gera sam- félagið okkar sem best, með því að blanda geði og taka vel á móti fólki sem hingað kemur. Styðja það og að- stoða eftir fremsta megni. Hjálpa fólki að læra tungumálið en vera þol- inmóð þegar fólk hefur ekki náð tök- um á því. Að atvinnurekendur ráði fólk af erlendum uppruna í vinnu til sín. Að fólk af erlendum uppruna hafi tækifæri til þess að verða at- vinnurekendur sjálft. Að hverfi verði ekki einsleit, eins og komið er inn á í skýrslu ríkislögreglustjóra. Að byggja áfram, og enn betur, á mann- réttindum og lýðræði sem allir fái notið í sínu daglega lífi. Það skiptir máli að taka vel á móti þeim sem hafa þurft að flýja landið sitt vegna ofsókna, stríðs eða ham- fara og mikilvægt að við vöndum okkur við það, enda málaflokkurinn viðkvæmur og margir af þeim sem hingað koma enn viðkvæmari eftir hörmungarnar. Við skulum ræða og takast á um málin af þeirri ábyrgð sem þau kalla á, með upplýstri og uppbyggilegri umræðu sem ekki el- ur á útilokun og ótta, af virðingu og með mannúð að leiðarljósi. Misskilningur í leiðara Eftir Brynhildi Bolladóttur » Við skulum ræða og takast á um málin af þeirri ábyrgð sem þau kalla á, með upplýstri og uppbyggilegri umræðu. Brynhildur Bolladóttir Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. brynhildur@redcross.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.