Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Ég hef alla ævi
þekkt Árna móður-
bróður minn en ég
kynntist honum betur
á síðustu fimm árum
þegar ég vann við doktorsritgerð
mína um Arinbjarnarkviðu eftir
Egil Skallagrímsson. Árni, eins
og flest móðurfólk mitt, hafði mik-
inn áhuga á íslenskum fræðum og
við Árni höfum haft um margt að
tala. Mér finnst eins og Árni hafi
haft betri skilning en ég á fyrri
tímum vegna þess að hann fædd-
ist þegar atvinnuhættir voru líkir
því sem þeir voru á dögum Egils.
Árni gerði miklar kröfur til sjálfs
sín en hann setti ekki út á hvað
aðrir gerðu. Ég held að óhætt sé
að segja að verk hans, sem mörg
tengdust framförum í atvinnu-
háttum, fremur en orð hafi orðið
til þess að margir litu upp til hans
án þess þó að Árni ætlaðist til
þess. Ég kveð Árna frænda með
söknuði en þakka jafnframt fyrir
nærri níutíu og eitt árið sem hann
lifði mér og öðrum til gagns og
fyrirmyndar.
Þorgeir Sigurðsson.
Ég hafði unnið nokkra mánuði
á Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands þegar ég kynntist Árna
Benediktssyni fyrst. Á RHÍ var
Rögnvaldur Ólafsson að berjast
fyrir framleiðslu skráningar-
tækja í fiskiðnaði og hafði ráðið
tvo nýútskrifaða skólafélaga
mína, Jón Þór Ólafsson og Brand
St. Guðmundsson, til verksins. Ég
fékk svo vinnu hjá Rögnvaldi þeg-
ar Jón Þór og Brandur voru að
ljúka við fyrstu skráningarvogina.
Rögnvaldur komst í samband
við Árna Benediktsson í Fram-
leiðni sf., sem sá þarna vænlegan
möguleika og fól Gylfa Aðal-
steinssyni að koma á sölu og
framleiðslu á skráningarvogum.
Nýtingar- og bónusskráning var
mikið vandamál í fiskiðnaði og
það vantaði skráningarbúnað. Ég
var svo færður yfir í Framleiðni
sf. og átti að vinna að framleiðslu
voga.
Það sem mér er minnisstæðast
þegar ég hitti Árna í fyrsta sinn í
Framleiðni er að hann rétti mér
handhafaávísun upp á tvær millj-
ónir til að kaupa fyrir tæki sem
vantaði á Raunvísindastofnun.
Tvær gamlar milljónir frá sumr-
inu 1979 eru í dag sama og tvær
milljónir í nýkrónum. Þetta var
einkennandi fyrir Árna. Hann
treysti starfsmönnum sínum full-
komlega, í einu og öllu. Þegar ég
rifjaði upp árin í Framleiðni áttaði
ég mig líka á því að Árni var mjög
glöggur í mannaráðningum, því
allt var þetta úrvals fólk sem sýnt
hefur sjálfstæði og áræði í starfi.
Þar sem Árni treysti sínu fólki var
hann heldur ekki að nöldra þegar
hlutirnir gengu ekki upp. Maður
heyrði kannski smá taut þegar
hann sneri sér við og fór. Maður
tók það sem merki um að nú
þyrfti að redda málinu snarlega.
Árni Benediktsson
✝ Árni Benedikts-son fæddist 30.
desember 1928.
Hann lést 28. desem-
ber 2019.
Útför Árna fór
fram 6. janúar 2019.
Marel hf. varð til
árið 1983 upp úr
starfseminni í Fram-
leiðni sf. og með
flutningi vöruþróun-
ar frá Raunvísinda-
stofnun yfir í Marel.
Marel hf. varð til sem
fullkeyrandi fyrir-
tæki með innan-
landsmarkað og vísi
að útflutningi bæði
austur um haf og
vestur. Marel hf. varð því til í
skjóli Árna Benediktssonar í
Framleiðni sf.
Ég hitti stundum Árna á förn-
um vegi og mér fannst hann alltaf
eins og eldast vel. Ég talaði við
hann seinast í síma fyrir nokkrum
mánuðum og fann ekki mikinn
mun, en hann sagði að sér færi
hratt aftur. Með Árna er genginn
einn af merkustu mönnum sem ég
hef kynnst. Alltaf samkvæmur
sjálfum sér.
Pétur Jónsson.
Við kveðjum í dag mikinn
frumkvöðul í íslenskum sjávarút-
vegi.
Árni Benediktsson var, að öðr-
um ólöstuðum, einn helsti forvíg-
ismaður mikilla framfara hjá sjáv-
arútvegsfyrirtækjum innan
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga á áttunda og níunda áratug
síðustu aldar. Þá voru nær öll
hraðfrystihús landsins innan
tvennra stórra sölusamtaka, Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna og
Sjávarafurðadeildar Sambands-
ins. Samkeppni þessara sölusam-
taka var drifkraftur breytinga í
átt til aukinna gæða og bættrar
meðferðar á hinu verðmæta hrá-
efni sem unnið var. Bætt nýting
aðfanga og skipulagðari vinnu-
brögð, samfara aukinni menntun
stjórnenda í greininni, skapaði
aukin verðmæti.
Ég kynntist Árna Benedikts-
syni árið 1982 er ég réðst til starfa
hjá fyrirtækinu Framleiðni sf.
sem hann stýrði. Framleiðni sf.
var í eigu Sambandsfrystihús-
anna og sinnti einkum ráðgjöf fyr-
ir þau á sviði framleiðslustjórnun-
ar, fisktækni, vinnuvistfræði og
fiskvinnslukerfa.
Árna var vel ljóst að til að auka
gæði framleiðslunnar í hraðfrysti-
húsunum var nauðsynlegt að
tryggja rekjanleika fisksins, allt
frá veiðislóð til neytanda. Aðeins
með því að þekkja öll vinnslustig,
mæla og skrá framleiðsluþætti
væri hægt að bæta nýtingu og
flýta framleiðsluferlinu til að
varðveita ferskleika fisksins. Á
þessum árum höfðu frumkvöðlar í
Háskóla Íslands unnið með
nokkrum fiskverkendum að
þarfagreiningu sem leiddi til þess
að hugmyndir þróuðust um nýt-
ingu rafeindatækninnar til tölvu-
skráninga í framleiðsluferli fisk-
vinnslunnar. Árni gerðist mikill
baráttumaður þess að Sam-
bandsfrystihúsin tækju þessi mál
föstum tökum. Skemmst er frá
því að segja að fyrstu Marel-raf-
eindavogirnar litu dagsins ljós,
framleiddar af Framleiðni s.f.
með samvinnu Raunvísindastofn-
unar Háskóla Íslands og nokk-
urra Sambandsfrystihúsa og und-
irverktaka. Árni valdi Marel
nafnið, þegar nokkrar tillögur
höfðu verið nefndar. Sagan segir
að hann hafi ekki tekið lengri tíma
í það val, en það tók hann að snara
sér í jakkann á skrifstofunni! Full-
yrða má að forysta Árna Bene-
diktssonar var mjög mikilvæg, á
erfiðum uppvaxtarárum nýsköp-
unarverkefnisins. Eins og oft vill
verða um stórar hugmyndir þá
skortir yfirleitt ekki úrtölumenn.
Þá var gott að eiga hauk í horni
þann baráttumann sem Árni var.
Árni var góður stjórnandi sem
lét starfsfólk sitt, í flestum tilvik-
um unga stráka, njóta frjálsræðis
við úrvinnslu verkefna, þegar
stefnan hafði verið mótuð. Hann
varði sína undimenn af festu og
gaf okkur holl ráð og góð og þau
Björg sýndu okkur umhyggju og
gestrisni. Árni var snöggur til
ákvarðana, mjög talnaglöggur,
framsýnn og sá stóru myndina.
Hann var samvinnumaður sem
gat leitt ólíka aðila að sameigin-
legu takmarki. Það var gaman að
vinna undir stjórn Árna og vera
þátttakandi í þeim byltingar-
kenndu umbótum sem urðu með
tilkomu Marel-tækjanna. Enn
þann dag í dag býr Marel að þeim
góða grunni sem lagður var í önd-
verðu.
Við fráfall Árna sendum við
Magga Björgu og öllum aðstand-
endum einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Árna Bene-
diktssonar.
Þórólfur Árnason.
Leiðir okkar Árna Benedikts-
sonar lágu saman árið 1978. Þau
kynni skiptu miklu máli fyrir mig
og verkefnið sem ég vann þá að.
Eftir á að hyggja skiptu þau líka
miklu máli fyrir atvinnuvegi þjóð-
arinnar. Við andlát Árna langar
mig til að rifja upp þessi kynni.
Þetta voru ár mikilla breytinga
í íslenskum sjávarútvegi og Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
átti stóran þátt í þeim. Það keypti
útgerðir og fiskvinnslur og efldi
fyrirtækin með kaupum á skut-
togurum sem gátu tryggt hráefni
allt árið. Markmiðið var að breyta
sjávarútvegi úr árstíðabundnum
atvinnuvegi í atvinnuveg þar sem
vinna var tryggð allt árið. Fram-
leiðni sf. var stofnað til að vinna að
þessu og að því stóðu Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins, sölufélög
Sambandsins erlendis og frysti-
hús þess. Árni var ráðinn til að
veita Framleiðni forstöðu en á
þessum árum vann hann fjölda-
mörg störf fyrir sjávarútveginn.
Ég var nýkominn frá námi í
Kanada þar sem ég hafði kynnst
nýrri rafeinda- og tölvutækni og
starfaði við Raunvísindastofnun
Háskólans. Snemma árs 1978
höfðum við Þórður Vigfússon,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Þormóðs ramma, skrifað skýrslu
um hvað ný tækni gæti gert fyrir
íslenskan sjávarútveg með því að
bæta nýtingu í frystihúsum. Nýta
ætti rafeindavogir og tölvutækni í
vinnslunni. Þar var lagt til að tæk-
in væru hönnuð og smíðuð á Ís-
landi. Skýrslan vakti áhuga Sig-
urðar heitins Markússonar,
framkvæmdastjóra Sjávarafurða-
deildar Sambandsins. Sigurður
sendi mig til Árna í Framleiðni.
Hann hafði strax áhuga og skiln-
ing á verkefninu. Árni hafði ráðið
til Framleiðni stóran hluta af
fyrsta árgangi Fiskvinnsluskól-
ans sem menntaði fólk fyrir sjáv-
arútveginn. Fyrir hópi sem kann-
aði arðsemi og nýtingu stóð Gylfi
Aðalsteinsson hagfræðingur, ný-
lega kominn frá námi í Svíþjóð.
Hópurinn hafði mælt nýtingu í
frystihúsum og var mjög vel að
sér um hvernig mætti auka hag-
kvæmni. Til þess þurfti nýjan
tækjabúnað, vogir og tölvur.
Áhugi minn og hagsmunir Fram-
leiðni féllu því vel saman.
Vorið 1978 komst á gott sam-
starf milli Raunvísindastofnunar
og Framleiðni. Ég réð nýútskrif-
aða verkfræðinga í verkefnið og
við unnum að rannsóknum, hönn-
un og þróun á Raunvísindastofn-
un. Nutum við þekkingar sér-
fræðinga Framleiðni og
starfsfólks frystihúsa Sambands-
ins, sérstaklega Tryggva Finns-
sonar og Hallgríms Valdimars-
sonar hjá Fiskiðjusamlaginu á
Húsavík. Sala og umsjón með
framleiðslu var hjá Framleiðni,
en framleiðslan sjálf hjá Öryrkja-
bandalagi Íslands. Þetta var ákaf-
lega farsælt og ánægjulegt sam-
starf, aldrei átök eða vesen. Árni
stóð þarna á bak við, fylgdist með,
lét ekki mikið á sér bera en gerði
vafalaust meira en við unga fólkið
gerðum okkur grein fyrir til að
allt gengi upp. Verkefnið var rek-
ið á þennan hátt þangað til Marel
hf. var stofnað vorið 1983.
Starf Árna og starfsemi Fram-
leiðni sf. var áreiðanlega stór þátt-
ur í þeirri miklu breytingu sem
hefur orðið á íslenskum sjávarút-
vegi á síðustu hálfri öld. Skref í að
greinin breyttist úr frumstæðum
vertíðaatvinnuvegi í háþróaðan
iðnað sem skilar miklu fyrir þjóð-
ina.
Rögnvaldur Ólafsson.
Magnús Jón
Björgvinsson er fall-
inn frá saddur líf-
daga. Mansi, eins og hann var æv-
inlega kallaður af sveitungunum,
var fæddur og uppalinn í Klaust-
urhólum í Grímsnesi. Mansi og
kona hans, Jónína Brynja Krist-
insdóttir (Nína), tóku við jörðinni
1962 af foreldrum Mansa og
bjuggu þar til ársins 1964 að þau
seldu jörð og búsmala og fluttu til
Reykjavíkur. Var mikil eftirsjá að
Klausturhólafjölskyldunum þegar
þær fluttu úr sveitinni.
Klausturhólabændur voru
áberandi í félagslífi sveitarinnar
meðan þeirra naut við, voru ráð-
hollir og raungóðir.
Heimilið í Klausturhólum var
ávallt talið til fyrirmyndar hvað
sneri að heimilishaldi og snyrti-
mennsku innan húss sem utan.
Var Mansi þar enginn eftirbátur
Magnús Jón
Björgvinsson
✝ Magnús JónBjörgvinsson
fæddist 5. nóv-
ember 1935. Hann
lést 19. desember
2019.
Útför Magnúsar
fór fram 6. janúar
2020.
feðra sinna. Eftir að
hann hafði komið sér
fyrir í Reykjavík
ávann hann sér fljót-
lega traust vinnu-
félaga sinna og var
kjörinn af þeim til
trúnaðarstarfa í
stéttarfélagi þeirra
auk félagsstarfa á
öðrum vettvangi.
Mansi unni
Grímsnesinu. Liðu
ekki mörg ár frá flutningi hans úr
sveitinni að hann byggði sér bú-
stað í Klausturhólalandi og naut
veru sinnar í honum meðan heils-
an leyfði.
Þegar kom til tals að stofna fé-
lag, sem hefði að markmiði að
leggja sveitinni gott til, kom nafn
Mansa fyrst upp í hugann. Sat
hann í stjórn félagsins, Hollvina
Grímsness, fyrstu árin og tók
virkan þátt í störfum þess af
áhuga og natni. Ég vil fyrir hönd
félagsmanna þakka honum sam-
starfið.
Að lokum viljum við, systkinin
frá Efri-Brú, þakka Mansa fyrir
áralanga vináttu og vottum af-
komendum hans og fjölskyldum
innilega samúð.
Guðmundur Guðmundsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA Þ. GÍSLADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugar-
daginn 28. desember. Útförin fer fram frá
Neskirkju 8. janúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir hlýhug og
góða umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Ólafur Davíðsson Helga Einarsdóttir
Sigrún Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR MAGNÚS MAGNÚSSON
skipstjóri,
lést þriðjudaginn 31. desember. Útförin fer
fram frá Eskifjarðarkirkju fimmtudaginn
9. janúar klukkan 14.
Guðrún Aðalbjörg Halldórsdóttir
Bryndís Fjóla Sigurðardóttir Þorbergur Níels Hauksson
Magnús Ómar Sigurðsson Rósamunda Karlsdóttir
Brynjar Sigurðsson Þórhildur Þórhallsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNEY GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn
3. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13.
Margrét Elín Guðmundsd. Guðmundur Sophusson
Kristín Guðmundsdóttir Ólafur Jónsson
Bjarni Guðmundsson María G. Sigurðardóttir
Þuríður Guðmundsdóttir Jonathan Wiedemann
Rós Guðmundsdóttir Þorvaldur Ingimundarson
Jason Guðmundsson Tinna Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR RAFNAR JÓNSSON,
lést á Vífilsstöðum 22. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigríður Björk Þórðardóttir Sigurður Óskar Björgvinsson
Hjörtur Þórðarson Heléne Alfredsson
Harpa Þórðardóttir Ásmundur Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fóstri,
tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN ÁSKELL GUNNARSSON,
áður Álfhólsvegi 90,
lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt
föstudagsins 3. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi
fimmtudaginn 9. janúar klukkan 15.
Guðbjörg Greta Bjarnadóttir
Þórkatla Hermannsdóttir Þorkell Þorkelsson
Kristrún Hermannsdóttir Jón Gunnar Þorkelsson
Óskar Gunnlaugsson Hrönn Helgadóttir
Ásta B. Gunnlaugsdóttir Samúel Örn Erlingsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÞÓR HJARTARSON
rafvirki,
sem lést föstudaginn 20. desember, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
10. janúar klukkan 13.
Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir
Júlíus Sigurþórsson Justyna Klosinska
Hulda Sigurþórsdóttir Guðjón Örn Emilsson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR GUNNARSSON,
fyrrverandi bóndi,
Selfossi I,
sem lést mánudaginn 30. desember, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn
9. janúar klukkan 14.
Steinunn Eyjólfsdóttir
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn