Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Halldóra ElínJónsdóttir
fæddist á Akureyri
10. október 1928.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Hlíð, Ak-
ureyri, 26. desem-
ber 2019. Foreldrar
hennar voru Jón Al-
mar Eðvaldsson frá
Akureyri og Jak-
obína Guðbjarts-
dóttir frá Þernu-
skeri á Látraströnd, S-Þing.
Systkini Elínar voru Einar
Gunnar, sem lést barn að aldri,
Erna Heiðrún, Einar Gunnar
yngri og Bjarni Páll og eru þau
látin.
Fyrri maður Elínar var
Valdemar Flemming Hansen, f.
6. ágúst 1925 í Danmörku, d. 21.
desember 2000. Þau gengu í
hjónaband haustið 1947 og fluttu
síðan til Álaborgar. Dóttir
þeirra er Aníta Lisbeth, f. 1949.
Maður hennar er Ingvar Vagns-
son. Börn þeirra eru a) Ingvar
Þór, kona hans er Inga María
Sigurbjörnsdóttir; b) Erlingur,
kona hans er Malin María Ingv-
Örn. 3) Erna, f. 1959. Maður
hennar er Pétur Snæbjörnsson.
Dætur Ernu og Gunnlaugs
Briem eru: a) Aníta, maður
hennar er Constantín Paras-
kevopolous, og b) Katrín. Dætur
Péturs eru a) Þuríður, maður
hennar er Benedikt Einarsson,
og b) Ástríður, unnusti hennar
er Sindri Snær Einarsson. Elín á
28 langömmubörn og eitt langa-
langömmubarn.
Elín fór að vinna á Vistheim-
ilinu Sólborg 1971. Hún lét mál-
efni fólks með þroskahömlun sig
miklu varða og tók m.a. þátt í
starfi Styrktarfélags vangefinna
á Akureyri. Elín lauk kennara-
prófi árið 1983 og var handa-
vinna hennar sérgrein, en hún
var alla tíð mikilvirk handa-
vinnukona. Elín var sérkennari
við Oddeyrarskólann á Akur-
eyri.
Elín söng í kirkjukór Lög-
mannshlíðar í hálfa öld og um
tíma í Söngfélaginu Gígjunni á
Akureyri. Hún tók þátt í starfi
Kvenfélagsins Baldursbrár í
Lögmannshlíðarsókn í fjölda ára
og síðari árin í Parkinson-
samtökunum á Akureyri.
Útför Elínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 7. janúar
2020, klukkan 13.30.
arsson; c) Elín Sig-
ríður, kona hennar
er Stine Lippert.
Hálfsystkini Anítu
samfeðra eru Allan,
sem er látinn, og
Jette. Elín og Valdi-
mar slitu samvistir.
Síðari maður El-
ínar var Þórarinn
S. Halldórsson, f. 4.
júní 1928, d. 1. júní
2016. Þau gengu í
hjónaband 17. maí 1952. Þór-
arinn gekk Anítu í föðurstað og
ættleiddi hana. Elín og Þórarinn
eignuðust saman þrjú börn. 1)
Pétur f. 1951, d. 2007. Kona hans
er Ingibjörg Svafa Siglaugs-
dóttir. Börn þeirra eru a) Þór-
arinn Ingi, kona hans er Hólm-
fríður Björnsdóttir, b) Jón Helgi,
kona hans er Íris Þorsteins-
dóttir, og c) Heiða Björk, maður
hennar er Björn Jónsson. 2) Jón
Helgi. f. 1957. Börn hans og Mar-
grétar Einarsdóttur eru: a)
Hilmar, kona hans er Rebekka
Arnbjörg Skúladóttir, b) Frið-
jón, kona hans er Linda Björk
Sumarliðadóttir, og c) Pétur
Takk fyrir allt og allt elsku
besta mamma mín.
Hugur minn líður leitandi oft
um liðinna ára strönd.
Lít ég þar mynd af ljúfustu móður
með lítið barn við hönd.
Hún gætin það leiðir, geislar af ást
og gleðst við hvert eitt spor.
Saman fagna þau blómunum björtu
sem brosa um æskuvor.
Minningabrotin bera mér yl.
Þeim blómum ég heitast ann
er spruttu af gæsku gjöfullar
móður
sem garðinn sinn rækta kann.
Þú skildir þar eftir ótal spor
sem aldrei burtu mást.
Þú gafst mér, mamma, gjöfina
stærstu,
þú gafst mér móðurást.
(Hannes Sigurðsson)
Þín dóttir,
Erna.
Elín var einstök kona, ég var
heppin að eignast hana sem
tengdamóður. Þegar litla fjöl-
skyldan mín flutti norður til Dal-
víkur árið 1984 kynntist ég henni
vel. Ég var langt í burtu frá
minni fjölskyldu og eignaðist í
Ellu aðra móður fyrir norðan
sem var mér einstaklega góð.
Fyrir það er ég afar þakklát.
Strákarnir mínir áttu alltaf
athvarf hjá Ellu ömmu. Þegar
við komum til Akureyrar feng-
um við hlýjar og góðar mót-
tökur. Hún spilaði við strákana,
föndraði með þeim, las fyrir þá
og lét þá lesa. Síðan bar hún
fram ríkulegar veitingar af alúð
og elskusemi.
Þarna urðu til margar góðar
minningar sem ég veit að hún
naut og strákarnar njóta enn í
dag. Ella var alltaf boðin og búin
með allt sem hún gat gert fyrir
okkur.
Ég gleymi ekki þegar Ella
kom til Dalvíkur á hverjum degi
í marga mánuði og passaði
yngsta drenginn sem gat ekki
verið í leikskólanum vegna veik-
inda. Ég dáðist oft að henni.
Hún er mér fyrirmynd þegar
ég er nú sjálf orðin amma þó svo
ég nái ekki sömu hæðum og hún.
Við Ella útskrifuðumst sama
vor sem kennarar, ég tuttugu og
tveggja ára en hún fimmtíu og
fjögurra ára.
Ella var í fjarnámi en kom
stundum suður í námslotur og
einhver skipti var hún hjá okkur.
Það var gaman að fylgjast með
áhuga hennar á náminu og síðar
áhuga hennar á kennslunni.
Hún bar hag nemenda sinna
mjög fyrir brjósti og talaði máli
þeirra sem minnst máttu sín.
Hún lét oftast ekkert aftra sér í
því sem hún vildi, fór þetta allt í
rólegheitum og á elskuseminni.
Fyrir henni voru allir jafnir,
börn sem fullorðnir. Virðing og
mannúð voru henni eðlislæg í
allri umgengni.
Ella var mikil hannyrðakona.
Þess fengu börnin í fjölskyld-
unni að njóta. Allir drengirnir
mínir eiga bútasaumsteppi
saumuð af ömmu og meira að
segja tuskudýrin fengu sitt rúm-
teppi. Drengirnir léku sér mikið
með leikfangahestana sem hún
saumaði handa þeim. Ég sit hér
einmitt og horfi á fallegan jóla-
dúk sem hún gaf mér.
Við Ella vorum góðar vinkon-
ur. Ég á margar einstaklega
góðar minningar úr Helga-
magrastræti þar sem var unað
við leik og spjall. Oft sátum við
og ræddum málin, ekki síst um
skólamálin sem við báðar höfð-
um brennandi áhuga á. Ella var
góð kona, umhyggjusöm og blíð.
Minningin lifir um þá einstöku
konu sem Ella var.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir allt það sem
ég og mínir fengum að njóta í
samskiptum við Ellu. Ég votta
fjölskyldunni mína dýpstu sam-
úð.
Margrét Einarsdóttir.
Nú þegar Elín tengdamóðir
mín hefur kvatt þetta jarðlíf er
þakklæti efst í huga mér. Þakk-
læti fyrir allt sem hún gaf af sér
bæði til mín og fjölskyldu minn-
ar.
Þakklæti fyrir allar samveru-
stundirnar jafnt í blíðu sem
stríðu.
Ég sé hana fyrir mér á hnján-
um að leika við barnabörnin og
síðar langömmubörnin, hún
miðlaði þekkingu sinni og hún
kenndi þeim ýmislegt því hún
var kennari af lífi og sál.
Ég sé hana með hannyrðir,
hún var listræn og skapandi.
Ég sé hana með svuntu að
taka til „snarl“ sem reyndist oft
margrétta máltíð, alltaf holl.
Ég sé hana sorgbitna við and-
lát sonar síns, en um leið vill hún
hugga og styrkja.
Ég sé hana rétta hjálparhönd.
Ég sé hana syngja í kirkju-
kórnum.
Ég sé hana unga konu, ný-
komna úr hárgreiðslu og svo aft-
ur nýkomna úr jólaklippingunni
rétt fyrir andlátið. Södd lífdaga,
tilbúin til að kveðja þetta jarðlíf.
Guði séu þakkir fyrir 50 ára
samfylgd með Ellu.
Ingibjörg Svafa
Siglaugsdóttir.
Elsku besta amma mín. Mikið
er sárt að sjá á eftir þér. Þó svo
að það skilji eftir mikinn söknuð
munu minningarnar um þig
varðveitast að eilífu. Þú kenndir
okkur nefnilega að lifa í kærleik.
Það var sama hvort þú bakaðir,
eldaðir, undirbjóst föndurher-
bergið eða söngst fyrir okkur, þú
gerðir alltaf allt af svo mikilli
ástúð og kærleik. Þú elskaðir
alla í kringum þig.
Ég mun aldrei gleyma sam-
verustundum okkar í Felli, öllum
dásamlegu heimsóknunum í
Mýrarveginn, ferðum í Kjarna-
skóg með afa Tóta og Pétri Erni
frænda og safnaferðum í Nonna-
hús, svo fátt eitt sé nefnt. Hjá
ömmu Ellu var maður sérstak-
lega öruggur og leiddist ekki í
eina sekúndu, heldur sást þú
alltaf um að okkur væri skemmt
til fulls. Þú passaðir alltaf upp á
okkur.
Í þessu lífi trúi ég að mikill
söknuður einkenni nánd og nær-
veru, sem þú svo sannarlega
veittir okkur alla tíð elsku amma
mín. Við getum alltaf þakkað
fyrir það.
Mest af öllu mun ég þó sakna
þess að heyra þig hlæja þessum
yndislega hlátri sem þú bjóst yf-
ir, sérstaklega núna þegar þú
hefur yfirgefið þessa jarðvist.
Ég sé þig fyrir mér brosa út í
eitt með fallega ljósa hárið þitt,
að dást að spilaborginni okkar
frændsystkina eða hjálpa okkur
við að klára púsl heima á Ak-
ureyri. Hlátur þinn og alúð mun
aldrei raskast í minningu og lifir
endalaust hjá okkur, þeim þó
nokkru yndislega heppnu afkom-
endum þínum.
Þið afi tókuð alltaf vel á móti
gestum í gulu blokkinni á Mýr-
arveginum og þú beiðst t.d. alltaf
fyrir utan lyftuna til þess að
fylgja okkur inn í íbúð.
Einnig er jafn dásamlegt að
muna eftir því hvernig þið lögð-
uð á ykkur að fylgja okkur út
eftir hverja heimsókn og biðuð
svo saman í glugganum á fjórðu
hæðinni. Þá horfðuð þið á eftir
bílnum okkar keyra í burtu á
meðan við kepptum um hver
gæti vinkað hvert öðru bless sem
lengst.
Þú ert fyrirmyndin mín, elsku
hjartans amma mín, og það voru
forréttindi að líta upp til þín alla
ævi og enn þann dag í dag vink-
andi mér á fjórðu hæðinni í
glugganum.
Ég vona að þú horfir ennþá
yfir okkur elsku engillinn. Hjart-
að mitt er fullt af þakklæti.
Dreymi þig undurfallega. Þú
styrkir mig.
Þín ömmustelpa alltaf,
Katrín.
Nú ertu farin í ljósið elsku
amma mín.
Þótt hjartað sé fullt af þakk-
læti fyrir allan þann tíma sem
við áttum og þau forréttindi að
eiga heimsins yndislegustu
ömmu er svo ósköp erfitt að
kveðja.
Amma var svo blíð, næm og
tillitssöm við allar verur að hún
vaknaði oft um miðjar nætur
þegar skrambans kettirnir í
Helgamagrastræti voru að
reyna að ná í ungana uppi í
trjánum, hljóp út og sprautaði
vatni á þá. Verndari fuglanna og
verndari okkar allra. Sagði mér
að drullukökurnar mínar væru
þær bestu sem hún hefði smakk-
að og hjálpaði mér að skreyta
þær með sóleyjum. Sumrin á Ak-
ureyri voru sundlaugar- og
Kjarnaskógarferðir og smátt
skornir bitar af ristabrauði með
kæfu, alltaf með hús fullt af
barnabörnum sínum. Hún lagði
mikið upp úr fallegri rithönd og
keypti handa mér ótal svona
„skápenna“ sem hún vildi svo
mikið að ég gæti skrifað betur
með. Skrifaði mér bréf á öllum
mínum misskynsamlegu ferða-
lögum um heiminn, hvatti mig og
sagði mér hvernig afa liði. Því
hún hugsaði alltaf meira um
hvernig öðrum liði. Þegar ég
spurði hana hvernig henni liði
svaraði hún alltaf: „Það sem
skiptir máli er að ykkur líði vel.“
Svona var amma.
Glæsilegasta kona sem ég
þekki þótt það mætti auðvitað
aldrei segja henni hvað hún væri
glæsileg. Hógværð og auðmýkt
eru orð sem eru henni sam-
dauna. Var það þess vegna afar
fallegt augnablik þegar hún og
afi mættu á mína fyrstu frum-
sýningu í Þjóðleikhúsinu, hún í
dökkbláu dragtinni sinni með
ljósa hárið fullkomlega lagt, og
salurinn stóð allur upp þar sem
þau héldu að hún væri Vigdís
Finnbogadóttir! Amma auðvitað
roðnaði niður í gólf og vildi helst
að gólfið gleypti sig, en þetta
fannst mér fullkomið. Og fallegt
og hæfandi hrós. Því hún var
drottning, að utan sem innan,
eins og Vigdís okkar.
Svo var hún svo næm. Hún
sagði mér upp úr þurru fyrir
nokkru hvernig hún hefði byrjað
nýtt nám þegar hún var fimm-
tug. Skellti sér í sérkennaranám
í háskólanum á miðjum aldri
þótt það væri óvenjulegt á henn-
ar samtíma. Því hún fann að ég
var á krossgötum í mínu lífi og
vinnu og þarna var hún að segja
mér að vera hugrökk, ekki fest-
ast í gömlum hugmyndum en
troða óhrædd nýjar slóðir. Ef
hún gæti verið hugrökk gæti ég
það líka.
Ég sit hérna, amma mín, um-
vafin öllu því sem þú bjóst til. Þú
varst svo mikil listakona! Hand-
verkskona og söngkona. Saum-
aðir föt á börnin þín fjögur sem
og allar barbiedúkkur heimilis-
ins. Og hér eru bókstaflega allir
veggir, rúm og skenkar þaktir
fallegu verkunum þínum elsku
amma. Ég svaf með bútasaums-
teppið mitt alveg upp að augum í
nótt, eins og þú sért að taka utan
um mig.
Ég bakaði mömmukossana
þína um daginn, já og bakaði og
eldaði alla dagana sem þú lást á
dánarbeðnum Fannst einhvern
veginn að ef ég gæti búið til eins
mikinn mat og bakkelsi og þú
töfraðir alltaf fram úr ísskápn-
um hvenær sem okkur bar að
garði, þá myndirðu finna það
einhvern veginn. Að þú vissir að
sama hvað þú elskaðir okkur öll
mikið værirðu elskuð enn meira.
Og það mun ekki breytast eins
lengi og ég lifi.
Ég elska þig amma mín. Nú
ertu engill.
Þín
Aníta.
Elín Jónsdóttir
✝ Guðmann Mar-el Sigurðsson
(Malli) fæddist í
Reykjavík 21. ágúst
1954. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 12. des-
ember 2019 eftir
erfið veikindi, þó
ekki langa sjúkra-
húslegu. Foreldrar
hans voru Sigurður
Steindórsson, f.
10.8. 1926, d. 18.3. 2017, og B.
Sigríður Marelsdóttir, f. 9.9.
1930, d. 17.9. 2017. Bróðir sam-
feðra Jón Axel, f. 19.9. 1950,
kona hans er Brynja Sigfúsdótt-
ir, eiga þau tvo syni og 3 barna-
börn. Jón Axel var síðar ætt-
leiddur af Steindóri Péturssyni
og Guðrúnu Gísladóttur. Eft-
irlifandi sambýliskona Marels
frá 2004 er Þuríður Jörgensen,
f. 10.2. 1959, foreldrar hennar
eru Per S. Jörgensen, f. 11.4.
1932, og Sigrún Ólafsdóttir, f.
starfaði hann hjá Varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli við ýmis
störf en lengst sem meindýra-
eyðir, síðast í Umhverfisdeild-
inni til margra ára þar sem
áhugi hans á landgræðslu fékk
að njóta sín. Marel bjó í nokkur
ár í Reykjavík og starfaði m.a.
hjá Eimskip, í Egilshöll og hjá
Olíudreifingu Íslands. Eftir að
hann og Þuríður fluttu til
Reykjanesbæjar 2008 starfaði
hann hjá Sýslumanni á Kefla-
víkurflugvelli við gæslu eigna á
varnarsvæði, hjá Flugmála-
stjórn og síðar Isavia við örygg-
isgæslu í Leifsstöð.
Hér á árum áður starfaði
hann fyrir íþróttahreyfinguna,
sat í stjórnum Knattspyrnu-
félags Keflavíkur/KFK, Hand-
knattleiksfélags Keflavíkur og
Njarðvíkur/HKN, og var liðs-
stjóri meistaraflokks HKN.
Hann stundaði golf og bridge
um árabil, stangveiði stundaði
hann öll sumur.
Útför Marels fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 7. jan-
úar 2020, og hefst athöfnin kl.
13.
19.9. 1939. Marel
átti einn son,
barnsmóðir hans
var Helga Birna
Þórhallsdóttir, f.
23.10. 1955, d.
26.5. 2004. Sonur
þeirra er Sigurður
Ágúst Marelsson, f.
9.8. 1977, kona
hans er Hrafna
Júlíusdóttir, f.
18.5. 1983, börn
þeirra eru: Tindur Kiljan, f. 8.9.
2007, og Ísafold Esja, f. 26.8.
2006, fósturdóttir Sigurðar,
dóttir Hröfnu, er Hekla Kristín
Sigurðardóttir, f. 28.8. 2001.
Marel ólst upp í Keflavík
nánast á íþróttavellinum þar
sem faðir hans réð ríkjum,
skólaganga hans var í Keflavík
og að mestu hans starfsferill
líka. Hann vann fyrir Keflavík-
urbæ við mannvirki íþróttavall-
arins m.m., bílstjóri hjá Olíu-
samlagi Keflavíkur, en lengst af
Vinur minn Guðmann Marel
Sigurðsson, kallaður Malli, lést
hinn 12. desember sl.
Við Malli náðum saman í gegn-
um íþróttir í Keflavík, þar sem
hann byrjaði ungur að starfa að
félagsmálum ásamt því að leika
knattspyrnu. Það var ekki síst
pabbi Malla, Sigurður Steindórs-
son, íþróttafrömuður í Keflavík,
sem var áhrifavaldur hjá okkur
báðum.
Malli byrjaði ungur að keppa
fyrir Knattspyrnufélag Keflavík-
ur í yngri flokkum í fótbolta.
Hann leik með KFK upp í 2.
flokk. Eftir að knattspyrnuferlin-
um lauk tók hann til við fé-
lagsstarfið og var í stjórn knatt-
spyrnufélagsins í mörg ár. Þar
byrjaði vinskapur okkar Malla,
þar sem ég var kominn í stjórnina
að tilstuðlan Sigga Steindórs,
pabba hans.
Malli tók þátt ásamt öðrum í
stofnun Handknattleiksfélags
Keflavíkur og Njarðvíkur, HKN,
og endurreisti þar með handbolt-
ann í Keflavík. Við félagarnir vor-
um liðstjórar meistaraflokks fé-
lagsins á meðan það starfaði. Að
mínu mati var styrkur hans í að
laða fram keppnisskap og móral
liðsins utan vallar sem innan ein-
stakur.
Áhugamál Malla voru mörg og
reyndi hann að smita mig af þeim
mörgum.
Ég nefni sem dæmi golf, sil-
ungs- og laxveiði, brids og svo ég
tali nú ekki um það sem hann lifði
fyrir; náttúruvernd. Hann hefur
gróðursett ótal tré og græðlinga
víðsvegar á Suðurnesjum þar
sem ekki var talið lífvænlegt land
fyrir trjárækt.
En þeir eru nú orðnir margir
lundirnir hans sem eru orðnir
mjög svo glæsilegir. Einnig var
hann mikill dýravinur og átti
bæði hunda og kött, sem hann
elskaði mikið.
Þau eru ófá ferðalögin, sem við
félagarnir fórum saman, bæði ut-
anlands og innan. Aðallega voru
þetta ferðalög vegna íþrótta, sem
fararstjórar en einnig fórum við
oft til Englands að sjá fótbolta-
leiki.
Hann var harður stuðnings-
maður Arsenal en ég stuðnings-
maður West Ham. Það gátu oft
orðið langar umræður um leiki
þegar þessi lið mættust. Einnig
fórum við saman í ferðir ótengdar
íþróttum, m.a. ferðuðumst við
mikið um Evrópu með Kristjáni
Inga og Grétari Mar. Ekki má
gleyma stórkostlegum ferðum
okkar á tónleika The Rolling Sto-
nes, sem við fórum í með kon-
unum okkar til Kaupmannahafn-
ar og Amsterdam. Þetta voru
ógleymanlegir tímar.
Malli datt í lukkupottinn þegar
hann hitti eftirlifandi konu sína,
Þuríði Jörgensen, sem hefur ver-
ið honum stoð og stytta síðast-
liðin 16 ár, sérstaklega var hún
kletturinn í hafinu þegar veikindi
Malla fóru að láta vita af sér.
Það var mér mikils virði, Malli
minn, að ná því að kveðja þig
nokkrum klukkustundum áður
en þú lést. Við sjáumst svo síðar á
Emirates og London Stadium og
ræðum málin.
Ragnar Marinósson.
Marel Sigurðsson