Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
England
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Arsenal – Leeds........................................ 1:0
Ítalía
Bologna – Fiorentina ............................... 1:1
AC Milan – Sampdoria............................. 0:0
Atalanta – Parma ..................................... 5:0
Juventus – Cagliari .................................. 4:0
Lecce – Udinese ....................................... 0:1
Napoli – Inter Mílanó .............................. 1:3
Staðan:
Inter Mílanó 18 14 3 1 39:15 45
Juventus 18 14 3 1 35:17 45
Lazio 17 12 3 2 40:17 39
Roma 18 10 5 3 33:19 35
Atalanta 18 10 4 4 48:25 34
Cagliari 18 8 5 5 33:27 29
Parma 18 7 4 7 24:25 25
Napoli 18 6 6 6 28:25 24
Torino 18 7 3 8 24:26 24
Bologna 18 6 5 7 28:30 23
Hellas Verona 17 6 4 7 19:20 22
AC Milan 18 6 4 8 16:24 22
Udinese 18 6 3 9 14:28 21
Sassuolo 18 5 4 9 30:31 19
Fiorentina 18 4 6 8 22:29 18
Sampdoria 18 4 4 10 14:27 16
Lecce 18 3 6 9 22:36 15
Brescia 18 4 2 12 16:31 14
Genoa 18 3 5 10 19:36 14
SPAL 18 3 3 12 12:28 12
Katar
Al-Arabi – Al-Sadd .................................. 1:6
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 86
mínúturnar með Al-Arabi. Heimir Hall-
grímsson þjálfar liðið.
KNATTSPYRNA
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Fjölnir......................... 19.30
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Danmörk
Nyköbing – Esbjerg ............................ 19:31
Rut Jónsdóttir var ekki á meðal leik-
manna Esbjerg.
Svíþjóð
Skuru – Heid ........................................ 26:24
Eva Björk Davíðsdóttir var ekki á meðal
markaskorara Skuru.
B-deild:
Kristianstad – Aranäs......................... 32:19
Andrea Jacobsen skoraði 4 mörk fyrir
Kristianstad sem er efst í deildinni.
Vináttulandsleikur karla
Austurríki – Þýskaland........................ 28:32
Dominos-deild karla
Keflavík – Tindastóll ............................ 95:84
Staðan:
Stjarnan 12 10 2 1122:1000 20
Keflavík 12 9 3 1075:997 18
Tindastóll 12 8 4 1061:1006 16
Njarðvík 12 8 4 1014:887 16
KR 11 7 4 920:907 14
Haukar 12 6 6 1073:1049 12
ÍR 12 6 6 979:1035 12
Þór Þ. 12 5 7 957:993 10
Grindavík 12 5 7 1047:1071 10
Valur 12 4 8 974:1032 8
Þór Ak. 11 2 9 893:1038 4
Fjölnir 12 1 11 1020:1120 2
1. deild karla
Hamar – Vestri ................................... 106:86
Staðan:
Höttur 12 11 1 1040:928 22
Hamar 13 11 2 1287:1159 22
Breiðablik 12 10 2 1207:991 20
Vestri 11 6 5 957:881 12
Álftanes 12 5 7 983:1024 10
Selfoss 11 4 7 845:879 8
Snæfell 12 2 10 949:1150 4
Skallagrímur 11 2 9 921:1066 4
Sindri 10 1 9 808:919 2
1. deild kvenna
ÍR – Keflavík b...................................... 71:80
Tindastóll – Fjölnir .............................. 71:80
Hamar – Njarðvík ................................ 51:54
Staðan:
Fjölnir 13 10 3 973:836 20
Keflavík b 13 9 4 978:926 18
Njarðvík 13 8 5 843:727 16
Tindastóll 13 8 5 884:861 16
ÍR 13 7 6 827:756 14
Hamar 13 2 11 761:919 4
Grindavík b 12 1 11 640:881 2
NBA-deildin
LA Clippers – New York ................. 135:132
Miami – Portland.............................. 122:111
Cleveland – Minnesota..................... 103:118
Phoenix – Memphis .......................... 114:121
LA Lakers – Detroit .......................... 106:99
KÖRFUBOLTI
ings til New Orleans og unnu Saints,
26:20. Þetta voru óvænt úrslit sem
sýna að Vikings virðist á réttri leið
að nýju. Um kvöldið vann svo
Seattle Seahawks verðskuldaðan
sigur á Philadelphia Eagles, 17:9, í
slag ránfuglanna.
Í annarri umferðinni mætast því
eftirfarandi lið um næstu helgi:
Landsdeild:
Green Bay Packers gegn Seattle
Seahawks
San Fransisco 49ers gegn Minne-
sota Vikings
Ameríkudeild:
Kansas City Chiefs gegn Houston
Texans
Baltimore Ravens gegn Tennes-
see Titans
Undirritaður býst fastlega við að
heimaliðin muni vinna alla fjóra leik-
ina, en líklegasti útisigurinn yrði hjá
Seattle í Green Bay. Aukavika í
hvíld og að leika á heimavelli hefur
sögulega hjálpað toppliðunum fjór-
um í annarri umferðinni og það ætti
að halda áfram.
Leikstjórnendur ráða ferðinni
Í ruðningsíþróttinni hefur staða
leikstjórnandans mun meiri áhrif á
leikinn en gerist í flestum liðsíþrótt-
um. Hann les kerfi varnarliðsins
þegar sóknin setur sig í stöðu og
getur breytt skipunum þjálfara um
hvað eigi að gera þegar tuðran er
sett í leik. Í langflestum tilfellum
tekur hann tuðruna frá miðherj-
anum og annaðhvort gefur hana til
ruðningsmanns eða sendir sendingu
upp völlinn. Hann stjórnar því sókn-
inni að miklu leyti hvað varðar út-
setninguna á leikkerfunum. Af þeim
sökum er mikill akkur fyrir NFL-
liðin að hafa góða leikmenn í þessari
stöðu.
Það er hinsvegar hægara sagt en
gert. Í gegnum áratugina hefur það
oftast tekið nokkur ár fyrir flesta
leikstjórnendur sem koma úr há-
skólaliðunum að ná tökum á atvinnu-
boltanum, en það er smám saman að
breytast eftir því sem háskólabolt-
inn líkist æ meir NFL leiknum.
Tvö bestu liðin í Ameríkudeildinni
eru dæmi um það.
Patrick Mahomes, leikstjórnandi
Kansas City Chiefs, sat á bekknum
fyrsta keppnistímabilið með liðinu,
en um leið og hann tók við leik-
stjórninni á sókn Chiefs var ljóst að
hann yrði stjörnuleikmaður. Hann
var kosinn leikmaður ársins í deild-
inni í fyrra, en það var aðeins annað
keppnistímabilið sem hann var í
byrjunarliði Chiefs.
Sömu sögu er að segja um Lamar
Jackson hjá Baltimore Ravens.
Liðið fékk hann númer 32 í háskóla-
valinu 2018 og forráðamenn liðsins
ákváðu að setja hann beint í byrj-
unarliðið það haust. Hann átti erfitt
uppdráttar á fyrsta keppnistíma-
bilinu – þurfti að læra af mistökum
sínum – en hann sprakk svo út á
þessu keppnistímabili og gæti unnið
kosninguna um leikmann ársins
þetta leiktímabil.
Þessir tveir leikmenn eru mjög
líkir hvað varðar leikstíl. Þeir eru
báðir dæmi um þróun í stöðu leik-
stjórnandans í NFL. Sögulega séð
hafa leikstjórnendur ekki hlaupið
mikið með tuðruna, bæði vegna þess
að þeir hafa ekki verið góðir í því og
þjálfurum er ógjarnt að setja þá í
stöðu þar sem þeir gætu meiðst (les-
endur: treystið mér þegar ég segi
ykkur að þið viljið sem minnst hafa
að gera að vera tæklaðir af NFL
varnarmönnum!).
Hafa gert liðin að toppliðum
Mahomes og Jackson eru hins-
vegar báðir ekki einungis góðir að
kasta, þeir eru eldfljótir að hlaupa
með tuðruna í gegnum vörn and-
stæðinganna – annaðhvort sem upp-
sett leikkerfi, eða að þeir eru að
bregðast við leikkerfi sem hefur riðl-
ast og eru að bjarga málunum.
Þeir hafa gert bæði lið sín að topp-
liðum deildarinnar en eru báðir í
sömu deild, þannig að það mun sjálf-
sagt vera annar hvor þeirra í Of-
urskálarleiknum.
Spá mín héðan vestra er sú að
þegar reyknum linni muni það verða
Baltimore Ravens úr Ameríkudeild
og San Fransisco 49ers úr Lands-
deild sem munu komast í Ofurskál-
arleikinn í Miami þetta keppnis-
tímabilið. gval@mbl.is
Upphafið að
endalokum
meistaranna?
New England er úr leik en Gull-
grafarar og Hrafnar stefna á Flórída
AFP
Lykilmaður Lamar Jackson hefur vakið mikla athygli sem leikstjórnandi
Baltimore Ravens og gæti farið með liðinu alla leið í úrslitaleikinn.
NFL
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Fyrsta umferðin í úrslitakeppni
NFL ruðningsdeildarinnar hófst um
helgina, en í henni sitja tvö toppliðin
í deildunum tveimur hjá og bíða eftir
að takast á við sigurlið fyrstu um-
ferðarinnar á heimavelli. Eftir þessa
leiki eru átta lið eftir og nú er það
aðalfjörið sem tekur við.
Á laugardagseftirmiðdag vann
Houston Texans sprækt lið Buffalo
Bills, 22:19, eftir að hafa lent undir
16:0, og seinna um kvöldið voru nú-
verandi meistarar New England
Patriots slegnir út úr keppninni á
heimavelli sínum af Tennesse Tit-
ans, 20:13. Með tapinu eru nú miklar
pælingar hér vestra um hvort þessi
úrslit verði upphafið á endalokunum
hvað varðar yfirburði Patriots í
deildinni undanfarna tvo áratugi.
New England lék ekki eins vel í
deildakeppninni þetta keppn-
istímabil og fólk er vant, þannig að
tapið kom ekki eins á óvart og vænta
mátti.
Óvissa með Brady og
möguleg uppstokkun
Tom Brady, 42 ára gamli leik-
stjórnandi Patriots, er nú með laus-
an samning og hann seldi nýlega hús
sitt í Massachusetts, þannig að pæl-
ingarnar um framtíð hans fylla nú
samfélagsmiðla NFL-eðjóta. Búast
má við að forráðamenn Patriots
muni nú hugsa sig vel um áður en að
meiriháttar uppstokkun fer fram, en
á meðan rúlla pælingar fram og aft-
ur í fjölmiðlum.
Það verður því nýtt lið meistari í
ár.
Á sunnudag fór Minnesota í vík-
Cristiano Ronaldo sá til þess að-
minna fór fyrir endurkomu Zlat-
ans Ibrahimovic í ítalska fótbolt-
ann en gert var ráð fyrir. Ronaldo
skoraði þrennu fyrir Juventus í
sannfærandi 4:0-sigri á Samp-
doria. Er hann kominn með 13
mörk í 15 leikjum á tímabilinu.
Zlatan spilaði í hálftíma fyrir
AC Mílan gegn Sampdoria en
tókst ekki frekar en öðrum leik-
mönnum að brjóta ísinn í marka-
lausu jafntefli. Leikurinn var sá
fyrsti hjá Zlatan á Ítalíu síðan
2012.
Ronaldo stal
senunni af Zlatan
AFP
Senuþjófur Ronaldo gerði þrennu í
sannfærandi sigri Juventus.
Albert Guðmundsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, reiknar með
að geta byrjað að æfa á ný með hol-
lenska liðinu AZ Alkmaar í lok jan-
úar. Albert er á sínu öðru tímabili
hjá félaginu en bein brotnaði í fæt-
inum á honum í leik í lok september
og hefur hann verið frá keppni síð-
an. Albert sagði í viðtali við mbl.is í
gær að planið hefði alltaf verið að
byrja að spila á ný í lok febrúar eða
byrjun mars og hann væri vongóður
um að það tækist. Hann nær því tæp-
lega leikjum liðsins í 32 liða úrslitum
Evrópudeildarinnar. bjarnih@mbl.is
Vongóður um að
spila í lok febrúar
AFP
Meiðsli Albert Guðmundsson er frá
keppni í samtals um fimm mánuði.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Viðar Örn Kjartansson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gæti verið á
förum frá Rússlandi í þessum
mánuði. Þar er hann samnings-
bundinn Rostov en leikur þetta
tímabil með Rubin Kazan sem
lánsmaður. Bæði liðin eru í rúss-
nesku úrvalsdeildinni, Rostov er í
toppbaráttu en Rubin Kazan í
harðri fallbaráttu þar sem liðið
situr í þrettánda sæti af sextán
liðum og hefur aðeins skorað ell-
efu mörk í nítján leikjum á tíma-
bilinu.
Viðar sagði við Morgunblaðið í
gær að staðan væri dálítið flókin
hjá sér en staðfesti að áhugi væri
fyrir hendi frá félögum í Tyrk-
landi, Svíþjóð og fleiri löndum.
Það væri ekkert leyndarmál að
fótboltinn í Rússlandi hentaði sér
ekki vel og hann langaði til að
komast í lið sem væri í toppbar-
áttu og spilaði sóknarfótbolta.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru
Malmö og
Hammarby, fé-
lögin sem Viðar
hefur leikið með
í Svíþjóð við
góðan orðstír, á
meðal þeirra
sem vilja fá
hann í sínar
raðir. Viðar
skoraði 14 mörk
í 20 leikjum með Malmö árið 2016
og varð sænskur meistari og
næstmarkahæsti leikmaður deild-
arinnar enda þótt hann væri
seldur til Maccabi Tel Aviv þegar
tíu umferðum var enn ólokið. Á
fyrri hluta síðasta árs gerði hann
7 mörk í 15 leikjum með Hamm-
arby en þangað var hann lánaður
í hálft ár. Viðar var seldur frá
Maccabi Tel Aviv til Rostov í
ágúst 2018 en fékk aldrei tæki-
færi í byrjunarliðinu og hefur
verið lánsmaður hjá áðurnefnd-
um félögum síðustu tíu mán-
uðina.
Viðar Örn á förum frá Rússlandi?
Viðar Örn
Kjartansson